Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Síða 5

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Síða 5
 Ragnheriður Sverrrisdóttrir, djáknri: Alnaemi úr f Jarlaegð, alnaemí í nálaeað Nokkrar hugleriðringar eftrir herimsókn Lars-Olof Juhlrin og námstefnuna „Alnæmri og andlegur stuðnringuréé egar ég sit og skrifa þessa grein á ég að baki mjög viðburðaríka viku. Undirbún- ingur hennar stóð yfir í nokkurn tíma og nú er hún liðin og ég velti fyrir mér hverju hún hafi breytt. I þessari viku kom í heimsókn sænskur prestur sem starfar sem alnæmisráðgjafi. Hann hefur miðlað okkur af reynslu sinni og nú stöndum við frammi fyrir því hvernig við ætlum að vinna úr öllu því sem við lærðum. Fyrst langar mig að reyna að gera mér grein fyrir því hvað ég sjálf hef lært á þessum tíma og deila því með þér sem þetta lest. Sjúkdómurinn alnæmi og stað- reyndir um hann voru kynntar og það var gott að fá innsýn í framfarir á meðhöndl- un hans. En það sem er þó erfiðast í mörgum tilvikum eru fordómar gagnvart þeim sem er haldinn alnæmi eða HIV jákvæður. Sú hlið sjúkdómins er á marg- an hátt mun flóknari og erfiðari en ég hafði gert mér grein fyrir áður. Sjálf hef ég reynt að horfast í augu við fordóma mína og skoða hug minn til að sjá við hvað ég sé hrædd þegar alnæmi ber á góma. Hvemig er hægt að losna við hræðslu við eitthvað? Jú, með því að nálgast það með hjálp annarra sem betur þekkja til og vilja leiðbeina manni. Þannig finnst mér ég hafa fengið stuðn- ing við að kynnast þeim erfiðleikum sem mæta HlV-jákvæðum og alnæmissjúk- um. Það sem hefur verið mjög dýrmætt er að hafa kynnst fólki sem berst fyrir auknum skilningi á aðstöðu þessa fólks. En það er hefur haft mest gildi er að fá að kynnast þeim sem sjálfir eru veikir. Þetta er ekki lengur eitthvert fólk út í bæ heldur fólk sem ég hef hitt og tekið í höndina á og átt góðar stundir með. Ég held að þessi nánd, þessi kynni hafi orkað sterkast á mig. Eitthvað sem er fjarlægt þér geturðu haft ýmsar skoðanir á en þegar þú kemst í návígi og horfist í augu við lifandi mannveru og sérð að fordómar þínir eru á bak og burt geturðu glaðst yfir því að hafa fengið tækifæri til þessara kynna. En hvert verður framhaldið eftir þessa viku? Ég finn miklar væntingar um aukið samstarf við kirkjuna, meðal annars kom fram hugmynd um að mynda óformlegan hóp til umræðna um hvert framhaldið skyldi vera. Það er gott mál. Einn úr trúarhópi homma og lesbía benti réttilega á að hópurinn ætti ekki að tala svo mikið heldur væri mest þörf á að hlusta hvert á annað. Kirkjan hlustaði á óskir samkynhneigðra, HlV-jákvæðra, alnæmissjúkra og aðstandenda og öfugt. Eitt af því sem talaði sterkt til mín var kynning á kyrrðar og uppbyggingardög- um þar sem þemað var lífskraftur. Þar er lögð áhersla á að hugsa um þann lífskraft sem er til staðar þrátt fyrir sjúkdóminn. Ég sé fyrir mér hvernig við gætum verið í Skálholti og teigað enn meiri lífskraft þar og séð Krist koma til okkar í mynd- inni á kórveggnum í kirkjunni, réttandi til okkar hægri hönd sína í mildi og kær- leika. Ragnheiður Sverrisdóttir starfar sem fræðslufulltrúi á Frœðslu-og þjón- ustudeild kirkjunnar. Hún var vígð til djákna 1981 og hefur starfað í söfn- uðum í Uppsölum og Reykjavík. Félagsráðgjafri HlV-smritadra og aðstandenda Petrína Ásgeirsdóttir, félagsráðgjafi, er til viðtals á Borgarspítalanum. Áþriðjudögum kl. 13-15 er hún með viðtalstíma hjá Alnæmissamtökunum á Islandi. Hún tekur þátt í fræðslu á námsstefnum um alnæmi. Einnig hefur hún verið með námskeið um alnæmi fyrir aðstandendur. 5

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.