Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 15

Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 15
því aS heimurinn getur ekki haldið áfram eins og hann hefur gert. Hugsaðu þár, Ameríkanar, sem eru 6% af jarðarbúum, nota 60% af auðlindum jarðar. Ef Kínverjar væru komnir jafnlangt og allir með bíla, þá myndi benzínforðinn nægja mannkyninu í einn mán- uð. Svo gengur ekki til eilífðar. Svona gengdarlaus of- neyzla auðlinda í þágu fárra hlýtur að eiga sér tak- mörk. — Attu saxófón ennþá og leikurðu á hann? — Frekar tvo heldur en einn og spila með Lúðra- sveitinni Svanur og svo hef ég spilað á konsertum hjá Sinfóníunni, þegar slík hljóðfæri hefur vantað. Þetta er gott til að halda lungunum í lagi. — Hvað um tónlistina í dag? — Tökum poppmúsikina. Segjum að ein sé betri en önnur, eða eigum við að segja ein sé lélegri en hin. Mér finnst þetta stundum undarlegt. Ég er að reyna að lesa um þetta í blöðunum. Hljómsveit er búin að æfa í mánuð, þá kemur hástemmd grein með myndum um þetta menningarframtak. Ég er búinn að spila bráðum í hálfa öld. Aldrei hefur nokkur kjaftur séð ástæðu til að tala við mig vegna snepils fyrr en þú núna, enda hefur mér ekki þótt bein ástæða til þess. Ekki nú heldur, ha, ha, ha. Þetta er svo breytt. Við vorum eins konar brautryðjendur, sem börðumst fyrir viðurkenningu sem slíkir. Þetta lagaðist fljótt. Fólk fór að líta á þetta sem vinnu. Þó hefur maður verið svona holtaþokumaður allt sitt líf, þ. e. í kringum músikina. Þetta hjá strákunum í dag er of mikið á hinn veginn. Þetta eru allt að því prinsar. Gott dæmi um mig var, þegar ég lagðist á sjúkrahús. Við vorum þrír á stofunni og lá ég í miðið. Á aðra hönd var bóndi og hina sjómaður. Þeir gátu alls ekkert talað saman, en ég sem hafði verið bæði til sjós og sveita talaði við báða. Loks kom að því, að annar spurði hvað ég gerði. Ég var lengi að ígrunda, hvort ég ætti að segja satt, og gerði það svo. Eftir það töluðu þeir alls ekki við mig, en samkjöftuðu ekki innbyrðis. Hvað viðkemur poppinu, þá taka þeir upp tvær TÓNAMÁL raddir hér og bæta svo við þrem í næsta landi og svo koll af kolli. Þetta hlýtur að vera mjög ólífræn músik. Þetta er eins og með bílinn. Hann er framleiddur í pörtum í mörgum löndum og svo er samsetningar- verkstæði. Þetta eru dálítið undarleg vísindi fyrir mann, sem hefur ekki komið nærri svona tækni. Það hlýtur að vera stjórnborðsmaðurinn, sem er aðalstjarn- an, þessi í samsetningarverkstæðinu. Svo er annað í þessu. Á hin náttúrlegu hljóðfæri framleiðir þú sjálf- ur tóninn. - Það er hægt að þekkja menn á tónin- um í því tilfelli, en í tilfellinu með rafmagnshljóð- færi þá er það ekki hægt. Persónuleikinn kom í gegn hér áður, en fjandinn hafi það, slíkt er ekki unnt, þeg- ar tónninn er búinn að fara í gegnum allt þetta rán- dýra dót. — Þú hefur þrátt fyrir þetta alltaf verið fordóma- laus gagnvart hvers konar tónlist? — Það er eitt, sem ég get sagt þér. Ég hef verið með í að spila músik frá 15. öld fram á þennan dag. Jazz hefur mér alltaf verið hugljúfur. Þar sem ég á nú ekki plötuspilara, þá er mín eina jazzplata (tónlistin úr Benny Goodman Story) heima hjá syni mínum og tegndadóttur. Þau spila hana líka iðulega fyrir mig, þegar ég kem í heimsókn. En jazz spilaði ég aldrei á fiðlu. Það eru mjög fáir sem hafa náð því. Fiðluskól- inn, sem er mjög strangur, er svo allt öðru vísi, leyfir ekki að menn vendi sér yfir í þá músik, nema þá segja skilið við klassikina alveg. Sven Asmundsen hefur sennilega náð eina lengst, en lærifaðir hans var eigin- lega negrinn Stuff Smith. Joe Venúdí var bara sin- fóníugæi. Það var ekki nóg og ekta jazzleikari. — Ertu nokkuð að hugsa um að setjast í helgan stein? — Nei, ég leik fram í andlátið. Spila enn minn fulla tíma. — Er nokkuð sem þér er minnisstæðara en annað frá gömlum dögum? — Vertu nú ekki að koma með samvizkuspurning- Framh. á bls. 22. 15

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.