Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2000, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 19.01.2000, Blaðsíða 8
- sagt frá Halldóru Guðmundsdóttur, ungri mjög þroskaheftri konu, sem á sitt eigið heimili í fjölhylishúsi á ísafirði I nýlegu fjölbýlishúsi við Pollgötu á Isafirði býr ung kona í fallegri íbúð sem hún hefur á leigu. Hún greiðir sjálf leig- una, kaupir inn og hugsar um matinn, þvær upp og þrífur til og sinnir öðru sem til fellur á venjulegu heimili. Þetta virðist vera ofurvenjuleg mynd úr daglegu lífi og væri naumast í frásögur færandi, ef unga konan sem hér um ræðir væri ekki mjög þroskaheft. Til skamms tíma bjó hún á sambýli fyrir þroskahefta. Til skamms tíma hefði fáum komið til hugar að hún ætti fyrir höndum að búa í eigin íbúð og hugsa um sig sjálf eða yfirleitt að það væri hægt. Hér verður sagt frá dálitlu ævintýri sem s gerðist á Isafirði á síðasta ári og reyndar er það enn að gerast. Hér verður sagt frá Halldóru Guðmundsdóttur úr Bolungar- vík, ævi hennar og erfiðleikum, barátt- unni við kerfið og þeirri nýju stefnu sem líf hennar hefur tekið, þökk sé góðu og áhugasömu fólki. Halldóra Guðmiindsdótlir í íbúð sinni á Isafirði. Laufey Jónsdóttir er for- stöðumaður Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörð- um. Hún hafði trú á þessari tilraun og barðist fyrir því að hún yrði gerð. Einnig verður að nefna til sögunnar Ingi- björgu Sólveigu Guðmunds- dóttur, starfsmann Svæðis- skrifstofunnar, sem hefur hugsað fyrir öllu, smáu og stóru, sem snertir þessa breyt- ingu á lífi Halldóru. Breyt- ingin er vissulega ótrúleg og hún er fyrst og fremst verk þeirra Laufeyjar og Ingibjarg- ar. En breytingin er ekki aðeins á ytra formi hins daglega lífs þessarar ungu konu, heldur einnig og miklu frekar á líðan hennar. Um það eru foreldrar hennar væntanlega vel dóm- bærir. Hér verður annars vegar rætt lítillega við þær Laufeyju og Ingibjörgu og fjallað um forsendur þess sem þær hafa verið að gera, en einkum við foreldra Halldóru, sem lýsa lífi hennar og Iíðan og þeim breytingum sem orðið hafa á því ári sem liðið er. Tímarnir og viðhorfin breytast í þessum efnum eins og öðrum. Nú eru sambýli ekki lengur reist utan við byggðir annars fólks eins og gert var til skamms tíma. Nú er lögð áhersla á að þroska- heftir búi innan um annað fólk og þau sjálfsögðu mannrétt- indi þeirra að eiga aðgang að sömu þjónustu og sama mannlífi og aðrir. Einingarnar minnka og færri eru í hverju sambýli. Þessi tilraun og árangur hennar munu hafa sín áhrif. Þessari tilraun eins og flestum öðrum fylgja bæði kostir og gallar. Kostirnir fyrir Halldóru eru fyrst og fremst þeir, að henni líður miklu betur. Starfs- fólkið virðist hafa ríkari áby rgðarti 1 fmn i ngu og haldast lengur við en algengast er í sambýli einsog Bræðratungu, þar sem Halldóra bjó áður. Tengslin við foreldrana og fjölskylduna hafa aukist. Það er talsverður munur á því að heimsækja barnið sitt eða ætt- ingja á einkaheimili eða á stórt sambýli, þar sem einkarýmið er takmarkað og sífelld mannaskipti. Á meðal ókosta kann að vera, að viðkomandi bindist starfsfólkinu um of og við- brigðin við mannaskipti verði því meiri. Einnig getur verið hætta á því að starfsmenn ein- angrist. Það er erfítt að vera sífellt einn að vinna, auk þess sem hér er í rauninni ekki um vinnustað að ræða í venjuleg- um skilningi, heldur einka- heimili einnar manneskju. Starfsfólkið getur ekki haft sína hentisemi með sama hætti og á öðrum vinnustöð- um, heldur þarf t.d. að leggja sigístofunniánóttunni. Hall- dórageturekki veriðein. Hún þarf ákveðna stýringu og ekki eru neinar væntingar um að hún geti verið alein einhvern hluta sólarhringsins. Reynsluverkefni Laufey Jónsdóttir: „Svæð- isskrifstofan ákvað að bjóða einni þroskaheftri konu að flytjast í eigin íbúð niðri í bæ. Þetta var reynsluverkefni hjá okkur og hefur gefist svo vel, að það gæti vel orðið fordæmi á öðrum stöðum. Hér á svæð- inu er ekkert annað hefðbund- ið úrræði en sambýlið í Bræðratungu en við ákváðum að prófa að bjóða henni að flytja í venjulegablokk íbæn- um þar sem margir búa. Þessi tilraun gaf svo góða raun, að við ákváðum að halda þessu áfram eftir að sex mánaða reynslutími var liðinn. Eg tel að við séum á réttri leið. Það er manneskja í íbúðinni hjá Halldóru allan sólarhringinn og þannig er þetta reyndar skilgreint sem sambýli, þó að hér sé um hennar eigin íbúð að ræða. En með örorkubótum sínum borgar hún sjálf húsa- leiguna og annan kostnað sem til fellur og rekur heimili sitt eins og hver annar samfélags- þegn.“ Ingibjörg Sólveig Guð- mundsdóttir: „Sú breyting sem við sjáum helsta er hin félagslega. Nú er Halldóra í miklu meiri tengslum við samfélagið en áður. Ákveðin einangrun felst í því að vera á sambýli eins og Bræðratungu, þar sem allt er bundið við bíl- ferðir í bæinn á ákveðnum tímum. Nú er Halldóra orðin virk í samfélaginu á ísafírði og bæjarbúar hafa tekið henni mjög vel. Einnig hafa tengsl hennar við foreldrana orðið styrkari og þeir eru orðnir virkari þátttakendur í lífi henn- ar. Þetta eru þær breytingar sem skipta mestu fyrir Hall- dóru sjálfa. Nú labbarhún út í bæ hvenær sem henni dettur í hug, fer á kaffíhús og hittir fólk eða fer að versla, án þess að vera bundin við sérstakar ferðir í bæinn.“ Laufey: „Svipað væri reyndar ef hún væri á venju- legu sambýli hér í sjálfum bænum með nokkrum öðrum fötluðum einstaklingum. Þá væri hún bundin ákveðnu skipulagi og gæti ekki farið út eða gert það sem hana lang- aði til hvenær sem henni hent- aði. Við erum einfaldlega að reyna að gefa henni kost á að lifaeinseðlileguoginnihalds- ríku lífi og við hin gerum.“ Frelsi til að velja Ingibjörg: „Við erum að reyna að færa hana inn í dag- legt líf með öllu því amstri sem því fylgir. Við eigum að gefa fötluðu fólki frelsi til að velja, rétt eins og öðrum.“ Laufey: „Bæjaryfírvöld hér hafa komið mjög vel til móts við okkur í þessu verkefni, bæði við að útvega húsnæðið, varðandi ferðaþjónustu fyrir Halldóru til og frá vinnu og síðan greiðir bærinn hálft stöðugildi við liðveislu. Ég hygg að Isafjarðarbær standi mun framar í margvíslegri þjónustu við fatlaða en ýmis önnursveitarfélög. Bæjaryfir- völd hafa hreinlega staðið sig alveg frábærlega vel í þessum efnum.“ Ingibjörg tekur undir þetta og nefnir ekki síst ein- staklega góð samskipti við húsnæðisfulltrúa bæjarins, sem hafi verið allur af vilja gerður til að leysa úr hverju máli. í dag er sambýli algengasta búsetuform fyrir fullorðinn fatlaðan einstakling. Með sambýli er átt við að íbúarnir reki heimilið sjálfur. Venju- lega búa þar 4-5 einstaklingar og jafnvel fíeiri og síðan eru 2-3 starfsmenn. Þetta er gjör- breytt frá því sem var fyrrum. Þar sem fólk bjó áður saman á stórum deildum var fötlun fólksins eins misjöfn og það var margt. Þannig mætti telja að sambýli væri óskastaða fyr- ir hinn fatlaða. En alls ekki er víst að svo sé. Hvað gerist ef fólk á sambýli á ekki skap saman? Vegna þess að við- komandi er mjög fatlaður, þá á hann ekki kost á því að velja. Oft á fólk sem býr á sambýli ekkert annað sameiginlegt en að verafatlað. Þarbúanokkrar manneskjur sem þekkjast ekkert og eru jafnvel engir vinir. Sambýlingarnir eiga fjölskyldur sem hitt heimilis- fólkið þekkir enn síður. Stóru heimili fylgir umgangur sem kallar á mikil þrif og fólk er á þönum við dagsverkin. Ef síminn hringirereinhverann- ar strax búinn að svara. Þegar horft er á sjónvarpið og skiptir einhver annar um stöð. Þegar á að fara í sturtu eru þrír sem ætla á undan. Aðrir ákveða hvað er í matinn. Hver vill búa við þær að- stæður sem hér er lýst? Lífið orðið innihaldsríkara Laufey: „Vissulega var mjög vel hugsað um Halldóru 8 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.