Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 13
greiða skv. æfingataxta F.Í.H., sem er 75% af tímakaupi til
kl. 20.00, en fullt kaup eftir það. Aukaæfingar teljast það,
þegar sérstaklega er æft fyrir leiksýningar, kabaretta og annað
þess háttar, sem ekki feliur undir hinn venjulega rekstur.
7. GREIN
Meðlimir S.V.G. skuldbinda sig til að sjá svo um, að í húsa-
kynnum þeirra verði eingöngu notaðir fullgildir meðlimir
F.Í.H. við hljóðfæraleik. Jafnframt lofar F.Í.H. að mæla með
því við félagsmenn, að þeir láti meðlimi S.V.G. sitja fyrir allri
tónlist.
Ráða ber hljómlistarmenn beint eða með aðstoð stéttarfé-
lagsins. Meðlimir S.V.G. annast innheimtu félagsgjalda
F.I.H., ef þess kann að vera óskað.
8. GREIN
Hljóðfæraleikurum ber að rækja starf sitt af alúð og samvisku-
semi í hvívetna.
Veikindaforföll ber að sanna með læknisvottorði.
Vanræktar vinnustundir er heimilt að draga frá kaupi hljóð-
færaleikara og með 50% álagi, ef um ítrekuð brot er að ræða. í
veikinda- og slysatilfellum skal hljómlistarmaður, sem réttar
nýtur samkv. lögum nr. 16 9- apríl 1958, eiga auk ákvæða
Hganna, rétt á allt að 21 dags kaupi. í þessu sambandi skal vera
fylgt sömu reglum um greiðslur vegna veikinda og lög nr. 16,
9. apríl 1958 mæla fyrir um, enda sanni viðkomandi hljómlist-
armaður veikindi sín með læknisvottorði frá trúnaðarlækni
vinnuveitanda, sé þess óskað. Hljómlistarmenn skulu á fyrsta
starfsári hjá veitingamanni fá 1 1/2 veikindadag fyrir hverjar 75
unnar stundir. í þessu sambandi telst einn veikindadagur 5
kist. á einföldu kaupi. Hljómlistarmanni ber að tilkynna veit-
■ngamanni forfoll eins fljótt og verða má.
Veikist launþegi hér innanlands í orlofi það alvarlega, að
hann geti ekki notið orlofsins, skal hann á fyrsta degi, t. d.
n^ð símskeyti, tilkynna vinnuveitanda um veikindin og hjá
hvaða lækni hann hyggst fá læknisvottorð. Fullnægi hann
tilkynningunni og standi veikindin samfellt lengur en þrjá
sólarhringa á launþegi rétt á uppbótarorlofi jafn langan tíma og
veikindin sannanlega vöruðu. Undir framangreindum kring-
urnstæðum skal launþegi ávallt færa sönnur á veikindi sín með
Isknisvottorði. Vinnuveitandi á rétt á að láta lækni vitja laun-
Þega, er veikst hefir í orlofi. Uppbótarorlof skal eftir því sem
kostur er, veitt á þeim tíma, sem launþegi óskar, og skal veitt á
timabilinu 1. maí—15. september, nema sérstaklega standi á.
tónamál
9. GREIN
Veitingamenn skuidbinda sig til að bæta þjófnað við innbrot
og skemmdir, sem verða á hljóðfærum meðlima F.Í.H. x'
húsakynnum meðlima S. V.G., og gildir þetta einnig um tjón,
sem þriðji aðili veldur. Hljómlistarmaður skal tilkynna við-
komandi veitingamanni tjónið strax og við verður komið.
Verði hljóðfæraleikari sannanlega fyrir tjóni á algengum
nauðsynlegum fatnaði og munum við vinnu, svo sem úrum og
gleraugum o. s. frv., skal það bætt skv. mati.
Slík tjón verða einungis bætt, ef þau verða vegna óhappa á
vinnustað. Eigi skal bæta slíkt tjón, ef það verður vegna
gáleysis eða hirðuleysis hljóðfæraleikarans.
10. GREIN
Skylt er vinnuveitendum að tryggja launþega þá, sem samn-
ingur þessi tekur til, fyrir dauða, varanlegri örorku eða tíma-
bundinni örorku af völdum slyss í starfi eða eðlilegri leið frá
heimili til vinnustaðar og frá vinnustað til heimilis.
Ef launþegi hefur vegna starfs síns viðlegustað utan heimilis,
kemur viðlegustaður í stað heimilis, en tryggingin tekur þá
einnig til eðlilegra ferða milli heimilis og viðlegustaðar.
Hljómlistarmaður telst hefja störf þegar samæfingar hefjast í
húsakynnum veitingamanns.
1. Dánarslysabœtur verða:
1. Ef hinn látni var ógiftur og lætur ekki eftir sig barn og
hefur ekki séð fyrir öldruðu foreldri 67 ára eða eldri kr.
1.408.000.
2. Ef hinn látni var ógiftur, en lætur eftir sig barn (börn) undir
17 ára aldri og/eða hefur sannanlega séð fyrir foreldri eða
foreldrum (67 ára eða eldri) kr. 4.460.000.
3. Ef hinn látni var gift/kvæntur, bætur til maka kr.
6.091.000.
4. Ef hinn látni lætur eftir sig barn (kjörbarn, fósturbarn)
innan 17 ára aldurs, fyrir hvert barn 1.172.000.
Bætur greiðast aðeins skv. einum af töluliðum nr. 1, 2 eða
3. Til viðbótar með töluliðum nr. 2 og 3 geta komið bætur
skv. tölulið nr. 4.
Rétthafar dánarbóta eru:
1. Lögerfingjar.
2. Viðkomandi aðilar að jöfnu.
2. Eftirlifandi maki.
4. Viðkomandi börn, en greiðist til eftirlifandi maka, ef hann
er annað foreldri ella til skiptaráðanda og/eða fjárhalds-
manns.
13