Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 9

Tónamál - 01.02.1977, Blaðsíða 9
Þórir Jónsson. eftir að vera í samningagerð með Bjarna og sannreyna þessa einstæðu og góðu hæfileika hans, þegar í brýnu sló og menn æstu sig upp. Þá haggaðist Bjarni ekki, heldur brosti og sagði eitthvað í léttari tón og menn komust í jafnvægi aftur. Svo skeði það loks eitt kvöldið, að Bjarni mætti ekki til leiks með okkur. Hann var á áríðandi fundi sem formaður FÍH. Böllin voru alltaf í þá daga frá kl. 10-4 á laugardögum og kl. 10-3 á sunnudögum. Hann kom af fundinum beina leið og bankaði í gluggann hjá okkur í Oddfellow. Við áttum svo sem klukkutíma eftir. Honum var mikið niðri fyrir, svo ég fékk frí til TÓNAMÁL Hljómsveitin á Hótel Borg fyrir stríð. Frá vinstri: Fiddicke, Carl Billich, Jósef Felzmann, Þorvaldur Steingrímsson, Sveinn Olafsson og F. Czerny. þess að tala við hann úti undir vegg í næturnepjunni. Fréttin var sú, að hann var nú búinn að semja í nafni Félags íslenzkra hljóðfæraleikara við Hótel Borg og Hótel ísland. Samningurinn var: Tveir íslendingar úr FÍH á móti þrem útlendingum á hvort hótelið fyrir sig. Laun: 225 krónur á mánuði og frítt fæði. Bjarni sagði: „Nú er ekkert sem heitir. Félagið verður að skaffa þessa menn eins og skot. Ég vil að þú, Þorvald- ur, og Sveinn Ólafsson farið í hljómsveitina á Hótel ísland og svo munum við Þórir Jónsson fara í hljóm- sveitina á Hótel Borg." Þett var sem sagt dagskipanin, sem kom til fram- kvæmda á næstu dögum. Hann hafði þarna í fyrsta sinn skuldbundið FÍH með samningi við tvo stærstu atvinnurekendurna, að við, sem eina stéttarfélagið í þessari grein, hefðum í okkar röðum hljóðfæraleikara þegar á þyrfti að halda. Félagið var hér með orðinn réttur og sjálfsagður samningsaðili. Hér var komin fyrsta viðurkenningin. ísinn var þar með brotinn. Þorvaldur Steingrímsson. 9

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.