Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Side 22
*
Ályktanir
um stefnumétun í félagsmálum HlV-Jákvædra
samþykktar á ráðstefnu NORD-ALL dagana
18.-19. september 1995
Ályktun nr. I
Skert ferðafrelsi HlV-smitaðra
Þátttakendur á NORD-ALL '95 for-
dæma öll þau lönd sem að einhverju leyti
takmarka ferðafrelsi HlV-smitaðra ein-
staklinga. Samþykkt var einróma að
styðja ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) að styrkja ekki
þessi lönd fjárhagslega né veita þeim
faglegan stuðning til að halda HIV/
AIDS-ráðstefnur.
Alyktun nr. 2
Réttur hinna HlV-jákvæðu til ein-
staklingsbundinnar meðferðar
Unnið út frá þeim rétti manneskjunnar
að fá að ákvarða sitt eigið líf og heilsu og
vera fjárhagslega í stakk búin til þess.
Það þykir sýnt að óhefðbundnar með-
ferðir hafa reynst HlV-smituðum mjög
vel, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og
einnig til að koma jafnvægi á andlega og
líkamlega heilsu.
Krafa NORD-ALL er að stjómvöld á
Norðurlöndum geri hefðbundnum og
„viðurkenndum“ óhefðbundnum með-
ferðum (sbr. nudd, nálastungur, grasa-
lækningar o.s.frv.) jafn hátt undir höfði.
NORD-ALL hvetur til aukinnar
samvinnu milli hefðbundinnar og óhefð-
bundinnar meðferðar. Þeir sem velja
hefðbundnar meðferðir fá kostnað sinn
að mestu greiddan, en þeir sem velja
óhefðbundnar þurfa að standa straum af
öllum kostnaði sjálfir sem í flestum til-
fellum reynist þeim ofviða.
Við krefjumst þess að yfirvöld á
Norðurlöndum veiti þeim sem velja
„viðurkenndar“ óhefðbundnar meðferðir
fjárhagslegan stuðning.
Ályktun nr. 3
Félagsleg réttindi HlV-jákvæðra
HlV-jákvæðir krefjast sama réttar til
lífsskilyrða og öðmm manneskjum er
boðinn og að sjúkdómsferli þeirra og
dauða sé sami sómi sýndur. Sem HIV-
smitaðir krefjumst við sömu réttinda og
aðrir þegnar þjóðfélagsins. Þegar sjúk-
dómurinn er kominn á það stig að við
getum ekki lengur lifað eðlilegu lífi
krefjumst við skjótrar málsmeðferðar í
sambandi við félagsleg réttindi því að
sjúkdómurinn þróast mjög hratt á þessu
stigi. Alltof oft upplifum við að sam-
hliða okkar veikindum sem HlV-jákvæð
þurfum við að kljást við félagslega
einangrun.
Krafa NORD-ALL er:
• Skjótari úthlutun hentugs hús-
næðis.
• Sérþjálfað fagfólk sem veitt getur
ráðgjöf og aðstoð, t.d. í sambandi
við lífeyrisréttindi.
• Að HlV-smitaðir með slök lífeyris-
réttindi fái meiri fjárhagslegan
stuðning þegar þeir verða óvinnu-
færir vegna veikinda.
• Betri kosti en hefðbundin elli- og
umönnunarheimili þar sem margir
alnæmissjúklingar eru ungt fólk og
hafa því aðrar þarfir en margir
umönnunarsjúklingar.
Ályktun nr. 4
Eiturlyfjaneytendur - lyfjagjöf/sár-
saukameðferð
Við krefjumst þess að HlV-jákvæðir
eiturlyfjaneytendur skuli ekki brenni-
merktir vegna eiturlyfjanotkunar/Metad-
onmeðferðar. Við krefjumst þess einnig
að HlV-jákvæðir eiturlyfjaneytendur eigi
rétt á sömu meðferð og aðrir HIV-
jákvæðir og tekið verði tillit til meiri
lyfjaþarfar. A þetta við um hvort heldur
þeir kjósa að dvelja heima, á sjúkrahúsi,
sambýli eða sambærilegu.
Ályktun nr. 5
Misrétti gagnvart HlV-jákvæðu
fólki
I mörg ár hefur Nord-All unnið að því
að hamla á móti ákvæðum í lögum sem
fela í sér misrétti gagnvart HlV-jákvæðu
fólki. Löggjafarsamkomur Norðurlanda
hafa ekki tekið tillit til ályktana Nord-All
þar að lútandi.
Þvert á móti er nú ætlunin í Svíþjóð að
auka á misrétti með því að setja sérstök
lög um HlV-smitun, sem fela í sér í raun
að öll kynmök HlV-smitaðs einstaklings
verða refsiverð.
Tilhneigingar til þess að herða lög að
þessu leyti verður einnig vart annars
staðar á Norðurlöndum og rýrir það enn
réttaröryggi HlV-jákvæðra.
Ef réttarörygginu er varpað fyrir róða
getur það leitt til hreinna galdraréttar-
halda yfir HlV-jákvæðum þar sem litlar
kröfur em gerðar til sönnunar.
Nord-All krefst þess að afnumin verði
gildandi lög sem fela í sér misrétti gagn-
vart hiv-jákvæðum og andmælir sérstakri
lagasetningu sem er fyrirhuguð í Svíþjóð
um HlV-smitun.
Jákvæðí hópurínn
Sjálfstyrktarhópur HlV-smitaðra og fólks með alnæmi, Jákvæði hópurinn, er
sjálfstætt félag sem er starfandi innan vébanda Alnæmissamtakanna.
Upplýsingar um hópinn fást á skrifstofu Alnæmissamtakanna.
Aðstandendahópurínn
Sjálfstyrktarhópur aðstandenda HlV-smitaðra og fólks með alnæmi er starf-
andi hjá Alnæmissamtökunum.
Hópurinn hittist reglulega og efnir til fræðslufunda fyrir aðstandendur um
ýmsa þætti alnæmis.
Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Alnæmissamtakanna.
22