Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2000, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 19.01.2000, Qupperneq 11
Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur skrifar • • Ogurkvóti Hvers vegna útivistarreglur? Börn og unglingar þurfa lágmarkssvefn og hvíld. Þau stunda nám sem krefst ein- beitingar og úthalds. Þó að svefnþörf sé einstaklings- bundin er óhætt að fullyrða, að öll börn á grunnskólaaldri þurfaaðlágmarki áttaklukku- stunda svefn, langflest mun nteira. En börn og unglingar þurfa ekki aðeins lágmarks- svefntíma, heldur þurfa þau einnig reglulegan svefntíma. Það er afar slæmt að snúa sólarhringnum við um helgar og vera svo alla vikuna að jafna sig á þeirri röskun. Þetta rugl með svefntímann er mik- ilvæg skýring þess, að ungl- ingar hafa margir hverjir til- hneigingu til að leggja sig á daginn. Þá upphefst hins vegar víta- hringur. Sá sem er búinn að sofaeinatil þrjár klukkustund- ir um miðjan daginn er ekki vitund syfjaður kl. 11 að kvöldi, vakir fram eftir nóttu, fer vansvefta á fætur næsta morgun, leggur sig aftur um miðjan daginn og þannig koll af kolli. Sem sagt: Það er hollt og gott, ekki síst fyrir börn og unglinga, að svefninn sé reglulegur og að sem minnst röskun verði á svefntíma um helgar. En það er líka önnur ástæða fyrir því að það er skynsam- legt að halda útivistarreglurn- ar. Langar útivistir auka líkur á að ýmislegt fari úrskeiðis í lífi unglinga. Það er beint sam- hengi milli langra útivista og tóbaksreykinga, áfengis- neyslu, neyslu ólöglegra vímuefna, afbrota og slakrar frammistöðu í skóla, svo eitt- hvað sé nefnt. Það sem fer úrskeiðis í lífi unglinga gerir það venjulega eftir að lög- bundnum útivistartíma lýkur. Astæðurnar liggja í augunt uppi. Unglingar sem eru úti langt fram eftir unt helgar eru sjaldnast undir tryggri hand- leiðslu fullorðinna. Ymsir nei- kvæðir þættir í unglinga- menningunni eiga því óheftan aðgang að þeim, t.d. neysla áfengis og annarra vímuefna. En hafa unglingar ekki þörf fy rir að vera utan veggj a hei m- ilisins? Vissulega. Þeir þurfa að hafa tækifæri til að um- gangast jafningja sína, sýna sig og sjá aðra. Það er hins vegar ekkert sem segir, að þeir þurfi að svala þessari félags- legu þörf fram eftir nóttu urn helgar, eða að það þurfi að gerast á skipulagslausu rölti um bæjarfélagið. Ef unglingar vilja hittast í heimahúsum er mikilvægt að aðstæður séu tryggar, t.d. að ísfólkið á ísafirði skrifar Allir þurfa klapp á bakið Neikvæðar raddir heyrast víða og þá sérstaklega hér vestra. Ekki aðeins í sambandi við atvinnuástandið eða fólks- flóttann, heldur spannar þessi neikvæðni allt - menningar- atburði, félagslíf og íþróttir. Þelta verður að stöðva. Ef við viljunt reyna að bæta ástandið hér, þá verðum við að byrja á okkur sjálfunt. Þessi grein er skrifuð vegna þess að fólk hér í bæ hefur verið of fljótt að dæma og verið neikvætt í garð KFI. I vetur hefur strákunum í meist- araflokki ekki gengið eins vel og við viljum, en gefur það einhvern rétt til að rakka þá niður? Þetta eru strákar sent leggja ntikið á sig, flestir vinna fulla vinnu og eru jafnframt að þjálfa og æfa. Einnig eru sumir þeirra nteð fjölskyldu sem þeir þurfa líka að sinna. Það koma tímar hjá öllurn, þegar ekki er allt eins og allra best verður á kosið. Þá, og sérstaklega þá, þurfum við einhvern góðan bakhjarl sem stendur með okkur, hjálpar okkur og stappar í okkur stál- inu. Þetta er einmitt það sem KFI þarf núna og það er verk- efni okkar allra. Við höfurn hal't hér íþrótta- félög sem hafa átt og eiga sum hver ennþá góða íþrótta- ntenn, en þegar illa árar hjá þeim er algengt að fólk labbi í burtu. íþróttafélögin hér á Vestfjörðum eiga fullt af ungu og efnilegu fólki og við, al- menningur, eigum að styðja við bakið á því. Þetta unga fólk er okkar framtíð og þá erum við alls ekki bara að tala um körfuboltann, heldur einn- ig sundið, fótboltann, hand- boltann, skíðin og yfirleitt allt það jákvæða sent ungir og efnilegir krakkar eru að fást við. Hættum að brjóta niður og byrjunt á því að byggja enn frekar upp íþróttastarf hér í bæ. Við segjum Áfrant KFI! en viljum einnig nota tækifærið og óska öllu íþróttafólki gæfu og gengis á nýrri öld. - ísfólkið. Auglýsingar og áskrift Sími 456 4560 Einar Gylfi Jónsson. einhver fullorðinn sé innan seilingar og geti gripið inn í ef þurfa þykir. Sent sagt: Ver- um tilbúin að koma til móts við óskir unglinganna okkar um að vera í hópi jafnaldra, en tryggjum jafnframt að við vitum hvar þeir eru og að ábyrgur fullorðinn aðili sé þeim til halds og trausts. Við þurfum að taka höndunt saman um að útivistir ungl- inga séu innan skynsamlegs rantma. Þeir foreldrar sem kjósa að gefa eftir og leyfa unglingnum sínum langarúti- vistir, verða að hafa það hug- fast, að með því eru þeir að gera öðrum foreldrunt erfitt fyrir. Það er nefnilega stað- reynd, að foreldrar sem láta langar útivistir viðgangast, réttlæta það gjarnan með að þau geti ekki ein staðið á móti öllunt hinum foreldrunum sem leyfa langar útivistir. Nú stendur Vá-Vest-hópur- inn að sérstöku útivistarátaki í samstarfi við fyrirtæki á norðanverðunt Vestfjörðum. Þetta er m.a. gert með því að senda segulmottur með úti- vistarreglum til allra barna- fjölskyldna á svæðinu. Von- andi rnunu þessar mottur prýða alla ísskápa um norðan- verða Vestfirði og stuðla að því að vestfirskir unglingar „haldi sig á mottunni" í úti- vistum. Höfundur er sálfrœðingur og deildarstjóri forvamadeildar SÁÁ. ÍSAFJARÐARBÆR AUGLÝSING ■■■■ Með samþykki bæjarstjórnar ísa- fjarðarbæjar þann 6. janúar sl. neytti Isafjarðarbær forkaupsréttar að Fund- vís IS 881, skipaskrárnúmer 2304 á grundvelli 11. greinar laga nr. 38/ 1990 um stjórn fiskveiða. Samkvæmt 4. málsgrein 11. greinar laga nr. 38/1990 gefur ísafjarðarbær útgerðaraðilum, semheimilisfesti eiga í sveitarfélaginu, kost á að gera tilboð í skipið. Tilboðsgögn fást afhent á skrifstofu ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Isafirði. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en mánu- daginn 24. janúar nk. kl. 12:00 á há- degi. Bœjarstjórinn í Isafjarðarbœ. HUNDAEIGENDUR í ÍSAFJARÐARBÆ Dagana 20. og 21. janúar nk. verður héraðsdýralæknir með hina árlegu hundahreinsun. Eigendur mæti með hunda sína á stofu héraðsdýralæknis að Urðarvegi 16, Isafirði á milli kl. 17:00 og 22:00. Gjaldfyrirhundahreinsunerinnifalið í hundaleyfisgjaldi. Þeir sem eiga ógreidd hundaleyfisgjöld fyrir árið 1999 eða eldri, eru vinsamlegast beðn- ir að gera skil nú þegar. Þeir sem hugsanlega eru með óskráða hunda, vinsamlegahafið samband við Ihundaeftirlitsmann Isafjarðarbæjarnú þegar. Hundaeftirlitsmaðurísafjarðarbœjar. Að sönnu standa Vestfirðingar frammi fyrir stöðugri byggða- röskun. Flótti fólks af Vestfjörðum ógnar búsetu hér. Velferð íslendinga síðustu tvo áratugi líðandi aldar, einkum þann tíunda, er bersýnilega svo mikil, að ungt fólk að þrítugsaldri hefur enga aðra sýn á lífið en peninga. Efna- hagssjónarhornið ræður ríkjum. Aðspurt um æskilegar framtíðar- horfur svarar ungt fólk æ oftar, að það ætli að verða ríkt. Hugsjónir sýnast vera á hverfanda hveli. Þó er skylt að hafa í huga að eldri kynslóðir hafa gjarnan haft aðra sýn á lífið en þær yngri. Samt heldur lífið áfram og leiðir af sér margt gott. Sú er að minnsta kosti raunin sé litið yfir liðna tíð. Ungt fólk nú nýtur betri lífsskilyrða, mennt- unar, heilbrigðisþjónustu og tækifæra til allra hluta en nokkru sinni fyrr á Islandi. Þeir sem nýta sér þessi dýrmætu tækifæri eiga kost á því að ná langt. Sem fyrr er fyllsta ástæða til að ætla, að ástundun og iðjusemi greiði ungu fólki veg að markinu. Ella má búast við því, að tækifærin glutrist niður. Mörg dæmi eru þess að ung- menni leiðist á villigötur og sökkvi sér í fen eitur- lyfja og ólifnaðar. Þaðan er stutt í glæpi, ofbeldi og önnur alvarleg afbrot. Fjölmiðlar eru fullir frásagna slíkra hörm- unga, sem sprottnar eru af mannlegum hvötum þegar þær lúta lægst. í asa nútímans virðist því miður gleymast, að líf Islendinga er ekki bundið við það eitt að kaupa og selja hlutabréf, án tillits til velferðar íbúanna. Einstakir hópar verða útundan, öryrkjar, sem sjá sig knúna til að standa í málaferlum við ríkið svo þeir megi ná „rétti“ sínum, og at- vinnulausir og sjúkir, ásamt öðrum, sem telja sig bera skarðan hlut frá borði. Fyrir hundrað árum, jafnvel fimmtíu árum hefðu kynslóðirnar, sem skiluðu Islandi til þeirrar stórkostlegu velmegunar, er nú ríkir, hneykslast á ungu fólki án hugsjóna. En hver maður er barn síns tíma. Sumt af því sem nú er talið réttur manns hefði verið álitið frekja. Sumir sent nú leita réttar síns hefðu verið taldir til sveitarómaga. Svo mikil er framförin. Stækkun Reykjavíkur og nágrennis hefur orðið til þess að tengslin við landsbyggðina hafa trosnað og slitnað. Líf ,,úti á landi“ er ekki verðugur kostur. „Þeir geta átt sig.“ Enn er þó ekki kvóti á búsetu og fjölbreytni mannlífs nauðsynleg. • • Ogurstund Kvótakerfið hentar vel markaði peninganna. Reyndar hentar það að mati margra vel sem stjórntæki ftskveiða. A fundi í Stjórnsýslu- Skoðanir Stakkur skrifar húsinu, á sunndaginn var, töluðu rnargir og lýstu áhyggjum sínum. Oft hafa slíkir fundir Vestfirðinga lfkst meir skemmtunum en um- ræðum. Minna var hlegið en oft áður. Kjarninn í umræðunni var að mega ekki veiða. Kvótinn er horfinn. Setning laga um kvóta er verk manna eins og sala kvóta frá Vest- fjörðum. Ekki hefur verið athugað nægilega hvers vegna kvóti hefur verið seldur frá í svo stórum stfl. Því verður ekki breytt. Nú er svo komið, að barist er upp á líf og dauða. Verði ekki snúið af braut fólksfækkunar mun byggð á Vestfjörð- urn hnigna enn. Kannski þykir einhverjum hagfræðingum það fýsilegur kostur. Enn trúa margir því, að það sé ókostur. Alvaran hvíldi yfir fundinum. Ljóst er að grípa verður til aðgerða. Ibúar á Vest- fjörðum eiga rétt, vilja búa hér og geta vart hugsað sér búsetu í stórborginni með þeim ógurlegu vandamálum er fylgja mannlífi þar, þótt sem betur fer snerti þau aðeins minnihluta fólks. Fer réttur minnihluta eftir búsetu? Hver verða viðbrögð á þessari ögurstundu? Tækifæri til nýsköpunar munu ekki leysa atvinnumál án þess að sú atvinnugrein sem fyrir er fái þrifist. Nú er beðið viðbragða. Sveit- arstjórnir duga ekki einar. Meira þarf til. Nú er þörf sérfræðinga heima og heiman til að skoða, meta og ftnna lausnir. - Stakkur. MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 11

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.