Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 7

Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 7
Fyrsta viðurkenningin Mér er einkar ljúft að láta hugann reika tii þeirra ára, þegar ég ákvað með sjálfum mér að sækja um inn- göngu í Félag íslenzkra hljóðfæraleikara (seinna breytt í Félag ísl. hljómlistarmanna). Þá þurfti að þreyta próf til að öðlast þau réttindi. Fyrir mér var þetta mikið al- vörumál, og prófið fór fram í Hljómskálanum að við- stöddum þremur fulltrúum FÍH. Eg var sigri hrósandi þegar mér var tilkynnt, að ég fengi inngöngu. Félagið var þá á þriðja ári. Satt að segja naut þetta unga félag engrar virðingar ennþá meðal bæjarbúa hér í Reykja- vík. Leitaði maður álits á félaginu hjá fólki í bæn- um, sem þóttist hafa vit á „mussikk" eða „musik- snobbara" þeirra daga, þá hristu menn höfuðið, settu upp vandlætingarsvip og sögðu: „Þetta er fáliðaður hópur íslenzkra spilara, flestir fákunnandi, sem spila á skröllum um helgar." Sem sagt hálfgerðir arftakar dúllaranna frá fyrri tímum. Islenzkir hljóðfæraleikar- ar voru lítið sem ekkert þekktir í veitingasölum bæj- arins, því þar voru nær eingöngu erlendir hljóðfæra- leikarar. Ef maður spurði nú aðra, sem vöndu komur sínar á kaffihúsin og voru búnir að forframa sinn musiksmekk með því að hlusta á eftirmiðdagskon- serta — taffelmusik og nýtízku dansmusik á kvöldin, þá var svarið eitthvað á þá leið: „Félag íslenzkra spil- ara? - Það er nú heldur aumt - Þeir hér heima kunna ekkert fyrir sér í þeirri listgrein." Þannig var því miður almenningsálitið á þessum fyrstu árum FÍH. Það átti þó eftir að breytast með ár- unum. Þökk sé félögunum fyrr og síðar. Það varð sem sagt fyrsta verkefnið að sanna getu okkar. Með sam- heldni og öllum tiltækum ráðum urðum við að fá al- menna viðurkenningu sem atvinnustétt í þjóðfélaginu. Það tókst smátt og smátt undir forustu okkar góða og ötula formanns, Bjarna Böðvarssonar. Ég var svo hepp- inn að lenda snemma í hljómsveitum með Bjarna og ég drakk í mig félagsandann frá honum, því hann var sífellt að tala um félagið okkar. Hann fór iðulega upp í Félgsmálaráðuneyti á þessum árum í nafni FÍH til þess að gera athugasemdir eða mótmæla atvinnuleyfis- TÓNAMÁL Þorvaldur Steingrímsson. veitingum erlendra hljóðfæraleikara. Fyrst var öllum slíkum erindum og bréfum okkar stungið undir stól, þótt kurteislega væri á móti okkur tekið. Embættis- mennirnir og ráðuneytið veittu atvinnleyfin í mörg ár, hvað sem við sögðum. Aðalhótelin tvö í bænum, Hótel Borg og Hótel ís- land, höfðu nær eingöngu erlenda hljóðfæraleikara, sem alltaf voru að koma og fara. Á þessum árum erum við íslendingar að komast nánar í snertingu við heims- menninguna. Það tekur ekki nema svo sem viku til 10 daga að komast út hingað frá meginlandi Evrópu með gufuskipunum. Útvarpið er byrjað, þótt ekki eigi all- ir enn viðtæki. Engin útvarpshljómsveit er enn og 7

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.