Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 22

Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 22
Hérna á árum áður, þegar ákveð- inn hópur ungra manna var með- vitað eða svo að segja alveg óvart að velja sér það lífsstarf að stunda músík og leika á hljóðfæri, höfð- um við það alveg skýrt í huga félagarnir, hverja eiginleika sá þyrfti að hafa til að bera, sem kallast gæti góður „bandmaður" á okkar máli — orðið band í merk- ingunni hljómsveit. Þeim hinum sama þurfti að vera fleira til lista lagt en það, að geta leikið á hljóð- færi sitt af prýði, þannig að lýs- ingin „góður hljóðfæraleikari“ náði engan veginn fyrirbærinu. Góður ,,bandmaður“ þurfti að bjóða af sér góðan þokka, vera snyrtimenni í hvívetna, stundvís og háttprúður, hafa eyra fýrir sam- leik og samhljómi og næmi fýrir samvinnu, tilfinningu fýrir heild- arútkomu, en auk þess kraftinn, sjálfsöryggið og aðra góða eigin- leika einleikarans, þegar svo bar undir. A þessum dögum þótti nefnilega ekki nóg að hljómsveitir flyttu góða músík síns tíma held- ur tilheyrði að vera þokkalega til fara og temja sér sæmilega sviðs- framkomu. Samkvæmt þeirri ,,ný-siðfræði“ bylgju hljómsveit- arfólks, sem þá barst líklega hing- að frá Ameríku með íslenzkum námsmönnum við músikskóla í New York, þeim K.K. og Svavari Gests, voru t. d. reykingar stranglega bannaðar á sviðinu, ekki þótti siðlegt að snúa baki við 22 t Andrés Ingólfsson Fæddur 11. júlí 1935 Dáinn 4. apríl 1979 áheyrendum nema nauðsyn bæri til, fráleitt að vera órakaður eða með illa greitt hárið, dónaskapur að hósta í hljóðnemann og margt fleira, sem ég man ekki í svip. Þessar bollaleggingar um hinn góða ,,bandmann“ komu mér í hug við sviplegt fráfall eins félag- anna, Andrésar Ingólfssonar. Fréttin um látið kom eins og ís- kaldur gustur fýrir tveim eða þrem dögum. Fyrst verður maður orðlaus, síðan koma hugrenningar um líflð og dauðann, og þá er kannski litið yfir farinn veg og til þeirra tíma, þegar leiðirnar lágu saman. Og þegar ég hugsa til ár- anna, er leiðir okkar Andrésar lágu hlið við hlið, sé ég svo skýrt, að hann er einmitt eitt gleggsta og bezta dæmið um hinn góða ,,bandmann“, sem ég á í minn- ingunni, hafandi þó verið svo heppinn að starfa með mörgum úrvalsmanninum. Ég hef ekki talið árin nákvæm- lega, en líklega eru þau ekki færri en níu, sem við Andrés stóðum saman á pöllum. Fyrst ég í hljóm- sveit hans stuttan tíma, en síðar hann í hljómsveit minni um ára- bil. I Reykjavík mestan hlutann, en auk þess vítt og breitt um landið, og svo utanlands líka, erf- itt tveggja mánaða skeið í Þýzka- landi. Ég minnist heilmargra sjónvarpsþátta, þar sem Andres stóð sem klettur úr hafinu við upptökur og sýndi ótvíræða leik- TÓNAMÁL

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.