Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 19

Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 19
Jósef Felzmann - Kveðja Fceddur 2. jebrúar 1910 Dáinn 18. desember 1976 Nú, þegar ég kveð æskuvin minn, Jósef Felzmann, er margs að minnast. Kynni okkar hófust í æsku. Við lékum okkur saman, vorum saman í barnaskóla og innrituðumst samtímis í Konservatorium í Vínarborg; við vorum heimagang- ar hvor hjá öðrum. Strax í barnaskóla byrjuðum við að spila í skóla- hljómsveitinni og hélzt samstarf okkar áfram og fór að taka á sig alvarlegri blæ eftir því sem árin liðu, TÓNAMÁL enda unnum við saman í mörg ár. Minnisstætt er mér er hann einn sunnudagsmorgun kom heim til mín og sagði áður en hann heilsaði: „Viltu koma til íslands?" Það var svo afráðið að við legðum land undir fót árið 1933 og fórum til íslands. Við vorum ráðnir til 8 mán- aða hjá A. Rosenberg, heiðvirðum eiganda Hótel ís- lands. En þessir 8 mánuðir voru svo framlengdir til margra ára, enda urðu forlögin þau, að við eignuðumst hér okkar annað föðurland og urðum íslenzkir ríkis- borgarar. Árið 1938 fór Jósef til Vínarborgar ásamt unnustu sinni, Ingibjörgu Júlíusdóttur, og giftu þau sig þar stuttu seinna. Ekki leið langur tími þangað til heimsstyrjöldin skall á og voru ungu hjónin meira og minna aðskilin öll stríðsárin þar sem hann var kvaddur í herinn, og hún þurfti að vera ein með 2 börn þeirra, Gunnar og Sigrid. Oft hef ég dáðst að kjarki og hetjulund Ingi- bjargar, sem hún sýndi svo vel á þessum árum þreng- inga og erfiðleika. Börn Jósefs, Gunnar og Sigrid, ásamt tengdabörn- um voru framúrskarandi góð föður sínum og ekki síð- ur nú eftir að hann veiktist. Það má heldur ekki gleyma barnabörnunum, sem voru í svo miklu uppá- haldi afa síns að hann sá varla sólina fyrir þeim. Jósef var framúrskarandi góður fiðluleikari og hon- um var fleira til lista lagt, t. d. var hann mjög góður málari og prýða margar myndir hans heimili okkar hjónanna, sem við metum mikils. Hann var sérstak- lega vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hend- ur. Eftir stríð fluttist fjölskyldan til íslands og starfaði Jósef í Sinfóníuhljómsveit íslands frá upphafi þangað til heilsu hans fór það hrakandi, að hann varð að hætta störfum um það bil fyrir 2 árum. Jósef Felzmann var sannur listamaður af guðs náð, og mikils virtur hér í sínu öðru föðurlandi. Það er jafnan skarð fyrir skildi þegar slíkir menn falla frá fyrir aldur fram. En minningin lifir þótt maðurinn deyi, því orðstír deyr aldrei. Framh. á bls. 22. 19

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.