Bæjarins besta - 19.01.2000, Qupperneq 6
í0 Lánatrygginga-
tsjóöur kvenna
auglýsir eftir
umsóknum
Meginmarkmið Lánatryggingasjóðs kvenna
er að styðja konur tii nýsköpunar í atvinnulífi
með því að veita ábyrgðir á allt að helmingi
lána sem þær taka hjá lánastofnun til að
fjármagna tiltekið verkefni. Ábyrgðin er veitt
á grundvelli mats á arðsemi viðskiptahug-
myndarinnar.
Úthlutun úrsjóðnum ertvisvará ári, ífebr-
úar og júlí.
Lánatryggingasjóður kvenna er tilrauna-
verkefni til þriggja ára. Að verkefninu standa
féiagsmáiaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og
Reykjavíkurborg. Vinnumáiastofnun mun
annast umsýslu sjóðsins.
Skilyrði fyrir ábyrgðarveitingu eru m.a.
eftirfarandi:
- að verkefnið sé íeigu kvenna og stjórnað
af konum.
- að ábyrgð sé verkefnatengd, þ.e. ábyrgðir
eru veittarvegna ákveðinna nýsköpunarverk-
efna, en ekki eru veittar ábyrgðir vegna t.d.
rekstrarlána til starfandi fýrirtækja.
- að verkefnið sé á byrjunarstigi.
- að minnsta lán sé 1,0 Mkr. og minnsta
lánatrygging 0,5 Mkr.
Ekki erum að ræða sérstök umsóknareyðu-
blöð, en umsókn skulu fýlgja:
Framkvæmda- ogfjárhagsáætlun fyrirverk-
efnið.
Ársreikningar og skattaskýrsla sl. tveggja
ára.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Vinnu-
málastofnun ogáskrifstofu Byggðastofnunar.
Umsóknarfrestur um iánatryggingu er til
25. febrúar2000 ogberað skila umsóknum
til Vinnumálastofnunar, Hafnarhúsi við
Tryggvagötu eða til Byggðastofnunarí Reykja-
vík.
Lánatryggingasjóður kvenna, Byggða-
stofnun, Kristján Þór Guðfinnsson,
Engjateigur 3, 105 Reykjavík,
sími 560 5400, bréfsími 560 5499,
netfang: kristjan@bygg.is
Lánatryggingasjóður kvenna, Vinnumála-
stofnun, Margrét Kr. Gunnarsdóttir, Hafn-
arhúsið, Tryggvagötu, 101 Reykjavík, sími
511 2500, bréfsími 511 2529, netfang:
margret.gunnarsdottir@vmst. stjr. is
Til sölu er Toyota Hiace, 4x4, árg. 1990,
sendibíll með mæli og farsíma.
Upplýsingar og sala hjá Bílatanga hf. sími
456 3800.
Skipaafgreiðsla Gunnars Jónssonar.
r
Utivistarreglum dreift til heimila á norðanverðum Vestíjörðum
Lögreglan með sérstaka
útivistarvakt uiii lielgina
Um þessar mundir er verið
að senda segulmottur með úti-
vistarreglum inn á hvert heirn-
ili á norðanverðum Vestfjörð-
urn, þar sem eru eitt eða fleiri
börn á grunnskólaaldri. Að
þessu átaki standa samtök um
vímuvarnir á norðanverðum
Vestfjörðum (Vá-Vest) með
góðum stuðningi þriggja fyrir-
tækja, en það eru 3XStál, Is-
landsbanki og Flytjandi.
Segulmottur þessar eru sett-
ar á ísskápa eða aðra áberandi
staði og á þeim eru útivistar-
reglurnar settar fram á einfald-
an og skýran hátt. Markmiðið
er að styðja og hvetja foreldra
til að virðareglur um útivistar-
tíma og framfylgja þeim.
„I tengslum við þetta fram-
tak ætlar lögreglan núna um
helgina að hafa sérstaka vakt,
sem mun eingöngu sinna úti-
vist barna og unglinga“, sagði
Önundur Jónsson, yfirlög-
regluþjónn á Isafírði í samtali
við blaðið. „Tveir lögreglu-
þjónar rnunu þá fara um allt
lögsagnarumdæmið og ýta
við krökkum sem kunna að
vera úti. Eg vona reyndar að
þeir sjái ekki neitt athugavert.
Síðan er ætlunin að fylgja
þessu eftir, enda hefur það
ótvírætt sýnt sig hjá okkur, að
sú regla að halda börnunum
inni á tilgreindum tímum hef-
ur leitt til þess að ýrnis vand-
ræðamál hafa að heita má dott-
ið upp fyrir. Þau börn og ungl-
ingar, sem eru á þvælingi úti á
Forsvarsmenn VA VEST ásamt forráðamönnum fyrirtœkjanna þriggja sem leggja fram
fjárstuðning við gerð og dreifingu á útivistarreglunum. Frá vinstri: Hlynur Snorrason
verkefnisstjóri, Jóhann Jónasson (3XStál), Kristinn Ebenesersson (Flytjandi), Halldór
Margeirsson (Islandsbanki) og Helga Dóra Kristjánsdóttir, formaður VA VEST.
kvöldin og nóttunni og við
erum að hafa afskipti af aftur
og aftur, eru einmitt þau sem
eru að lenda í einhverju mis-
jöfnu, og það misjafnlegamis-
jöfnu.
Það er börnunum okkar fyr-
ir bestu að farið sé eftir þess-
um reglum, jafnvel þó að einn
háttvirtur alþingismaður hafi
látið sér það um munn fara,
að honum fínnist þetta asnaleg
lög og að hann ætli ekki að
fara el'tir þeim. Við höfurn hins
vegar ekki látið deigan síga.
Foreldrarnirhafakomiðtil liðs
við okkur í ríkum rnæli, skóla-
yfirvöld og félagsmálayfir-
völd hafa verið rnjög virk og
nteð þessu samstillta átaki
hefur mun betri regla komist
á. Það sýnir sig að þetta er
það besta sem við gerunt fyrir
börnin okkar“, sagði Önund-
ur.
„Það hefur ekki borið mikið
á því hjá okkur að útivistar-
reglur séu ekki virtar“, sagði
Jón Bjarni Geirsson, lögreglu-
varðstjóri í Bolungarvík,
„enda höfum við reynt að
sinna þessu vel. I framhaldi
af þessu átaki munum við þó
leggja enn meiri áherslu á
þessar reglur, enda er það
stefna ríkislögreglustjóra að
embættin sinni þessu af kost-
gæfni.“
Amar G. Hinriksson hdl.
Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243
F asteigna viðskipti
Eftirtaldar eignir eru einungis sýnishorn úr söiu-
skrá okkar, leytið nánari upplýsinga á skrifstofu.
Grundargata 2: Rúml. 60 fm 2ja
herb. íbúð á I. hæð.
Verð kr. 3.800.000.- Laus.
Hlíðarvegur 16: Lítil 3ja herb. íbúð
á 2. hæð í tvíbýlishúsi. Verð kr.
3.800.000,- Laus þ. 1/1 I nk.
Hafnarstræti 6: 5-6 herb. íbúð á 2.
og 3. hæð. Getur verið laus strax.
Verð kr. 6.800.000,-
Hlíðarvegur 14: Einbýlishús -
kjallari, hæð og óinnréttað ris.
Grunnflötur ca. 90m2. Húsið er
nýuppgert að mestu.
Verð: 10.400.000,-
Heiðarbraut 12: Rúmlega 220m2
tvílyft einbýlishús ásamt bílskúr. Geta
verið tvær íbúðir. Laust fljótl. Verð
kr. I 1.500.000,- Skipti á minni eign
koma til greina.
Mánagata 6: Efri hæð I55m2 5-6
herbergja. Laus fljótlega.
Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á 3.
hæð. Verð: 3.600.000,-
Smiðjugata I I a, rúmlega 150 fm
einbýlishús, tvær hæðir, ris og kjallari
ásamt litlum bílskúr.
Stórholt II: 3ja herbergja íbúð á
3. hæð fyrir miðju. Laus.
Verð: 4.300.000,-
Aðalstræti 13: Allt húsið. Efri hæðinni fylgir tvöfaldur bílskúr. Selst í tvennu
lagi.
Seljalandsvegur 22: Rúmlega I 30 m2 einbýlishús, nýstandsett
að utan og innan. Verð tilboð.
Stórholt 13:4ra herb. íbúð á 2. hæð
ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign
eða jafnvel bíl komatil greina. Ibúðin
er laus. Verð kr. 7.800.000
Strandgata 5: Hnífsdal, 2ja herb.
íbúð 65 m2 á 2. hæð í sambýlishúsi.
íbúðin er laus. Verð kr. 1.000.000
BOLUNGARVIK
Hafnargata 7: Efri hæð í
tvíbýlishúsi.
Verð: 2.800.000,-
Höfðastígur 6: Rúmlega 170m2 íbúð
á efri hæð og séríbúð í kjallara. Selst
sitt í hvoru lagi.
Þuríðarbraut 9: Rúmlega 120m2
einbýlishús úr timbri ásamt mjög
stórum bílskúr (hátt til lofts). Húsið
getur verið laust fljótlega. Hagstæð
greiðslukjör - engin útborgun. Skipti
á ódýrari eign koma til greina.
Búðarkantur 2: Rúmlega 200m2
stálgrindarhús.
Holtabrún 5: Ca. I40m2 ein-
býlishús ásamt bílskúr.
Stigahlíð 2 og 4: 2ja og 3ja herb.
íbúðir. Verð: 1,5 til 3 milljónir.
Traðarland 10: Einbýlishús ásamt
bílskúr. Verð: 7,2 milljónir.
Vitastígur 9: 2 x 75m2 parhús.
Nýuppgert og mjög vandað.
Völusteinsstræti 28: 150m2
einbýlishús á tveimur hæðum ásamt
bílskúr. Verð: 7.000.000,-
Völusteinsstræti 3: Einbýlishús
Sætún 6: Raðhús. Laust.
Hjallavegur II: Einbýlishús, 160-
170m2, illa farið. Verð kr. 2 millj., allt
áhvílandi.
Hjallavegur 7: Húsið er 176 fm. Á
jarðhæð er séríbúð ca 60 fm. Selst í
einu lagi. Húsið er laust.
Fjarðargata 34af rúmlega 100 fm
parhús. Húsið er laust. Verð kr.
1.700.000.
BÍLDUDALUR:
Dalbraut 12, I I 3 fm einbýlishús.
Laust. Verð kr. 4.800.000.
6
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000