Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 14

Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 14
þangað og fengum inni í bezta hótelinu í hornstofu með balkon, enda var þetta bezta kaup, sem við höfð- um nokkru sinni séð. Tvöfaldur taxti þáverandi. Það var allt í lagi að haga sér eins og sannur íslendingur, því við borguðum aðeins Va af launum okkar í uppi- hald. Þá áttum við eftir 360, sem ómögulegt var að eyða með góðu móti. Við vorum svo þarna tvo dásamlega sumarmánuði, en þá fórum við að búast til heimferðar. Villi var far- inn að fá heimþrá, enda barnungur. Eg fór aftur á móti heim mikið til vegna veikinda móður minnar, en svo og beið okkar vinna á Borginni, þannig að við létum slag standa. Annars hefði ég getað fengið vinnu þarna áfram, en við fórum heim og byrjuðum að spila daginn eftir. Það var Fritz Weisshappel, sem sendi okkur skeyti, en þar með honum var m. a. Jói Eggerts, en hann hóf sinn feril um það leyti, sem við fórum út. — Nú, en svo kemur Útvarpið inn í dæmið líka, er það ekki? — Eins og ég sagði áðan, þá hef ég leikið á brads síðan 1942—3 og ég var skipaður af ráðherra til starfa hjá því fyrirtæki. Það má segja, að ég hafi verið á láns og leigukjörum hjá Sinfóníunni frá byrjun. Þar lék ég fyrsta brads til ársins 1974, þegar ég fékk aðsvif á pall- inum. Þá vék ég að eigin ósk fyrir öðrum, því það er alltaf meiri streita að spila fyrsta (oft einn o. þ. 1.). Ég hef þannig verið fastur starfsmaður hjá ríkinu frá 1943 og greitt í lífeyrissjóð þangað. Við erum örfáir, sem erum ráðnir þannig. T. d. þurfum við ekki að greiða afnotagjald af útvarpi. — Svo er það stór þáttur í lífi sínu, sem við erum ekki farnir að tala um. — Jú, ég kvæntist minni ágætiskonu, Hönnu Sig- urbjörnsdóttur í Vísi, 1940, sem ég hef síðan verið að sannfæra um, að sé vel gift, enda er ég einnar-konu- maður. Það er nú kannski ekki vegna svo háþróaðs siðgæðis, heldur er ég latur og svo er þetta mikið fyr- irtæki að fá sér annað skip og annað föruneyti, enda hef ég aldrei þurft að kvarta yfir ráðahagnum. 14 — Þið hafið eignazt börn eins og lög gera ráð fyr- ir? — Já, við eigum þrjá stráka og átta barnabörn. Ól- afur er þeirra elztur, 34 ára, tæknifræðingur hjá Sam- bandinu. Svo kemur Arnór bifvélavirki hjá Volvo. Síð- an er það Sigurbjörn Sveinsson, sem er að ljúka námi í læknisfræði. Þetta hefur verið einstakt barnalán hjá okkur, og svo höfum við eignazt afskaplega fallegar og góðar tengdadætur, sem eru góðar við karlinn. Sko, það er langbezt að vera barn og vera með börnum Það er nú þannig, að miðaldurinn er erfiðastur. Þá er fólk langagressifast gagnvart sjálfu sér og öðrum og fær oft það versta út úr lífinu. Ég kann bezt við mig með ungu fólki eða þá eldri árgöngum. Fram til fert- ugs er fólk alltaf í lífsgæðakapphlaupinu og bísness, að búa sig undir eitthvað. Undir hvern fjárann? Mér er spurn. Þetta er allt bara tímaspursmál þetta líf. Við göngum inn í herbergi og svo út úr því annars staðar. Púmm. Búið. — Þú slappst ekki alveg við félagsmálin, Sveinn? -—- Æ, talaðu um eitthvað skemmtilegt. Ég var for- maður FÍH í rúmt ár einhvern tímann. Það kom mest til út af illindum, minnir mig. Jóhannes á Borg vildi fækka mönnum og ég setti mig ekki upp á móti því, en aðrir settu félagsmenn í „stræk" út af þessu. Við höfðum verið á sérsamning þarna, en hann var miðað- ur við fasta vinnu. Það voru fengnir aðrir til að leysa þetta og kom þá til tímakaupið, eins og í lausavinnu. Upp úr þessu missti ég mikið áhuga á félagsmálum, en hafði verið á kafi í þeim áður. Ég er alveg inni á því, að þessi félög innprenta fólki nú, að þau starfi á faglegum grundvelli, en ekki pólitískum. Meðan svo er, þá er alveg sama hvernig samningar eru gerðir. Það er allt gert upp í stjórnarráði og í þinginu. Ég hef engan áhuga á því að gerast kapítalistískur stéttarfé- lagsmaður. Það er hreytt í þjóðina einhvers konar köku og sagt við hana: „Sláist þið um hana." Ég vil ekki taka þátt í slíku. Ég vil breyta kerfinu þó ég viti, að það gerist ekki í minni tíð. En þetta kemur til af TÓNAMÁL

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.