Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 13

Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 13
brugðu sér á árabáti yfir fjörðinn til okkar og léku þar undir dansi á orgel og fiðlu. Annars langaði mig alltaf til að læra á píanó, en slíkir gripir í þá tíð kostuðu eins og hús í dag. En fiðlan kostaði 19 krónur hjá hon- um Helga Hallgrímssyni, þegar ég kom suður, og bog- inn 7 krónur. Það réð ég við og gerði kaup við karl- inn. Síðan fór ég að fikta við þetta og sótti nokkra tíma hjá Þórarni Guðmundssyni, en alvaran hófst ekki fyrr en ég var orðinn 18 ára, alltof gamall, er ég fór í Tónlistarskólann. Maður varð að vinna fyrir sér ýmist sem sendisveinn eða í fiskinum. Ari síðar, 1932, byrja ég að spila á kaffihúsum. Þá kemst maður fyrst upp úr hungurlaunum sendisveinanna, sem voru 60-70 kr. á mánuði. Var það frú Dalsted, sem réði okkur Arna Björnsson á nýju Fjallkonuna í Grjótaþorpinu. Þarna vorum við í 2-3 mánuði, en þetta gekk ekkert svo Arni útvegaÖi okkur aðra vinnu. Við réðumst til Guð- rúnar á Birninum í Hafnarfirði. Þá fór að vænkast hagur Strympu, sko. Þar vorum við heilan vetur og fram á næsta sumar. Höfðum við kaup, kost og logi. Vorum við tveir um hituna virka daga, en svo var það stóra bandið á laugardagskvöldum. Þá bættust þeir Polli Bernburg og Villi Guðjónsson í hópinn. Þegar ferli okkar lauk þar suður frá réðist ég til Aage Lorange í Iðnó og var með honum, unz ég byrj- aði á Borginni 1934. Ég hafði keypt mér saxófón árið áður. Menn þurftu að geta leikið á fleiri en eitt hljóð- færi. Jafnframt var ég í Tónlistarskólanum, sem ég tók burtfararpróf úr 1937, en aðalkennari minn var Step- anic, afbragðs fiðluleikari. Jack Quinnet kenndi mér undirstöðuatriðin á saxófóninn. Við áttum síðan eftir að spila saman, því hann kom hingað aftur. Annars er ég á Borginni allar götur fram til 1951, en þá var ég búinn að fá nóg, enda Sinfónían komin í gagnið. Þó varð hlé eitt árið, þegar ég lék með Billich á Landinu (Hótel ísland) og við Villi skruppum til Hafnar. Svo má geta þess, að Björn Ólafsson kom heim skömmu fyrir stríð og fékk ég nokkra tilsögn hjá honum, ann- ars lagði ég fiðluna á hilluna 1942 og tók að leika á TÓNAMÁL víólu (brads), sem hefur verið mitt aðalhljóðfæri í 35 ár. Við fengum styrk til að æfa strokkvartett á þeim árum, Björn Ólafsson, Þorvaldur Steingrímsson, dr. Edelstein og ég. Við lékum svo eftir strangar æfingar á árinu 1944 og held ég að þetta sé í fyrsta skipti, sem íslenzkur strokkvartett hélt konsert hér á landi. — En þú hefur gengið snemma í FÍH. — Já, svona þremur mánuðum eftir stofnfund. Þá var inntökupróf í heiðri haft og varð maður að mæta í Hljómskálanum og leika af blaðinu fyrir dómnefnd- ina. Eg var hræddur um að gæjarnir núna kæmust sumir hverjir ekki inn í FÍH, ef prófin væru enn við- höfð. Svo seinna lenti ég í prófdómaraembættinu og stundum roðna ég, þegar ég hugsa til margs ágætis- fólks, sem ég felldi á prófi hér áður fyrr. En þetta átti að vera fagfélag, þar með þurfti að gera kröfur. — Þú ert ekkert að sigla á þessum árum? — Jú, það kom að því, að við Villi Guðjóns höfð- um nurlað saman og tókum okkur upp 1938 og fórum yfir pollinn. Ferðinni var heitið til Kaupmannahafnar og það var eins og Kínaferð þá miðað við nútímann. Við fórum með Lýru til Bergen og svo þaðan til Hafnar. Ég man eftir því þegar við sigldum inn fjörð- inn til Bergen, þá sagði ég við Villa: „Skyldi allt út- landið vera svona fallegt?" Mér hefur aldrei þótt það eins fallegt síðan. í Kjöben leigðum við okkur her- bergi á 30 krónur á mánuði, en snæddum á einhverju Middagskökken, þar sem sami grauturinn mallaði allan daginn. Það kostaði 80 aura í mál. Enda var ég 65 kg þegar ég fór út, en kom heim 5 kg léttari. Slæm aug- lýsing fyrir Dani. Svo vorum við þarna í tvo mánuði og vorum orðnir blankir, enda alltaf að hlusta á eitt- hvað og senda inn atvinnuumsóknir án þess að fá svar. Loks hringir í okkur maður að nafni Anker Poulsen, sem biður okkur að heimsækja sig um kvöldið. Við vorum nú frekar vondaufir, en fórum samt að hitta guttann, sem tjáði okkur að vinnan væri á nýjum veit- ingastað í Randes og skyldu launin vera 480 krónur á mánuði. Við þökkuðum og pökkuðum og héldum 13

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.