Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 5

Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 5
Ritnefnd: Sverrir Garðarsson (ábyrgðar- maður) Hrafn Pálsson. Stjórn F.Í.H. 1976: Sverrir Garðarsson, Sigurður I. Snorrason, Hafliði Jónsson, Guðm. Finnbjörnsson, Úlfar Sigmarsson. Varastjórn: Agnes Löve, Ragnar Bjarna- son, Ari Elfar Jónsson, Reynir Sigurðs- son. Trúnaðarmannaráð: Pétur Urbancic, Sæ- björn Jónsson, Arni Scheving, Skúli Gíslason, Pétur Kristjánsson, Laugalæk. Vara-trú naóarm annaráö: Mjöll Hólm, Kjartan Eggertsson, Skúli Magnússon, Pjetur Pjetursson, Jón Sigurðsson, bassi, Pétur Þorvaldsson. Stjórn Menningarsjóðs: Jón Sen, Sigur- jón Sighvatsson, Gunnar Reynir Sveins- son, Páll P. Pálsson, Guðm. Haukur Jónsson. Skemmtinefnd: Hafliði Jónsson, Þor- valdur Steingrímsson, Hrafn Pálsson, Árni Isleifsson, Pétur Hjaltested, Sveinn Oli Jónsson, Gunnlaugur Melsted. Orlofssjóðsnefnd: Skúli Gíslason, Reyn- ir Sigurðsson, Þórir Magnússon. Fndurskoðendur: Svavar Halldórsson, Gunnar Reynir Sveinsson. Vara-endurskoðendur: Indriði Bogason, Edwin Kaaber. Brautryðjendastarfinu er enn ekki lokið Segja má, að tónlistarlíf hefjist á íslandi um síð- ustu aldamót. — Á fyrsta áratugnum voru söng- skemmtanir nær allsráðandi, en þær byggðust frek- ar á meðfæddum hæfileikum flytjenda en menníun, sem þá var af skornum skammti. Á þessum árum fóru menn að stunda hljóðfæraleik og var þá í fiest- um tilfellum um sjálfsmenntun að ræða, stundum með aðstoð kunningja, sem kunni örlítið meira. Nokkrir hleyptu heimdraganum og fóru til náms er- lendis til ómetanlegs gagns fyrir íslenzkt íónlistar- líf, því við heimkomuna tóku þeir til óspilltra mál- anna við kennslu. Engin þjóð getur talizt menningarþjóð, nema hún sinni listum og er mönnum óðum að skiljast þau sannindi. Á fyrri hluta aldarinnar var tónlistarflutningur nær eingöngu kostaður af flytjendum sjálfum og er svo enn í mörgum tilvikum. Ýmsir áhugahópar halda uppi öflugu starfi þrátt fyrir þröngan kost. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur náð því að lifa fjórðung aldar, en því marki hefði hún ekki náð, ef skilningur, biðlund og fórnum starfsmanna hefði ekki verið til að dreifa á frumbýlisárum hennar. Enn í dag eru til þeir stjórnmálamenn, sem telja niðurskurð á fjárveitingum til hljómsveitarinnar vera lausn á fjármálum hins opinbera. Þá er illa komið fyrir fornri menningarþjóð. Stór hluti þjóðarinnar veit, að tónlistin telst til al- mennrar menntunar og hafa hópar um allt land stofnað 45 tónlistarskóla, ýmist einir eða í sam- vinnu við sveitarfélögin. Tónmenntun einnar þjóðar verður ekki lokið á einum mannsaldri. Hún krefst lengri tíma. Því skora ég á alla, sem tónlist unna og að henni starfa, að taka höndum saman um markvissari baráttu tón- listinni til framdráttar. Brautryðjendastarfinu er enn ekki lokið. Sverrir Garðarsson. TÓNAMÁL 5

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.