Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Síða 15

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Síða 15
Hólmfríður Gunnarsdóttir og Lars-Olof Juhlin Lars-Olof sagði að hann hefði reynslu fyrir því þegar hann fylgdist með nem- endum í sálgæslu að afstaða til kynlífs væru oft Þrádnar í Götu. Hafa skyldi í huga að það að virða væri ekki það sama og að fallast á. Hlutverk sálusorgarans væri ekki að vera með siðferðis- prédikanir heldur að leysa úr viðjum og miðla fyrirgefningu og náð. Það sem menn læra af því að kynnast berskjöldun, þjáningu og dauða er að eina leiðin til að ná til berskjaldaðs manns er að þora að verða berskjaldaður sjálfur. Að gefa sig út í það leiðir til kvalafullra tilfinninga, vanmáttar og hjálparleysis. Það leiðir til þess að menn fá hrukkur í andlitið en kannski þrosk- aðra sálarlíf. Sársaukafyllsta uppgötvunin hjá þeim sem smitast er að það er ekki hægt að beita venjulegum varnarháttum til að halda dauðanum í fjarlægð. „Dauðinn æðir nakinn í áttina til mín.“ Þar sem sjúkdómurinn tengist kynlífi og ekki hvað síst samkynhneigð burðast fólk oft með þá tilfinningu að það fyrirverður sig og finnur til sektarkenndar. í ritningunni segir, að sannleikurinn muni gjöra yður frjálsa. En þeir sem hafa smitast af hiv- veirunni hljóta að velta því fyrir sér hvort svo sé. Spurningin er hvort menn fá þann skilning sem þeir þurfa þegar þar er komið. Hvers vegna hjálpum við þá ekki fólki til að lifa við sannleikann? Hver hefur klæði til að skýla nekt sálarinnar? Hræðslan er fylgifiskur sjúkdómsins. Hræðslan við að eiga þetta skilið vegna þess hvemig lífinu var lifað, hræðslan við að verða brennnimerktur, hræðslan við að skaða aðra í samlífi, hræðsla við hvernig umhverfið bregst við. Það verður að vinna gegn fordómum og hræðslu með stöðugri fræðslu. Afstaða kirkjunnar varðandi kynlíf getur ekki samkvæmt kristnum viðhorf- um verið að leggja til að fólk forðist kær- leika og kynlíf heldur hlýtur þvert á móti að miða að því að hjálpa fólki til að öðlast dýpri kærleika, stunda ábyrgðar- fullt kynlíf og eins hættulaust kynlíf og kostur er. Þetta er ögrun fyrir kirkjuna, ögmn, sem er jafn spennandi og hún er áríðandi. Ef við tökum þessari ögrun erum við í takt við tímann og mætum fólki í hversdagslífi þess og raunveru- leika. Kærleikurinn á erfitt uppdráttar þar sem hræðslan er til staðar. Hræðslan er ekki hættulaus. Þegar hræðslan við hiv- smit verður til dæmis svo mikil að fólk þorir ekki almennilega lengur að vera nærri fólki, þorir ekki að mynda til- finningatengsl við aðra, þorir ekki að lifa kynlífi, verður hræðslan næstum verri skaðvaldur en smitið og sjúkdómurinn. Ef þjóðfélagið sjálft setur þessa hræðslu í kerfi verður þjóðfélagið ómanneskju- legt. Það versta sem getur gerst er ef heil kynslóð verður hrædd við kærleikann. Jákvæði hópurinn Sjálfstyrktarhópur HlV-smitaðra er starfandi innan vébanda Al- næmissamtakanna. Markmið hans eru: • að gefa HlV-jákvæðu fólki tækifæri til að hittast á eigin for- sendum í öruggu umhverfi. • að gefa félögunum tækifæri til að taka afstöðu til eigin að- stæðna með félagslegu sam- neyti og þátttöku í ýmsum vinnuhópum. • að taka þátt í því að bæta aðstæður HlV-jákvæðra al- mennt, jafn félagslega, heilsu- farslega og pólitískt. • að taka þátt í því að breiða út raunhæfar upplýsingar um HIV- smit og alnæmi, svo og hagi HlV-jákvæðra. Hvað gerist í Jákvæða hópnum ? Félagarnir standa sjálfir fyrir öllu starfi í hópnum og því fer starfsemin eftir þörfum þeirra, orku og tíma. Forgöngumenn um stofnun hans voru HlV-jákvæðir sem sótt höfðu ráðstefnur jákvæðra í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Hvernig nær maður sambandi við Jákvæða hópinn ? Viljir þú gerast félagi eða fræðast meira um Jákvæða hópinn getur þú hringt á skrifstofu Alnæmissamtakanna á íslandi í síma 552-8586 milli kl. 12 og 17 alla virka daga og fengið nánari upplýsingar. Þá verður þér vísað á tengilið Jákvæða hópsins. Fyllsta trúnaðar er gætt í hvívetna. Félagar í Jákvæða-hópnum hafa verið með fræðsluerindi um allt land. Frekari upplýsingar fást á skrif- stofu. 15

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.