Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Blaðsíða 6

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Blaðsíða 6
* Haraldur Brriem, Landlæknrisembættrinu, ásamt samstarfshópri frá Borgarspitala: HlV-sýking eg alnæmri á íslandri Inngangur. Alnæmi greindist fyrst í Bandaríkjunum árið 1981. Enda þótt sjúkdómurinn hafi síðan náð að breiðast út um alla heimsbyggðina er þessi farald- ur enn á byrjunarskeiði. Orsök sjúk- dómsins er hæggeng veirusýking af völdum retróveiru (human immunodefi- ciency virus, HIV), hér nefnd alnæm- isveira. Meðgöngutími sjúkdómsins er langur eða 10 ár að meðaltali frá smitun til alnæmis. Lífslíkur alnæmissjúklinga hafa á hinn bóginn lengst af verið afar litlar. Á íslandi greindist fyrsti sjúkling- urinn með alnæmi árið 1985 og elstu blóðsýnin sem fundist hafa hér á landi með mótefni gegn alnæmisveiru eru frá árinu 1983. Skilgreining og aðferð. Upphaflega var alnæmi (aquired immunodeficiency syndrome) klínisk skilgreining byggð á heilkenni ýmissa fylgisýkinga og ill- kynja sjúdóma sem tengjast áunninni ónæmisbælingu. Á Islandi er stuðst við skilgreiningu European Centre for Monitoring of AIDS. Við greiningu al- næmissmits er stuðst við mótefnamæl- ingu gegn alnæmisveiru með ELISA (enzyme linked immunosorbent assay) skimprófum og Western blot staðfesting- arprófum. Tilkynning um smitaða ein- staklinga og þá sem greinst hafa með alnæmi er send Landlæknisembættinu með nafnleynd samkvæmt lögum um kynsjúkdóma. Niðurstöður. Miðað við 15. nóvem- ber 1995 höfðu greinst 81 karl og 16 konur með smit af völdum alnæmisveiru. Af þeim höfðu 33 karlar og 5 konur greinst með alnæmi. Flestir alnæmis- smitaðra vorur á aldrinum 20-29 ára (44%) og flestir þeirra sem hafa greinst með alnæmi eru á aldrinum 30-39 ára (40%). Af þeim 38 sem greinst hafameð alnæmi hafa 29 látist á tímabilinu (76%). Lífslíkur þeirra sem greinast með alnæmi eru um 50% eftir 2 ár en um 20% eftir 4 ár. Flestir sem greinst hafa með alnæmis- smit eru hommar og tvíkynhneigðir karl- ar (64%) en hlutfallslegur fjöldi þeirra sem taldir eru hafa smitast af kynmökum gagnkynhneigðra hefur aukist á tímabil- inu í 17,5%. Hermilíkan af alnæmisfar- aldrinum bendir til þess að nýsmit af völdum HIV hafi náð hámarki á árunum 1982-1984. Samantekt. Utbreiðsla alnæmis er ekki eins hröð á Islandi og mörgum öðrum löndum. Nýgengi sjúkdómsins hefur haldist nokkuð stöðugt undan- farinn áratug. Helstu breytingar sem merkja má eru vaxandi hlutur gagn- kynhneigðra og minnkandi hlutur hornma í nýsmiti. Þá hefur fjöldi þeirra sem látist hafa vegna alnæmis vaxið hraðar en fjöldi nýgreindra með alnæmi sem er óbein vísbending um að farið hafa að draga úr útbreiðslu HlV-sýkingar á tímabilinu. Reiknilíkön styðja þá niður- stöðu. Alnæmi er þó landlægur sjúkdóm- ur hér á landi sem gæti breiðst hratt út ef slakað er á forvömum. Lífslrkur alnæm- issjúklinga em betri á Islandi en víða annars staðar sem kann að stafa af því að sjúkdómurinn greinist snemma hér á landi og aðgengi að heilbrigðisþjónust- unni er gott. Nýleg þekking bendir til þess að kröftug lyfjameðferð snemma í sjúkdómsgangi og samsett lyfjameðferð í viðvarandi sjúkdómi geti haldið HIV- sýkingu í skefjum. Það er því mikilvægt að greina sjúkdóminn snemma og lyfta þeim leyndarhjúp sem á sjúkdómnum hvílir. Minningar- hort Minningarkort eru til sölu á skrif- stofu, lágmarksverð er 500 kr. og rennur innkoma kortanna í sérstakan minningarsjóð sem notaður er til uppbygginar athvarfsins. Hægt er að panta kortin í síma alla virka daga kl. 12-17. 6

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.