Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Blaðsíða 18
HlV-jjákvæðír á ráðstcfnu í Noregí:
Nord-AII 1995
/
Ahverju hausti hittast HIV-
jákvæðir á Norðurlöndum á
sameiginlegri ráðstefnu og
það hafa þeir gert í sjö ár.
Þar hafa 100-200 manns
skipst á skoðunum, miðlað reynslu sinni,
stillt saman krafta sína í helstu baráttu-
málum og gert sér glaðan dag. Og þenn-
an vettvang sinn kalla þau Nord-All.
Ingi Rafn Hauksson var einn af átta þátt-
takendum frá íslandi sem hittist á Nord-
All í ár, dagana 28. september til 1.
október, og hann segir hér frá ráðstefn-
unni.
„Hópurinn hittist í Fagernes sem er
smábær norðan við Osló, en þangað er
þriggja tíma akstur úr höfuðborginni. Og
við vorum tuttugu sem komum þangað
fimmtudaginn 28. september til þess að
hefja fundarhöldin. Síðar áttu svo fleiri
eftir að bætast í hópinn. En Nord-All er
í rauninni tvískipt ráðstefna. Fyrstu tvo
dagana er þingað um þau pólitísku og
félagslegu málefni sem tengjast HIV-
jákvæðum á Norðurlöndum og þar áttu
fimm Norðurlönd fjóra fulltrúa hvert, en
ennþá hafa hvorki Færeyjar né Grænland
tekið þátt í starfi okkar. Síðari dagana
þrjá komu svo 180 manns til Fagernes og
þá breyttust áherslumar. Þá skipumst við
í litla umræðu- og vinnuhópa eða „work-
shops“ sem tókust á við ólfk málefni,
bæði auðveld mál og erfið sem tengjast
stöðu okkar sem lifum lífinu með HIV-
veiruna í líkamanum.“
Hetitar umræður um
séttvarnarlög
- Pólitísk og félagsleg baráttumál HIV-
jákvæðra, þar er líklega af mörgu að
taka?
„Já, í rauninni era málin fleiri og
stærri en svo að við getum komist yfir
allt á tveimur dögum. En fulltrúar hverr-
ar þjóðar bera upp þau málefni sem þeim
þykir brýnust og það auðveldar okkur
vinnuna að sum þeirra höfum við rætt
nokkram sinnum áður og erum þess
vegna ekki lengur á byrjunarreit.
Fundarhöldin felast að talsverðu leyti í
því að halda mikilvægum málefnum til
streitu.
Heitustu umræðumar síðastliðin þrjú
ár hafa snúist um sóttvarnarlög á
Norðurlöndum sem hafa skert persónu-
frelsi okkar á mjög alvarlegan hátt. Þar
sem þau hafa tekið gildi er löglegt að
hneppa HlV-jákvæða í stofufangelsi fyrir
meintan skort á ábyrgð og í Svíþjóð og
Finnlandi hefur slíkum lögum þegar
verið beitt þrátt fyrir áköf mótmæli
þeirra sem neita að trúa því að fangelsi
veiti þegnunum vöm gegn alnæmi. Sótt-
vamarlög gagnvart HlV-jákvæðum gera
að okkar viti ekkert annað en að veita
almenningi falska öryggistilfinningu.
Þetta mál brennur líka heitt á okkur hér á
íslandi því fyrir alþingi liggur núna
framvarp til sóttvamarlaga sem veitir
yfirvöldum rétt til að takmarka frelsi
HlV-jákvæðra einstaklinga.
Of margir smohhar í
farangrinum
Síðan vöktu Danimir máls á skyldu
málefni, það er að segja frelsinu til að
ferðast. Kannski var það þetta mál á
fundinum sem kom mér mest á óvart.
Mig grunaði ekki að hömlumar á ferða-
frelsi væri svo útbreidd „alnæmisvöm“ í
heiminum sem raun ber vitni. Málið
snýst um það að stjórnvöld fjölmargra
þjóða um allan heim neita HIV-
jákvæðum um landvist ef vitað að þeir
beri veiruna í blóðinu og víða nægir
grunurinn einn til að synja þeim um
dvalarleyfi. I þessu sambandi hugsar
maður kannski fyrst um þjóðir þriðja og
fjórða heimsins, en hér á blaði era líka
Bandaríkin og fjölmargar þjóðir í
Evrópu, til dæmis Belgía, Þýskaland og
Finnland auk flestra þjóða í austurhluta
álfunnar. Erlendir nemendur sem njóta
opinberra styrkja til náms í Finnlandi eru
skyldaðir til að gangast undir HlV-próf
og yfirvöld áskilja sér rétt til að vísa
þeim úr landi ef þeir reynast HIV-
jákvæðir. Þá voru sagðar fáránlegar en
sannar sögur af njósnum um útlendinga
víða um heim þar sem ferðafrelsi okkar
er skert. Dagbækur eru gerðar upptækar
og þýddar, óvenju margir smokkar í
farangrinum kosta strangar yfírheyrslur
og brottvísun úr landi strax við landa-
mæri og þar fram eftir götunum. Það
segir sig sjálft að þær þjóðir sem grípa til
þessara úrræða hljóta að hafa heldur
vonda samvisku í forvamarmálum.“
- En á hvem hátt getur Nord-All
komið mótmælum sínum á framfæri?
„Norðurlöndin njóta nú einu sinni mik-
ils álits á alþjóðavettvangi fyrir framlag
sitt til heilbrigðismála og ekkert er eins
mikilvægt og að neita allri samvinnu við
löndin sem beita HlV-jákvæða valdi á
þann hátt sem hér er lýst. Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur
ákveðið að neita þeim þjóðum, sem
vinna svona gegn okkur, um fjárhagsleg-
an og sérfræðilegan stuðning til að halda
ráðstefnur og fundi um HIV og alnæmi í
viðkomandi löndum þar til hömlum á
ferðafrelsi hefur verið aflétt. Og Nord-
All styður eindregið þessa ákvörðun.
Samtök HlV-jákvæðra á Norðurlöndum
taka heldur ekki þátt í ráðstefnum í þess-
um löndum á meðan við eram misrétti
beitt hvað snertir ferðafrelsi og grófar
persónunjósnir. Svo reynum við með
áskorunum og viðtölum við áhrifamenn í
hverju landi að knýja stjómvöld og sér-
fræðinga um HIV og alnæmi til þess að
gera það sama.“
Annars konar
lækningarleidir
- Hvað með umræðuna um lyf og
margvíslegar leiðir til að styrkja heils-
una? Þessi þáttur hlýtur að vera hápóli-
tískt mál fyrir HlV-jákvætt fólk.
„Já, það má segja að vikið sé að þessu
á hverri einustu ráðstefnu okkar í Nord-
All. Norðmenn hófu umræðuna í þetta
sinn og settu fram drög að kröfum um að
HlV-jákvæðir fengju að velja sér leiðir
þegar lyf og lækningar era annars vegar.
Þó að viðurkennd alnæmislyf séu okkur
ókeypis fáum við lítinn eða engan stuðn-
ing til að að styrkja okkur með nála-