Bæjarins besta - 19.01.2000, Qupperneq 3
Einar Oddur Kristjánsson.
atvinnurekstur sinn og ekki
verið nægilega vel á varðbergi
og ekki unnið nægilega vel
með kerfinu. Þessu mótmæli
ég mjög harðlega. Ég held að
þvert á móti sé hægt að sýna
fram á það, meðal annars með
tölum frá fyrri hluta kvóta-
tímabilsins, að Vestfírðingar
reyndu eins og þeir gátu að
bregðast við og vinna vel inn-
an þess lagaramma sem þeim
var settur...
Ég tel, að það sé afar óskyn-
samlegt að kvótasetning á ýsu,
steinbít og ufsa gangi fyrir
sig á komandi hausti...
Ég tel að það sé mjög mik-
ilvægt fyrir hagsmuni okkar
hér á Vestfjörðum og fyrir
hagsmuni þeirra sem eru að
gera út, bæði stór og smá skip,
að það sé sköpuð festa í
kringum fiskveiðistjórnar-
kerfið, þannig að menn viti
nokkurn veginn hvað fram-
undan er... Félagar úr hópi
Eldingar hafa verið að tala
við mig á undanförnum dög-
um og haft miklar áhyggjur af
þeirri óvissu sem mönnum
finnst að sé núna uppi og er
sannarlega uppi. Við verðum
að ljúkaþeirri óvissu með sem
bestri og farsælastri lagasetn-
ingu...
Guðjón Arnar
Kristjánsson, alþm.:
Réttur
okkar til
fiskimiðanna
í mínum huga er mjög skýrt
að það er eitt mál öðrum frem-
ur sem heldur Vestfjörðum í
byggð og gæti á nýjan leik
eflt byggð og tryggt búsetu
fólks um ókomin ár á Vest-
fjörðum. Það er augljós réttur
okkar til fiskveiða á nálægum
og góðum fiskimiðum frá
Breiðafirði í suðri og til Húna-
flóa að norðan, sem hefur gert
Vestfirði byggilega um aldir.
Fái Vestfirðingar ekki að
sækja sjó og stunda fiskveiðar
er til vera þeirra í raun hrunin...
Þetta markmið Frjálslynda
flokksins, að berjast fyrir því
að fólkið á landsbyggðinni
eigi þennan sjósóknar- og
veiðirétt, er það sem við telj-
um að geti haldið landsbyggð-
inni sterkri inn í framtíðina...
Verkþjónustan á Vestfjörð-
um, sem iðnaðarmenn hafa
veitt útgerðinni og fiskvinnsl-
unni, mun dragast saman og
jafnvel hætta alveg, ef við höf-
um ekki fiskveiðarnar sem
undirstöðu. Færra fólk þýðir
smám saman færri starfsmenn
í þjónustu...
Konráð Eggertsson.
Það er enginn sem getur
með trúverðugum hætti bent
á ný störf sem gætu orðið und-
irstöðuatvinnuvegur í vest-
firskri byggð í staðinn fyrir
fiskveiðar...
Við verðum að ráðast að
því framseljanlega kvóta-
braskskerfí sem nú er notað.
Við verðum að koma í veg
fyrir að fleiri fisktegundir
verði settar inn í kvótakerfi
smábátanna og þar fari brask-
ið á fulla ferð með tilheyrandi
viðbótar byggðaröskun. Við
verðum að skilgreina strand-
veiðiflotann upp á nýtt og
miða ekki bara við sex tonna
báta. Við verðum að veita
þeim fiskveiðiflota sem við í
framtíðinni skilgreinum sem
strandveiðiflota mesta mögu-
lega frelsi til veiða, að því
marki sem fiskistofnarnir
þola...
Nú stendur svo á, að við
eigum, Vestfirðingar, bæði
formann og varaformann
sjávarútvegsnefndarAlþingis.
Það á að öðru jöfnu að vera
okkur nokkur styrkur og aldrei
mun ég draga efa vilja Vest-
fjarðaþingmanna til þess að
vinna að hagsmunum Vest-
firðinga...
Það skal vera ljóst öllum,
að við í Frjálslynda flokknum
munum engum hlífa sem með
fullu viti vinnur áfram að því
að mylja auðlindina undir ör-
fáa sægreifa en gera aðra
eigna- og atvinnulausa.
Einar Qddur
Kristjánsson, alþm:
Þá höfum
við okkar
fiögur
prósent...
Það var spurt hér í upphafi
hvort svo mætti vera, að vest-
firsk byggð væri nú á ögur-
stund. Ég held að það sé alveg
ljóst að svarið erjá... Við upp-
lifum nú meiri röskun byggða
en við höfum nokkurn tíma
séð áður...
Ef það er rétt, sem er margra
mál og sumir fagna mjög, að
nú sé jafnræðisreglan sú, að
allra manna sé sami réttur,
þ.e. að þeir sem byggja strand-
héruðin hafí engan rétt um-
fram þá sem búa í Breiðholt-
inu, þá held ég að við séum að
fara úr öskunni í eldinn... Ef
það er rétt, að það eina sem
þarf að gera til að breyta þessu
svo allir séu ánægðir og rétt-
lætinu sé fullnægt og engin
vandamál til staðar lengur,
eins og lesa má í leiðurum
Arthúr Bogason.
Morgunblaðsins dag eftir dag,
sé að bjóða upp aflaheimild-
irnar, hver ætli staða okkar
væri þá? Ætli okkur gengi
ekki vel að keppa um afla-
heimildirnar við Unilever og
Findus og hver veit hvað? Eða
kannski að skipta þessu jafnt
eins og aðrir hafa lagt til? Þá
höfum við okkar fjögur pró-
sent. Verða menn þá ekki enn-
þá ánægðari? Ég er ekki að
segja þetta til að hrella menn,
heldur til að vekja athygli
manna og brýna þá á því, að
fyrir okkur liggur ákaflega erf-
ið staða...
Það er gott að Elding kom
með tillögur um það hvernig
mætti bæta þetta... En mér
mjög til efs, að jafnvel þótt
við bærum gæfu til þess að
vera allir sammála, og jafnvel
þótt við allir fimm þingmenn
Vestfjarða bærum gæfu til
þess að bera þá kröfu fram, þá
er ég nokkurn veginn viss um
að það tækist ekki að lögfesta
það...
Það eru hagsmunir Islands
til langframa að byggðirnar
fái að njóta nærveru við mið-
in... Þetta er það stóra og mikla
verkefni sem bíður þing-
manna á næstu mánuðum og
misserum. Ég á ekki von á
því að það verði nein stór koll-
steypa, hvernig sem dómurinn
fer, en það er mjög mikið atriði
fyrir okkur að við berum gæfu
til þess að standa þannig að
málum að við getum komið
fram þeim breytingum sem
geta orðið byggðunum til
meiri hagsældar í framtíðinni
en við teljum að núverandi
kerfi geri. En það er ekkert
víst.
Almennar umræður
„Ég boða
hörku66
Að loknum máli framsögu-
manna urðu mjög líflegar al-
mennar umræður og beindist
gagnrýni mjög að stjórnvöld-
um, löggjafarvaldi og ríkis-
stjórn, og ekki síst að þing-
mönnum Vestfirðinga.
Gunnlaugur Finnbogason
sagði m.a. að ef stjórnvöld
ætluðu að bregða fæti fyrir
útgerð smábáta eins og boðað
væri, rétt eins og þau hefðu
brugðið fæti fyrir aðra vaxtar-
brodda, þá vildi hann varpa
fram þeirri spurningu hvort
hið nýja norðvesturkjördæmi
ætti ekki að athuga með stofn-
un sjálfstæðs ríkis. Það hefði
yfír að ráða auðugustu fiski-
miðunum og jafnframt myndu
ráðamenn í Reykjavík losna
við Vestfjarðavandamálið.
Finnbogi Jónasson sagði
Guðmundur Halldórsson.
m.a. að Vestfjarðaþingmenn
væru allt of linir. Verið væri
að þurrka út vertíðarbátana
og svo væri komið bolfisk-
vinnslunni á sjálfu höfuðból-
inu, Isafirði, að hún væri einn
karl með hníf.
Hálfdán Kristjánsson vildi
kvótakerfið burt og kvaðst
vona að þingmenn Vestfirð-
inga ynnu saman sem einn
maður. Hann sagði m.a. að
ánægjulegt væri að sjá fjölgun
smábáta á svæðinu en á hinn
bóginn væri hrikalegt til þess
að hugsa, að smábátarnir væru
sáfloti semVestfirðingaryrðu
að byggja allt sitt á.
Halldór Hermannson sagði
m.a. að stjórnkerfi fiskveiða
stæðist ekki ákvæði um mann-
réttindi og þingmenn hefðu
snúist í marga hringi. Sem bet-
ur fer færi kvótakerfið út í
hafsauga með væntanlegum
dómi Hæstaréttar. Veiðileyfa-
gjald myndi ekki koma í veg
fyrir sukkið en ríkið þyrfti
samt sem áður að fá sitt. „Ef
stjórnmálamenn fara ekki að
kveikja verður farið í alvör-
una... Ég boða hörku“, sagði
Halldór.
Pétur Bjarnason sagði m.a.
að þótt nýlegir dómar er snerta
stjórnkerfi fiskveiða væru
þýðingarmiklir, þá snerist
þessi fundur ekki um þá, held-
ur um þá staðreynd að byggð
á Vestfjörðum og víðar um
landið væri að leggjast af.
Vestfirðingar hefðu lifað af
plágur og hörmungar sem
gengið hafa yfir þjóðina en
ættu nú í vök að verjast vegna
mannanna verka. Rfkisstjórn-
in og Sjálfstæðisflokkurinn
myndu ekki gera breytingar
nema þeim væri gert skiljan-
legt hvað gera þyrfti. Hann
skoraði á formann sjávarút-
Finnbogi Jónasson.
vegsnefndar Alþingis og aðra
þingmennVestfirðinga að taka
til hendinni innan fiokka sinna
til að koma fram breytingum.
„Það fer hver að verða síðastur
varðandi byggðinahér“, sagði
Pétur.
Kristján Andri Guðjónsson
bar saman hlutskipti alþingis-
manna og beitningarmanna og
varpaði fram þeirri spurningu
hvort þingmenn myndu sætta
sig við að skipta.
Halldór Halldórsson sagði
að tryggja yrði áframhaldandi
byggð og bæta og styrkja at-
vinnulífið. Þar væru hags-
munir allra í húfi.
Guðrún Finnbogadóttir
kvaðst vilja minna á að Vest-
firðingar ættu vopn: „Vopnið
er menntun heimamanna. Við
þurfum bara að fá vopnin
heim.“
Konráð Eggertsson sagði
m.a. að gæta yrði jafnræðis
og hann gæti ekki sætt sig við
að öll viðbót á aflaheimildum
sem til skipta kæmi rynni ein-
göngu til báta undir tíu tonn-
um. Hann tók undir gagnrýni
á þingmenn vegna linkindar
og sagði að þeir yrðu að lemja
í borðið og segja að þeir væru
þingmenn fólksins í landinu.
Einar K. Guðfinnsson svar-
aði gagnrýni á þingmennVest-
firðinga og sagði að ekki væri
hægt að saka þá um að vera í
senn of harðir og of linir í
baráttunni gegn kvótakerfmu.
Hann sagði að ekki væri hægt
að leysa málin með upphróp-
unum. „Með órofa samstöðu
okkar trúi ég því að okkur
takist að snúa við þessari
óheillaþróun, sem við öll höf-
um áhyggjur af, og byggja
Vestfirði með blómlegum
hætti til framtíðar.“
WlTTTt
19. janúar
Þennan dag árið 1992 komu
Sykurmolamir laginu „Hit“
í 17. sæti breska vinsældar-
listans og jöfnuðu þar með
níu ára met Mezzoforte.
20. janúar
Þennan dag árið 1974 mæld-
ist 218 cm snjódýpt á Horn-
bjargsvita sem er það mesta
hér á landi.
21. janúar
Þennan dag árið 1925 fuku
þök af nokkrum húsum í
Reykjavík og „mátti heita
óstætt á götum bæjarins um
langa hríð“, segir í Morgun-
blaðinu. Þá gerði mesta flóð
sem orðið hafði sunnanlands
og vestan í eina öld og
brotnuðu hús og bátar í
Grindavík og sjóvarnar-
garður við Eyrarbakka
eyðilagðist.
22. janúar
Þennan dag árið 1918 mæld-
ist mesta frost hér á landi, -
37,9 gráður á Grímsstöðum
á Fjöllum. Þessi vetur hefur
verið nefndur frostaveturinn
mikli.
23. janúar
Þennan dag árið 1915 var
Gullfossi, fyrsta skipi Eim-
skipafélags Islands, hleypt
af stokkunum í Kaupmanna-
höfn. Skipið kom til lands-
ins þremur mánuðum síðar.
Gullfoss var 70 metrar á
lengd, á fyrsta farrými gátu
verið 60 farþegar og 34 á
öðru rými.
24. janúar
Þennan dag árið 1855 fauk
kirkjan á Hvanneyri á Siglu-
firði af grunni sínum og
lenti á hliðinni í kirkjugarð-
inum. Henni var síðan
komið á réttan stað.
25. janúar
Þennan dag árið 1943 var
kvikmyndin „A hverfanda
hveli“ með Clark Gable og
Vivien Leigh frumsýnd í
Gamla bíói. Hún var sýnd
tvisvar á dag í heilan
mánuð.
Munið
www.bb.is
Auglýsingar
og áskrift
Sími
456 4560
ísfirðingafélagið
Sólarkaffi 2000
á Broadway
Sólarkaffi ísfirðingafé-
lagsins árið 2000 verður á
Broadway, Hótel íslandi,
föstudagskvöldið 28. janú-
ar. Samkvæmið hefst kl.
hálfníu en húsið verður opn-
að hálfri stundu fyrr.
Byrjað verður á fordrykk
og rjúkandi kaffi og pönnu-
kökum. Stjórnandi fjölda-
söngs verður Jón Björn Sig-
tryggsson tannlæknir. Ann-
an söng, grín og gaman
annast Soffía Guðmunds-
dóttir söngkona frá Súg-
andafirði við undirleik
Guðna Þ. Guðmundssonar,
kántrístrákarnir Arnar og
Kolli, Jóhannes Kristjáns-
son eftirherma af Ingjalds-
sandi og Örn Arnason leik-
ari.
Aðalræðumaður kvölds-
ins verður Ólafur Helgi
Kjartansson, Stones-aðdá-
andi nr. 1, og aldrei er að
vita nema hann taki líka lag-
ið. Veislustjórn verður í
höndum Margrétar Óskars-
dóttur.
Hljómsveit Stefáns P.
leikur síðan fyrir dansi fram
eftir nóttu. Forsala aðgöngu-
miða verður á Hótel Islandi.
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
3