Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 54

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 54
54 Ragnhildur Sverrisdóttir Regnbogadagurinn í ágúst á hverju ári er þjóðhátíðin okkar. Við fjölskyldan, tvær mömmur og tvær stelpur, förum alltaf þegar við getum í gleðigönguna. Fyrst fórum við þegar systur voru tæplega eins og hálfs. Einu sinni gáfumst við upp. Þá vorum við albúnar, gengum út úr húsinu okkar, settum stelpurnar í kerrur – og fórum aftur inn, gjörsamlega gegndrepa í rigningunni. Regnið það árið dró auðvitað ekkert úr gleðinni niðri í bæ þótt smábarnamömmur vorkenndu sér óskaplega. Stelpurnar okkar vita að Regn- bogadagurinn er merkilegur. Hann er dagurinn okkar. Hann er mikilvægur fjölskyldunni okkar, hann er mikilvægur öllum konum sem elska konur, körlum sem elska karla og öllum sem þeim tengjast. Við erum allar að rifna úr stolti þennan dag. Í fyrra fórum við í bæinn. Þegar við komum heim skrif- aði ég eftirfarandi færslu á bloggið mitt: 11.8.2007 | 22:47 Gleðigangan Við vorum snemma í því, mættar á Hlemm um hálf- tvö. Magga systir kom með okkur. Við lögðum bílnum við Kjarvalsstaði og röltum Rauðarárstíg. Þegar við nálg- uðumst Hlemm benti ég stelpunum á að þar væri gangan, ég sæi fána og blöðrur. Elísabet hafði áhyggj- ur: „Ef við göngum og gangan er að ganga, hvernig náum við henni þá?“ Ég sagði henni að gangan væri ekki lögð af stað (og væri þar með ekki orðin „ganga“, skiljiði?) Öll hersingin lagði af stað og við vorum viðbúnar að skjóta okkur inn í hana. En biðum kannski of lengi. Við vorum jú ekki „Dykes on Bikes“, ekki heyrnarlausar og samkynhneigðar, ekki teljumst við til aðstandenda samkynhneigðra (nema Magga systir en hún vildi vera samferða okkur), við tilheyrum ekki áhugafólki samkynhneigðra um trúmál og svo mátti lengi telja. Hver flotinn á fætur öðrum fór hjá, en loks þegar Páll Óskar sigldi framhjá með dúndrandi diskótónlist og dansandi gaura á pallinum, þá röltum við á eftir. Guð má vita hvað það gerir okkur. Svona fer þegar maður analíserar allt fjandans til. Stelpurnar voru hrifnar af öllum þessum skrautlegu og stundum skr‡tnu búningum. „Svona á fólk sko að skemmta sér!“ lýsti Margrét hrifin yfir og dillaði sér svo í takt við tónlistina hjá Páli Óskari. Um miðjan Laugaveg vorum við farnar að dragast verulega aftur úr Páli Óskari og co og þá skelltum við okkur niður á Hverfisgötu, gengum rösklega yfir á Arnarhól, sett- umst niður í blíðunni og biðum rólegar eftir að gangan kæmi til okkar. Mikið rosalega var þetta allt flott og vel heppnað! Og verður fjölmennara með hverju árinu! Og veðrið, maður lifandi!!! Og hvað er hægt að setja mörg upphrópunarmerki í eina málsgrein??!!! Og aftur í ár! Við ætlum í næstu gleði- göngu líka. Systur myndu ekki taka annað í mál og auðvitað þurfa þær ekki að beita okkur Kötu hörðu. Fátt er betra fyrir sálina en að slást í för með regnbogaliðinu niður Laugaveginn. Þar er enginn eins, en allir geta fylkt sér undir sama fánann. Regnbogafánann okkar, sem er tákn frelsis og fjölbreytileika. Er hægt að hugsa sér betri þjóðhátíð? REGnbOGAdAGuRInn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.