Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Qupperneq 17
leiddi í ljós að þær HlV-jákvæðu höfðu
að meðaltali átt sér 9 rekkjunauta en
HlV-neikvæðar 16. Hún fellur þess
vegna um sjálfa sig, kenningin um að við
sem höfum smitast af HlV-veirunni
séum fjöllyndari í ástum en aðrar
konur.“
Helgin sem breytti
svo mörgu
- Þegar þú lítur til baka, hvað fannst
þér best og mikilvægast við þessa hvíta-
sunnudaga í Noregi?
„Auðvitað skipti mestu máli að fá
tækifæri til að hitta þessar stúlkur og
heyra sögu þeirra. A Islandi þekkja fáar
HlV-jákvæðar konur hver aðra. Við
tókum allar þátt í umræðu- og vinnu-
hópum og ég valdi meðal annars hóp
sem velti upp spurningum og van-
damálum í sambandi við það að segja
öðrum frá því hvernig komið væri.
Þegar ég fór til Noregs í vor hafði ég
sagt systkinum mínum frá því að ég væri
HlV-jákvæð, en ekki öðrum sem eru mér
nánir. En þessi helgi breytti svo mörgu.
Mamma er dáin en ég á föður á lífi og
fjórum mánuðum eftir ráðstefnuna í
Noregi herti ég upp hugann og sagði
pabba frá því að ég væri HlV-jákvæð.
Það gekk vonum framar og mér leið svo
miklu betur á eftir. Allt þetta varð svo til
þess að ég leitaði á vettvang
Alnæmissamtakanna og fór síðan að
starfa með Jákvæða hópnum. Maður má
ekki lokast inni með sinni reynslu og
sínu sérstaka hlutskipti - við verðum að
brjóta ísinn og leita til þeirra sem eru að
kljást við sömu erfiðleika og sömu
reynslu."
-Þ
Upplýsringar
Alnæmissamtökin reka upplýsingamiðstöð fyrir al-
menning og athvarf fyrir smitaða og sjúka og aðstandend-
ur þeirra. Upplýsingar fást á skrifstofu.
Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 12-17.
Síminn er 552-8586 faxnúmer 552-0582.
Netfang Aids@Centrum.is
Fréttabréf
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á íslandi hefur komið út
allt að 4 sinnum á ári og er dreift til félagsmanna, í skóla,
félagsmiðstöðvar, heilsugæslustöðvar og víðar.
Núna kemur það út í breyttu broti og fleiri eintökum og
verður dreifing meiri í samræmi við það.
FJármál
Alnæmissamtökin hafa engan fastan tekjustofn nema
félagsgjöld en hafa notið stuðnings frá Rauða krossi
íslands, Öryrkjabandalagi íslands, ríkinu og Reykja-
víkurborg. Einnig hafa félaginum borisl frjáls framlög
sem skipt hafa sköpum við rekstur þess.
Einstaklingar sem eru HlV-smitaðir eða með alnæmi
geta sótt um fjárstuðning til félagsins. Styrkir eru ekki
veittir til þeirra hluta sem opinberir aðilar eiga að annast.
Mrinnringarguðsþjónusta
Alnæmissamtökin hafa árlega staðið að minningar-
guðsþjónustu um þá sem látist hafa úr alnæmi. Er hún
haldin síðasta sunnudag í maí og er útvarpað á Rás 1.
17