Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 59
MEGINLAND EVRÓPU
AMSTERDAM er einstök í sinni röð. Þar bíða þín vindmyllur, tréskór,
túlípanar og kaffihúsin frægu. Listir og matur erta skynfærin og í borginni
er fjöldi listasafna og frábærra veitingastaða.
BERLÍN er vettvangur frjálslyndis, miðstöð djasstónlistar, lista og
skemmtunar. Hún gengur sífellt í endurnýjun lífdaga og er þekkt fyrir söfn
og frábæra matargerð.
FRANKFURT er lífleg borg. Úrvalið af verslunum, veitingastöðum, söfnum
og kaffihúsum er endalaust. Við mælum líka með heimsókn til Wiesbaden
og Heidelberg.
PARÍS er auðvitað fræg fyrir Eiffelturninn, Sigurbogann og iðandi næturlíf
á Champs Elyssées. En París geymir einnig sögu fornra konungdæma,
byltinga og valdarána og hægt að finna fyrir þessum liðnu tímum þegar
gengið er um götur borgarinnar.
BRETLAND
GLASGOW er hrein gullnáma fyrir þá sem vilja versla og þar er hægt að
snæða á mörgum frábærum veitingastöðum, fara í leikhús eða á næstu
krá og fá skoska stemningu beint í æð.
LONDON er ótrúlega fjölbreytt borg sem jafnvel bornir og barnfæddir
Lundúnabúar ná aldrei að kynnast til fulls. Piccadilly, Soho, lífvarðaskiptin
hjá lífvörðum drottningar, svörtu leigubílarnir, rauðu tveggja hæða
strætisvagnarnir, Westminster, Covent Garden … við gætum haldið
endalaust áfram.
MANCHESTER er kraftmikil, músíkölsk og spennandi borg. Verslanir í
Manchester eru jafngóðar og í London. Það sama gildir um veitingastaði
og næturlífið. Liverpool er svo skammt undan.
NORÐURLÖND
BERGEN er ein fallegasta borgin í Noregi og býður afþreyingu,
skemmtun og ótal tækifæri til útivistar og náttúruskoðunar. Bergen skartar
líka fallegum og sérkennandi miðbæ sem er að hluta til varðveittur frá
miðöldum.
GAUTABORG er tilvalin fyrir helgarferðina. Frábærar verslanir, tónleikar,
íþróttaviðburðir og góðir veitingastaðir.
HELSINKI er falleg borg og hrein gullnáma fyrir þá sem hafa unun af að
skoða frábæra byggingarlist og hönnun af öllu tagi. Auk þess er borgin
iðandi af lífi og fjöri og góðum veitingastöðum og skemmtistöðum.
KAUPMANNAHÖFN er borg þar sem Íslendingum líður vel. Fyrst skaltu
ganga niður Strikið sem iðar af lífi, kaffihúsum, verslunum, veitingastöðum
og dæmigerðum dönskum pylsuvögnum. Síðan er tilvalið að ganga
meðfram síkjunum, um fallega almenningsgarða eða kíkja í Tívolí.
OSLÓ er falleg borg og vinaleg með áhugaverðum söfnum, heillandi
útivistarsvæðum, kaffihúsum og veitingastöðum. Tilvalið fara í dagsferð og
aka norður á bóginn og þræða bláa firði, aka um skógivaxnar fjallshlíðar
og gróskulega dali.
STOKKHÓLMUR er í fallegu umhverfi. Eyjar og klettar gera ströndina
einstaka. Arkitektúrinn er blanda af gömlu og nýju. Stokkhólmur hefur yfir
sér konunglegan blæ. Í Gamla Stan, einu elsta hverfi borgarinnar, er að
finna m.a. konungshöllina, þröng stræti og aldagamlan sjarma.
BANDARÍKIN
BOSTON er „evrópsk í anda“, borg sem fólk fellur fyrir, hreinasta gersemi
þar sem bókstaflega allir finna eitthvað við sitt hæfi.
MINNEAPOLIS er spennandi áfangastaður. Mall of America, stærsta
verslunarmiðstöð Bandaríkjanna, er í Minneapolis og þar eru líka frábærir
veitingastaðir, óviðjafnanleg söfn og gott tónlistarlíf.
NEW YORK er heillandi suðupottur. Ys og þys á Wall Street eða
afslappað andrúmsloft í Greenwich Village. Lífsgleði á Broadway eða
notalegur friður á litlu kaffihúsi. New York hefur upp á allt að bjóða.
ORLANDO er í hjarta Florida. Það er tilvalið að hefja fríið í Orlando til að
slaka á og til að upplifa allt það sem Florida hefur að bjóða. Orlando er
líklega þekktust fyrir fjölmarga skemmtigarða, sumir þeirra eru meðal
þeirra frægustu í heiminum.
KANADA
HALIFAX er kjörinn staður fyrir þá sem vilja hafa það gott, skipta um gír
og slaka á. Hérna eru fyrst flokks gististaðir, frábærir veitingastaðir,
smitandi fjör á kránum í miðbænum, gott mannlíf og litrík menningarhefð.
TORONTO, viðskipta- og menningarhöfuðborg Kanada á norðvestur-
bakka Ontariovatns, er nýr áfangastaður Icelandair. Borgin iðar af mannlífi
og þrótti. Toronto er þekkt fyrir ýmiss konar hátíðir og má nefna t.d.
Downtown Jazz Festival, Toronto Bluesfest og kvikmyndahátíðina Toronto
International Film Festival, í september.
ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN
Helstu áfangastaðir Icelandair
ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN
HELSTU ÁFANGASTAÐIR ICELANDAIR
W W W. I C E L A N DA I R . I S