Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 40
Ég ólst upp í tíðinda-
leysi kreppuáranna
og eiginlega finnst
mér fátt hafa gerst
sem í frásögur er fær-
andi fyrr en breski
herinn nam land í
Reykjavík. Þá var ég
fjórtán ára og manni
fannst þetta allt alveg óskaplega spennandi
og nýstárlegt. Ég man að ég hafði sérstak-
lega áhuga á úniformunum þeirra, allir
strákar hafa áhuga á einkennisbúningum,
en hvað mig snerti var eitthvað meira sem
heillaði. Þarna hitti ég fyrstu ástina mína í
lífinu, á Skotapilsi uppi á Skólavörðuholti
þar sem hann bjó í hermannakampinum.
Þá var ég fimmtán ára og hann 23 ára
liðsforingi í breska hernum. Einhvern veginn
fórum við að tala saman og mæla okkur
mót, og það er ekki að orðlengja það, við
heilluðumst bara hvor af öðrum.
Þetta var ógurlega spennandi en skrýtið,
og ég verð að játa að vikuna eftir fyrsta
ástarfundinn okkar átti ég svolítið erfitt með
sjálfan mig. Mér fannst allir horfa á mig og
ég roðnaði af engu tilefni ef einhver yrti á
mig. En svo rann nú sektarkenndin af mér
og síðan hef ég aldrei þjáðst af henni þegar
kemur að tilfinningum mínum til annarra
karla. Þegar ég hugsa til unglingsáranna
finn ég bara góðar minningar.
Með offíserum í Laugarnesi
Breski liðsforinginn kvaddi Ísland, en þá var
ég farinn að rata betur um þennan heim, og
17–18 ára var ég kominn inn í klíkurnar sem
sóttu partí með hermönnunum. Í einu slíku
kynntist ég bandarískum lækni sem starfaði
í þjónustu hersins á Laugarnesspítala. Ég
treysti honum alveg fyrir sjálfum mér frá
fyrstu tíð, hann var svo grandvar maður,
háskólagenginn og mjög fágaður. Það er
svo önnur saga að ættir hans voru ekkert
líkar honum sjálfum, hann kom nefnilega
úr gangsterafjölskyldu í New York, en alinn
upp utan við glæpagengið. Það lið var þá
farið að hugsa til þess að reyna að mennta
sitt fólk í góðum siðum og halda afkvæmun-
um utan við sorann. Móður hans og systur
hitti ég svo vestur í Ameríku þegar ég leitaði
hann þar uppi síðar meir, mikið sómafólk.
Þessi vinur minn var með lækningastofu á
spítalanum, en inn af henni hafði hann stóra
stofu fyrir sjálfan sig og þar elskuðumst
við. Og ekki vantaði tillitssemina. Þegar við
höfðum mælt okkur mót lét hann senda eftir
mér á bíl sem sótti mig alltaf á sama stað
við hornið á Veghúsastíg og Klapparstíg.
Svo var ekið inn í Laugarnes og eftir að við
höfðum elskast var manni stundum boðið
að borða í offíseraklúbbnum þar í húsinu.
Aldrei var ég samt þarna yfir nótt, hvernig
hefði ég líka átt að útskýra það heima? En
mér var alltaf ekið heim og skilað á sama
hornið og ég fór upp í bílinn. Þeir kunnu sig,
þessir menn. Og þú getur rétt ímyndað þér
allt nýjabrumið sem
var á þessu fyrir strák
sem hafði varla komið
út fyrir Reykjavík.
Svona gekk þetta í hálft
annað ár.
Ég man sérstaklega
hvað hann var örlátur,
hann var að gefa mér
gjafir, skyrtur og bindi,
en satt að segja lenti ég
í hálfgerðum vandræðum
með þetta. Ég bjó hjá móður
minni því að foreldrar mínir
skildu þegar ég var á þrett-
ánda ári. Hvernig átti ég að
útskýra amerískan fatnað fyrir mömmu? Það
var bara ekki hægt, svo ég fór aldrei heim
með gjafirnar. En súkkulaði og sælgæti, það
var í lagi, það var svo algengt að hermenn-
irnir gaukuðu svoleiðis að fólki.
Út úr litlum og þröngum heimi
Þórir rifjar síðan upp kynni sín af stúlkunum
og strákunum í ástandinu, hvernig þau urðu
kunningjar og skemmtu sér saman. Þau
sóttu staðina, Heitt & Kalt og Kaffi Kol við
Hafnarstræti og West-End á Vesturgötu,
og lentu í ævintýrum, „allt of mörgum
ævintýrum“ eins og hann orðar það. Þetta
voru unglingarnir sem gerðu út á það að
mynda vinskap við Tjallann og Kanann. Þau
sóttu böllin í Baldurshaga sem hernámsliðin
stóðu fyrir, en það var stórt samkomuhús
uppi við Rauðavatn. Þótt aldrei sæi Þórir tvo
karla dansa þar saman höfðu piltarnir lag á
því að finna hver annan.
Oftast var þetta nú bara stundargaman,
en mörg okkar voru að vonast eftir ein-
hverju meira, eiginlega vorum við öll að
leita að leið út úr okkar litla og þrönga
heimi. Stelpurnar náðu sér stundum í eigin-
mann, en ævintýrin stóðu oftast styttra hjá
strákunum, aðstæður dátanna voru þannig,
á sinn hátt fóru þeir leynt með sjálfa sig,
alveg eins og Íslendingarnir. Margir áttu líka
konu og börn sem biðu eftir þeim heima. En
ég var nokkuð laginn við að mynda tengsl og
félagsskap við suma af þessum elskhugum
mínum, til dæmis fór ég með einum þeirra
í ferð norður í land þar sem við gistum hjá
vinafólki ömmu minnar á Blönduósi. Þetta
var heilmikill viðburður í lífi
mínu því að ferðalög um
Ísland voru talsvert mál árið 1943. Þessi
vinur minn var í flughernum og ég á ennþá
mynd af honum sem ég tók í rabarbaragarði
á Blönduósi.
Með stúdentshúfu í rökkrinu
Það var ótrúlega mikið af karlmönnum sem
stunduðu Reykjavíkurhöfn á þessum tíma, því
þarna rétt hjá var kampur, þar sem kolakran-
inn stóð, og alltaf krökkt af hermönn-
um niðri við höfn. Svo birtust Íslendingarnir
þegar fór að skyggja. Fæstir þeirra voru
lausir og liðugir, langflestir voru giftir menn
og margra barna feður. En allir að leita að
því sama. Ég man eftir einum sem mætti
alltaf með stúdentshúfuna til að ganga í
augun á hermönnunum.
Ég á afskaplega góðar minningar um
þessi ár, en sé það síðar að ég sigldi í gegn-
um þetta án þess að vera að velta fyrir mér
stöðu minni í lífinu. Ég talaði aldrei á þeim
árum um það við fjölskyldu mína að ég væri
hommi, en var heldur ekkert brjóta heilann
um það hvað hún héldi. Ég ímyndaði mér
eiginlega að hana grunaði ekki neitt þótt ég
Í rabarbaragarði
num á Blönduós
i sumarið 1943.
40