Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 27

Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 27
Aðfaranótt 20. apríl lézt á Land- spítalanum Gunnar Ormslev hljómlistarmaður eftir mjög stutt veikindi. Þegar miklir hæfileikamenn eru á brott kallaðir í blóma lífsins setur okkur hina hljóða. Undirritaður átti því láni að fagna að njóta samvista þeirra hjóna nokkrum sinnum á s. 1. sumri frá amstri dagsins. Var það í Kaupmannahöfn, þar sem þau höfðu nýlega standsett íbúð sína. Þau virtust sem nýgift þrátt fýrir 30 ára hjónaband. Sól skein í heiði og Gunnar var með gamanyrði á vörum, eins og honum var einum lagið. Hann naut lífsins í ríkum mæli og fjölyrti um framtíðina, sem hann sá óvenju bjarta. Hamingju- samlega kvæntur, njótandi þeirrar gæfu að eiga mannvænleg, upp- komin börn. Komandi skólaár var ofarlega á baugi, því kennslan átti hug hans allan. Það virðist hafa komið hon- um nokkuð á óvart, sem öðrum leyndist ekki, en það var hinn frábær árangur, er hann hafði náð á því sviði undanfarin ár. Ef hann hefur saknað einhvers, þá var það hversu seint hann hóf kennslu. .,Að skreppa upp í skóla“ á ólík- legustu tímum til að gefa nem- endum aukatíma, var í hans aug- um sjálfsagt mál. Kennslan virtist honum allt. Má það heita furðulegt, þar sem TÓNAMÁL t Gunnar Ormslev Fæddur 22. mars 1928 Dáinn 20. apríl 1981 í hlut átti maður, sem staðið hafði í sviðsljósinu alla sína ævi sem bezti jazzleikari íslands. Allar listgreinar hafa átt því láni að fagna að eiga á erfiðleika- og niðurlægingartímabilum, þrá- hyggjumenn, sem neituðu að gef- ast upp, þrátt fyrir efasemdir ann- arra. Slíkur var Gunnar jazztón- listinni, þó hann bæri nokkuð efnahagslegt tjón af. Það varð honum því mikið gleðiefni, þegar jazztónlistin hófst til vegs á ný, en í dag er enginn tónlistarháskóli svo aumur að kenna ekki þessa listgrein. Hann var traustur félagi, sem dró aldrei tilvist stéttarfélags síns í efa og strax í upphafi var hann sjálfkjörinn fulltrúi þess í Nord- jazz og gegndi því af alúð til dauðadags. I stríðslok stóð jazz í hvað mest- um blóma hér á landi og hélst þð fram á sjöunda áratuginn. Þá voru jazztónleikar tíðir og „jam-sessionir“ haldnar vikulega. Jazzblaðið var gefið út í nokkur ár með sínum árlegu vinsældakosn- ingum og alltaf var Gunnar lang- efstur sem tenórsaxófónleikari. Arið 195 1 var brugðið út af van- anum og kosið um einn mann. Hlaut Gunnar þriðjung atkvæða, en allir hinir skiptu restinni á milli sín, en misjafnlegaþó. Slíkir voru yfirburðir hans. A þessum árum bar oft að garði heimsfræga jazzleikara, sem léku 27

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.