Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 10

Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 10
Horft um öxl Þejar ég lít um öxl til áranna, sem ég gegndi for- mannsstörfum í félaginu, rifjast upp ótal minningar, ánægjulegar jafnt sem gremjulegar, um smá atvik jafnt sem félagslega, sögulega stórviðburði, um skin og skúrir í dagbók félags sem var í mótun. Það er engan veginn ætlun mín að tíunda hér, hvaða áföngum var náð á þessum tíma, eða birta afrekaskrá, því þessir dagar voru hvorki merkilegri né ómerkilegri í sögu fé- lagsins en gengur og gerist í félögum almennt. Það sem situr eftir í hugarskoti mínu núna, rúmum tveim áratugum síðar, eru viðbrögð félaganna við því, sem að steðjaði hverju sinni og áhrif þau, sem við- brögðin höfðu á okkur sem stóðum í eldlínunni. Mér er til efs, að nokkur óbreyttur félagsmaður í nokkru fé- lagi (með orðinu óbreyttur á ég að sjálfsögðu við fé- laga, sem ekki gegna stjórnarstörfum) geri sér grein fyrir, hve afgerandi áhrif framkoma hans og viðbrögð gagnvart störfum félagsstjórnar hefur á baráttuþrek þeirra, sem við stjórnvölinn standa. Það er svo auðvelt að standa utan við alla ábyrgð og láta ljós sitt skína um það, hvernig eigi að halda á málum, gera lítið úr því sem gert er og jafnvel gera forsvarsmennina tortryggi- lega í augum félaganna. Þetta er gömul saga og ný í öllum samskiptum manna á öllum sviðum og engum til góðs. í litlu stéttarfélagi, sem er að berjast fyrir afkomu umbjóðenda sinna, eru svona viðbrögð stór- skaðleg og þá jafnt fyrir eiturtungurnar sem alla aðra félagsmenn. í stuttu máli má segja, að reynsla allra fé- lagsstjórna í öllum félögum á öllum tímum hafi verið sú, að félagar hafa ekki sparað stóru spjótin í að- finnslur á gjörðir stjórnarinnar, hversu lítilfjörlegt og ómerkilegt sem málið hefur verið, en þagað þunnu hljóði yfir því, sem þeim hefur þótt vel gert. Nú má ekki skilja orð mín svo, að ég telji að þing- heimur eigi að rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir hverum ávinningi, sem næst fram, en það skaðar ekki, að menn láti í ljósi jákvæð viðbrögð jafnt sem réttláta gagnrýni. Það örvar félagsstjórnina og bætir félagsandann. Gunnar Egilson. FÍH er ekki stórt félag á íslenzkan mælikvarða og ekki svo ýkja gamalt, en á um margt merkilega sögu í óvenjulegri baráttu við vandamál, sem engin önnur stéttarfélög hafa þurft að glíma við og á ég þar aðal- lega við útlendingavandamálið. A sínum tíma stóðu félagarnir allir sem einn andspænis þessum vanda og mátu að verðleikum hvert það skref, sem færði okkur nær því marki, að fá full yfirráð yfir vinnumarkaði okkar. Ósk mín félaginu til handa á þessu afmælisári og öllum komandi árum er, að FIH megi bera gæfu til að hafa samstilltan hóp manna, sem líti á félagið sem sverð sitt og skjöld í lífsstarfi sínu og hafi sömu af- stöðu til allra mála og frumherjarnir höfðu til útlend- ingavandans, - þá bíða félagsmanna óhjákvæmilega enn stærri sigrar. Gunnar Egilson. TÓNAMÁL 10

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.