Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 42

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 42
Þórir sneri aftur heim til Íslands og starfaði við ýmis- legt, en hélt svo til Bretlands upp úr 1950. Hann kann margar sögur af lífinu í London á þeim árum, hann eignaðist vini sem hann ræktar enn og kynntist skemmtistöðum homma á tímum kúgunar og hræðslu. Og þar sá hann karl- menn dansa saman í fyrsta sinn í lífinu. Frjálslyndið náði þó ekki lengra en svo að þegar gestirnir í AMB-klúbbnum freistuðust til að dansa vangadans þá stormaði „the hostess“ út á gólfið, fyrirferðarmikill karl- maður með kvenmannshatt á höfði, og skildi menn að. Um tíma bjó hann og starfaði hjá bresku vinafólki í Edinborg sem rak þar hótel og sú borg er í miklu uppáhaldi hjá honum. En aftur sneri Þórir heim til Íslands. Í fyrsta sinn sem ég fer á Borgina eftir heimkomuna svífur á mig ungur maður, horfir fast í augun á mér og segir: „Lulu is back in town.“ Ég fer allur hjá mér, hver fjandinn er þetta, síðan hvenær hef ég verið kallaður Lulu? „Æ, láttu ekki svona,“ sagði þá kunningi minn sem var með mér. „Þeir eru að spila lagið inni í sal – Lulu is back in town.“ Ég hef lengi verið kölluð Tóta Það er ástæða fyrir því hvers vegna mér er þetta svona minnisstætt. Það hefur lengi verið lenska hjá hommunum að kvenkenna vini sína. Upphaflega var þetta hluti af laumuspilinu, ef einhver heyrði þá tala saman, hlaut sá hinn sami að halda að þeir væru að spjalla um stelpur. En svo varð þetta bara hluti af menningunni og mörg kostuleg nöfn urðu til, lafði Ragnheiður, Malla milljón, Bella í glugganum, og enn verða til ný nöfn. Ég hef lengi verið kölluð Tóta, og nafnið var meira að segja bundið í dýran kveðskap þegar ég varð 75 ára. Ég læt það svo sem kyrrt liggja, en þessi siður hefur alltaf farið í taugarnar á mér, það er heldur niðurlægjandi að karlmenn skuli ekki virða skírnarnöfnin sín, eiginlega óvirðing við karlmennskuna. Kannski minnir þetta mann á þá staðreynd að margir okkar strákanna voru óttalega kúgaðir. Þeir kúguðu sjálfa sig og létu aðstæðurnar kúga sig. Til dæmis voru ýmsir oft þjáðir og þjakaðir af þessum giftu mönn- um sem vildu okkur. Á þessum tímum gengu flestir í hjónaband því þeir kunnu engin ráð, sáu engan valkost. Og hvað höfðu þeir svo að gefa hommunum? Þeir vildu líkama okkar en höfðu oftast ekkert að bjóða á móti nema kynlíf, sjaldan félagsskap og vináttu. Eftir að hafa verið með þeim lá við að maður yrði að sverja við Biblíuna að segja engum frá. Þetta var hörmung. Auðvitað vissu eiginkonurnar hvað um var að vera, en um það var víst aldrei talað. Og stundum gat þetta tvöfalda líf tekið á sig myndir sem eru lyginni líkastar. Einu sinni voru tveir kunningjar mínir við skál bakatil eftir lokun í búð við Lækjargötu sem móðir annars þeirra átti. Þeir voru komnir þar upp á borð í ástarleik þegar eiginkona annars þeirra birtist í dyr- unum með þessum orðum: „Hættið þessu fikti strákar og komið heim í súpu!“ Það þarf einn til að þekkja annan En Þórir man líka eftir mörgum upp úr miðri öldinni sem báru höfuðið hátt og báðust ekki afsökunar á neinu. Einn þeirra var Kjartan Brandsson dömuklæðskeri og mikið glæsi- menni sem var lengi í Danmörku en fluttist heim um miðja öldina og bjó í Hafnarfirði. Einhver tíma var það að einn af heldri borgurunum í Hafnarfirði bauð til veislu og þar var Kjartan, sagði hann mér. Þarna var fólk að skemmta sér í tveimur stórum stofum, 60–70 manns. Þá vindur bróðir frúarinnar sér að Kjartani og segir: „Þeir segja að þú sért sódó.“ Kjartan leit upp og sagði: „Já, er það? Þá skulum við takast í hendur, því mér hefur verið sagt að það þurfi einn til að þekkja annan.“ Um leið hugsaði Kjartan með sér að nú hefði hann gengið lengra en samkvæminu þóknaðist og bjóst við að enginn myndi yrða á hann það sem eftir væri kvöldsins. En það var nú öðru nær. Til hans streymdi fólk, alþingismenn og fínir borgarar, tók í höndina á honum og kynnti sig. Allt í einu var hann orðinn miðdepillinn í samkvæminu og botnaði ekki neitt í neinu. Þessir menn bjuggust svo oft við því versta og lentu í þá í alls konar sjálfheldu. Svo voru það hinir sem sigldu í gegnum lífið eins og þeim var eðlilegast. Og þeir voru til og þeir voru býsna margir, þessir hugrökku strákar í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratugnum, hver í sinni einkauppreisn. Einn þeirra var Haukur Hafstein, greindur og glæsilegur og alltaf óskaplega vel klæddur. Með mikið ljóst hár og þetta stóra nef. Hann var áberandi í bænum þar til hann hvarf til útlanda og bjó þar alla tíð síðan. Ísland var of lítið fyrir hann. Teknir á teppið Þannig var það líka með vin minn Jóhann Gestsson rakara – Möllu milljón. Hann fór sinna ferða án þess að spyrja kóng eða prest og var alveg einstaklega listrænn maður. Hann saumaði út, málaði og klippti vel, sérstaklega með skærum. Hann tróð upp Þórir með vinum sínum vestanhafs, þeim Charley, Fred og Ken. 42 Fred og Þórir á ströndinni með ónefndum féla ga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.