Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 17
Sven Blommé
Sven Blommé.
Sven Blommé var í því einvala liði, sem kom til ís-
lands 1965 til að halda stjórnarfund Nordisk Musiker
Union, þann fyrsta, sem haldinn var hér. Þá var hann
aðalritari samtakanna og hafði verið kosinn 1962.
Þó FÍH hafi á árunum 1934, 1939 og 1951 nálgast
NMU þrep af þrepi, þá var aðildin nánast nafnið eitt
fram til þessa fundar. Þessi fundur markaði tímamót í
samskiptum íslenzkra hljómlistarmanna við umheim-
inn, því allar götur síðan hefur FÍH tekið fullan þátt
í störfum sambandsins.
Samstarf okkar við Sven Blommé hefur verið með
þeim ágætum, að ekki verður betur á kosið. Hann hef-
ur ætíð reynst okkur vel í hvívetna.
Þegar Freddy Anderson lét af störfum sem formað-
ur sænska hljómlistarmannafélagsins, þótti Sven
Blommé sjálfkjörinn í hans stað. Starf hans fyrir starfs-
bræður okkar í Svíþjóð hefur verið ómetanlegt.
í ört minnkandi heimi hefur hann verið ötull tals-
maður þess, að hljómlistarmenn úr öllum heimshlut-
um sameinuðust um hagsmunamál sín, og að norrænir
hljómlistarmenn stæðu ávallt saman sem ein órofa
heild.
Sem dæmi um hug hans til alþjóðasamstarfs, þá
sendi sænska félagið í hans stjórnartíð FIM (Alþjóða-
samband hljómlistarmanna) ríflega fjárhæð, sem nam
skuldum, er það hafði safnað á nokkrum árum. A s.l.
sumri héldu svo Svíar þing FIM með myndarbrag.
Þann 31. desember s.l. lét Sven Blommé af störfum,
en á því ári náði hann 60 ára aldri, sem enginn gæti
ímyndað sér, og varð að fara á eftirlaun, þrátt fyrir
óbilandi lífsorku og áhuga.
Það er von mín og ósk, að frú Gulli og Sven
Blommé verði langra og hamingjuríkra lífdaga auðið
á hinu nýbyggða sveitasetri, sem þau hafa nú flutzt
til, og sambandið við þau haldist um ókomna framtíð.
Sem lítinn þakklætisvott fyrir hans margvíslegu
störf í þágu hljómlistarmanna, hefur FÍH boðið þeim
hjónum að vera gesti sína á 45 ára afmæli félagsins.
Sverrir Garðarsson.
TÓNAMÁL
17