Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 48

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 48
Myndlistarmaðurinn, tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Wolfgang Müller kom fyrst til Íslands í boði Listahátíðar vorið 1990 með félögum sínum úr framúrstefnuhljómsveitinni Die Tödliche Doris (1980–1987). Hann dvaldi hér síðan lengur og skemur næstu árin og gerði Ísland, land og þjóð, beinlínis að efniviði í list sinni. Meðal annars hefur hann rýnt mikið í þá mynd sem landar hans hafa gert sér af sögueyjunni í norðri og komið sér upp merku safni af ferðabókum Þjóðverja um Ísland. Segja má að það lýsi manninum að áhugasviðið nær frá framsæknu pönk-rokki til fornra ferðabóka. Wolfgang Müller var gestur Hinsegin daga 2002 og gestakennari við Listaháskóla Íslands veturinn 2004. Hann hefur haldið ýmsar uppákomur og listsýningar á Íslandi og þáttur hans í samsýningu íslenskra og þýskra listamanna í Nýlistasafninu 1998 vakti mikla athygli hér heima og í Þýskalandi. Þá opnuðu þau Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona einkarekna Goethe-stofnun á Íslandi eftir að sú opinbera var lögð niður í sparnaðarskyni. Wolfgang hefur gefið út tvær bækur um menningu, náttúru og mannlíf á Íslandi, Blue Tit (1996) og Neues von der Elfenfront (2007) og samið fjölda blaðagreina. Þá hefur hann kynnt Ísland í útvarpi og sjónvarpi og samið átta útvarpsleikrit fyrir bæjerska útvarpið sem einnig tengjast Íslandi á einn eða annan hátt. Í næsta útvarpsleikriti má heyra raddir ellefu útdauðra fuglategunda, þar á meðal geirfuglsins, endurgerðar samkvæmt lýsingum sem enn eru til. Schwules Museum er einstakt í sinni röð í heiminum. Síðan 1985 hefur þar verið safnað bók- staflega öllu sem snertir samkynhneigða, sögu þeirra og líf. Einn þáttur í þeirri sögu eru ofsóknir sem samkynhneigðir sættu í Þriðja ríkinu, en rannsóknar- og söfnunarstarfið beinist einnig að lífi og menn- ingu samkynhneigðra í öðrum löndum. Safnið hefur ýmsar sýningar á boðstólum og gestir í Berlín ættu tvímælalaust að heimsækja það. Í sýningunni á Borgarbókasafni bregður Wolfgang upp ljósmyndum sínum af 13 sam- kynhneigðum karlmönnum sem hann hefur hitt á leið sinni um Ísland og gefur þeim jafn- framt orðið. www.wolfgangmueller.net www.die-toedliche-doris.de Schwules Museum, Mehringdamm 61, Berlin www.schwulesmuseum.de WOlFGAnG MülleR AnD SCHWUleS MUSeUM BeRlin ARt exHiBitiOn in tHe FOyeR OF tHe City liBRARy, tRyGGvAGAtA 15 lASt SHOWn in BeRlin 1995 Since 1990, when he was invited to the Reykjavík Arts Festival, the Berlin-based artist, musician and author Wolfgang Müller has had a strong connection with iceland. He was founder of the avant-garde punk band Die tödliche Doris (1980–1987) and in 1982 he published Geniale Dilletanten (ingenious Dilettantes), the manifesto of the West Berlin underground music scene. He has written two books about iceland, Blue Tit in 1996 and Neues von der Elfenfront, Suhrkamp verlag 2007, and numerous articles in German newspapers and magazines. He has also written and directed eight radio plays for Bavarian Radio 2, and the next one, Séance vocibus Avium, will feature the reconstructed sounds of 11 extinct birds, including the Great Auk. „die Riesen werden mich für argr halten“ WOLFGAnG müLLER OG SChWuLES muSEum bERLín 7.–31. áGúSt 2008 Myndlistarsýning í Borgarbókasafni reykjavíkur áður sýnt í schwules Museum Berlín 1995 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.