Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 25
breytingaleysi og fásinni valda
honum oft vonbrigðum. Samt
gefur hann endanlega upp áform
wm búsetu með framandi þjóð.
Það verður landi til láns. — Með
frekara framhaldsnámi hefði Þór-
arni vafalaust tekist að verða
heimsfrægur einleikari, svo söng-
n'kur var tónn hans, svo fyrirhafn-
arlítil voru honum öll gígjugrip
°g bogans brögð. En þá hefði ætt-
jörðin ekki notið krafta hans og
brautryðjandastarfs sem uppal-
anda. Island hefði máske eignast
sinn Kreisler en engan fiðlukenn-
ara. Og við þáverandi aðstæður
var þjóðinni meira um vert að eiga
landsföðurlegan fiðlara en farand-
virtúós.
Tvímælalaust má því telja Þór-
arin með þjóðnýtu kennslustarfi
sinu, einn meðal merkustu íslend-
mga þessarar aldar. Hann kynnir
fiðluna sem eitt hið undraverðasta
hljóðfæri allra tíma og elur upp
tvær kynslóðir nemenda, er verða
stofn að fjölskrúðugum samleik
vaknandi tónmenntalífs. Kjarni
núverandi konserthljómsveitar er
árangur af ævistarfi hans. Og
naörg íslensk tónskáld eiga hand-
leiðslu hans mikið að þakka.
Sem lagahöfundur er Þórarinn
fandskunnur. Enda þótt metnaður
hans beindist ekki að orðstír tón-
skálds, hefir honum auðnast að
skapa söngstef, sem gjarna gleðja
hvers manns hlustir. Hann hittir
þann tón sem án allra heilabrota
TÓNAMÁL
túlkar gleði og þrá í látlausu
formi. Fögnuður tjáningar er hon-
um ríkari en hvers kyns tregi,
gaman yfirgnæflr alvöru. Sem
sannur músíkant syngur hann af
hjartans lyst, laus við allar efa-
semdir, fjarri öllum fræðilegum
útreikningum. Þannig bera lög
hans vitni hugarkæti og fölskva-
lausri tilfinningu þess manns, sem
Hávamál lýsa svo: Glaður og reif-
ur skyli gumna hverr.
Enda þótt Þórarinn segðist ekki
vera mikill félagsmaður og hafa
óbeit á pólitík, þá eru þó afrek
hans á sviði ýmissa almennra sam-
taka sögulegur kapítuli. Hæst ber
þar stofnun Hljómsveitar Reykja-
víkur árið 1921, sem Þórarinn
stjórnaði fýrstur allra, bæði sem
formaður og hljómsveitarstjóri.
An tilkomu hans hefði slíkur
flokkur svo snemma ekki ýtt úr
vör. Þetta var fyrsta hljómsveit Is-
lands og undanfari allra síðari
samleikshópa klassískra hljóðfæra.
Attaárum síðar, ásumardaginn
fyrsta 1929, hefir Þórarinn æft
efnisskrá með 20 nemendum sín-
um og stjórnar á hljómleikum
þessari nýstárlegu barnahljóm-
sveit. Svo mörg fiðluleikandi börn
höfðu hér aldrei fyrr saman komið
á konsertpalli. Var þetta þá, og er
reyndar enn, einstæður viðburður
og mikil hvatning upprennandi
viðleitni í tónlistaruppeldi. Þann-
ig var Þórarinn merkisberi í fé-
lagslegum samtökum, bæði með-
al uppvaxandi og fúllvaxinnar
kynslóðar.
Sem starfsmaður Ríkisútvarps-
ins frá byrjun þess hvíldi mikill
hluti lifandi músíkflutnings á
herðum Þórarins. Hér lék hann
iðulega einn og með öðrum, bæði
í tríói, kvartett og í hljómsveit
útvarpsins, sem hann svo stjórn-
aði, er liðsmönnum fjölgaði. Var
hann ætíð vinsæll og vinmargur í
samstilltum hópi hljóðfæraleik-
ara. Og þegar við, nokkrir með-
limir í FÍH, stofnuðum Hljóm-
sveit félags ísl. hljófæraleikara ár-
ið 1944, gerðist hann fúslega kon-
sertmeistari. Samstarfsvilji Þórar-
ins kom þá ekki síður fram við
stofnun Félags ísl. tónlistarmanna
árið 1940, en þar gegndi hann
fyrstur manna formannsstörfum.
Af framanskráðu má ráða, hve
margvíst hefir verið ævistarf Þór-
arins. Þrátt fyrir oft æði langan
vinnudag, var hann jafnan skap-
léttur. Lífskraftur hans var ótrú-
lega mikill, og spaugsyrði voru
honum ávallt tiltæk. Að eðlisfari
var hann bjartsýnismaður, kátur í
lund og ljúfur í viðmóti.
í kennslustundum mínum hjá
Þórarni minnist ég þess aldrei, að
hann yrði þykkjuþungur né
brygði skapi, þótt taktur riðlaðist
eða óhreinn tónn óprýddi lag.
Slíkt var langlundargeð hans og
sálrænt innsæi. Barn varð að með-
höndla af varfærni og laða það með
Framhald á hls. 28
25