Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 23
hæfileika. Langt og stundum
þreytandi starf við gerð útvarps-
þátta og hljómplatna skýtur upp
kollinum í minningaflóðinu og
tengist myndinni af traustum fé-
laga, hlekk, sem ekki brást þegar
keðjan var strengd. Og aðrar
stundir, þegar allt gekk sinn vana-
gang og ekkert bjátaði á, man ég
hinn dagfarsprúða og hægláta
mann. Eg minnist líka glettninn-
ar f svipum, þegar eitthvað
spaugilegt bar við. En tilfinning-
um var að öðru leyti lítt flíkað, og
mnstu hugrenningar félögunum
lokuð bók. Andrés Ingólfsson var í
rauninni maður dulur.
Eg hef litla tilhneigingu til að
tíunda hér ævi Andrésar í smá-
atriðum, heldur stikla aðeins á
stóru, styðst við eigið minni, sem
er engan veginn óskeikult. En sem
tmgur drengur, er bjó hjá móður
sinni, Vilborgu Guðmundsdótt-
ur, einhversstaðar inni í Vogum,
að mig minnir, fékk Andrés þenn-
an óstöðvandi áhuga á músik,
eignaðist saxófón og fór að blása
með félögum sínum og stilla sam-
an til hljómsveitar. Hann varð
brátt einn hinna ungu, efnilegu,
°g lagði leið sína á tónskóla í
Bandaríkjunum. Eftir að heim
kom starfaði hann með þekktari
danshljómsveitum landsins að því
er heita má sleitulaust til síðasta
Bags. Um tíma stóð hann sjálfur
fytir hljómsveit, sem skipuð var
TÓNAMÁL
kunnum mönnum og naut vin-
sælda. Síðasta skeið ævi sinnar lék
hann svo með hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar á Hótel Sögu. Hann
var góður saxófónleikari og hafði
gaman af fagmannlegum vinnu-
brögðum í hljómsveitum, enda
þótt hugur hans stæði alltaf frem-
ur til jazz-tónlistar en þeirra
popp- og dægurlaga, sem hann
lengst af starfaði við í danssölum.
Andrés Ingólfsson var hinn
mesti þjarkur til vinnu, og árum
saman vann hann tveggja manna
starf, við verzlunarstörf að degin-
um fullan vinnudag, en sem
hljómlistarmaður um kvöld og
nætur, oft í þeim hljómsveitum,
sem hvað mest höfðu að gera.
Honum létu verzlunarstörfin
einkar vel og naut sín þar sem
annars staðar prúðmannleg fram-
koma hans. Flest samstarfsár
okkar starfaði hann jöfnum hönd-
um að verzlunarstörfúm og virtist
fara létt með. Undanfarin nokkur
ár hafa leiðir okkar legið í sitt-
hvora áttina, en slíkt er ekki
óvenjulegt í músikbransanum.
Það var svo ekki alls fyrir löngu að
við áttum langt samtal í síma um
heima og geima og ýmis vandamál
líðandi stundar. Áreiðanlega
opinskárra samtal en við höfðum
áður átt og líklegast lengsta sam-
tal okkar í síma fýrr og síðar. Því
báðir virtust hafa sitthvað að
segja, og hafa tíma til að segja
það, aldrei slíku vant. Ekki grun-
aði mig að þetta yrði síðasta sam-
tal okkar Drésa, eins og við félag-
arnir nefndum hann. Sú er þó orð-
in raunin á.
Það er komið að kveðjustund,
langt fýrir tímann, að því er mér
finnst. Saxófónninn er þagnaður.
Andrés Ingólfsson er horfinn sjón-
um. Fallinn frá á bezta aldri.
Hann varð ekki nema 43 ára gam-
all. En minningin um góðan
„bandmann" lifir. Svo og tónar
saxófónsins á nokkrum hljómplöt-
um og upptökum. Við félagarnir í
hljómsveitunum og F.I.H.
gleymum Andrési ekki. Tónarnir
síðustu þagna og við kveðjum.
Börnum Andrésar og öðrum ná-
komnum votta ég samúð okkar
allra og bið Guð að sefa sorg
þeirra.
Olafur Gaukur
?3