Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 8
Bjarni Böðvarsson.
Sinfóníuhljómsveit er aðeins hugtak hér um slóðir.
Bílum er að fjölga í bænum, þótt ennþá séu notaðar
hestakerrur og hestasleðar til að flytja ísinn af Tjörn-
inni í íshúsin. Sími er kominn svo til yfir landið norð-
ur og austur, þótt maður þurfi að tala hátt í landssím-
ann svo til manns heyrist.
Reykjavík fannst mér réttnefni á þessum bæ í kvos-
inni innan Hringbrautar, þegar ég kem hingað ungur
maður að norðan. Reykský úr kolakyntum ofnum og
reykháfum húsanna hvíldi hér yfir bænum, því ennþá
var hitaveitan framtíðardraumur. Hitaveitufram-
kvæmdirnar áttu síðar eftir að verða vinna til bjarg-
ræðis félagi okkar, þegar við þá lentum í erfiðri
vinnudeilu.
Aðalatvinnuvegur íslenzkra hljófæraleikara á þess-
um fyrstu árum FÍH eru „bal]"-húsin í bænum, en þar
á ég við Iðnó, KR-húsið og Gúttó. Ekki var þó þessi
vettvangur algerlega tryggur okkar félögum, því
snemma eigum við í deilum við KR-húsið út af utan-
félagsmönnum íslenzkum, sem undirbjóða taxta okk-
ar. Það var því fleira fyrir okkur að berjast við en út-
lendingavandamálið. En smám saman fengum við að
setja einn og einn íslending inn í þessar fínu hljóm-
sveitir frá Evrópu.
Satt er það, að margir voru þeir stórsnjallir þessir
erlendu spilarar. Má því segja, að við nytum góðs af
samstarfi við marga þeirra næstu árin. Þá var mikill
fengur í mörgum góðum mönnum, sem settust hér að
og gerðust félagar okkar síðar. En við urðum í þá daga
að vera samkeppnisfærir og það á stundinni. Á Borg-
inni voru tvær hljómsveitir, sérhæfðar, önnur fyrir
dansmúsik en hin fyrir létt-klassik. Á Hótel ísland ann-
aðist sama hljómsveitin hvoru tveggja. Oddfellow opn-
aði á þessum árum með 4 Spánverja og einn íslend-
ing. Hótel ísland hafði einnig einn íslending, en á
Borginni var einn og einn. Ekkert hafði félagið sem
slíkt samið fyrir þessa menn ennþá. Það var því ekkert
smáumhugsunarefni fyrir Bjarna, þegar loks hyllti
undir þann möguleika að semja við bæði Jóhannes á
Borg og Rosenberg á Hótel ísland í nafni félagsins,
raunar í fyrsta sinn.
Ég sat við hliðina á Bjarna í hljómsveit Aage Lor-
ange í Oddfellowhúsinu, þegar þetta var á döfinni.
Marga fundi átti Bjarni einn með þeim Jóhannesi og
Rosenberg, og fékk ég þá oft nýjustu fréttirnar sagðar
af Bjarna milli laga á pallinum. Eitt sinn sagði hann
mér brosandi: „Það hitnaði svo í kolunum á fundi með
þeim, að minnstu munaði að mér væri hent á dyr. Ég
slakaði á, brosti og sagði eitthvað vingjarnlegt og þeir
jöfnuðu sig. Við skildum svo beztu mátar." Oft átti ég
8
TÓNAMÁL