Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 41

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 41
ætti ýmsa stráka að góðum kunningjum sem allir vissu að voru hommar. Þegar það kom í ljós mörgum árum síðar að frænkur mínar vissu allt um mig varð ég alveg gáttaður, hvernig vissu þær þetta? Þær höfðu alltaf vitað það, var svarið. Svona var maður nú grænn. En þótt ég anaði stundum áfram beint af augum þá hafði maður sín viðmið. Mamma sagði einu sinni: „Ef þú kynnist fólki, hugsaðu þá út í það fyrst hvort þú getir hugsað þér að bjóða því heim.“ Þessu hef ég aldrei getað gleymt. Lulu is back in town Árið 1946 hélt Þórir til New York og Boston til að leita sér lækninga. Þar dvaldi hann í rúmt ár, hitti vini sem hann hafði kynnst meðal hermannanna, sótti staði þar sem hommar komu saman og eignaðist nýja félaga. Það var í Boston sem hann varð 21 árs, fullveðja og kominn með kosningarétt. Og hafði meira að segja ratað inn í heim fína fólksins, the society crowd. Í hópi hommanna sem urðu á vegi mínum fyrir vestan kynntist ég George Curley, syni borgarstjórans í Boston. Hann var af írskum ættum og við áttum saman margar góðar stundir. En hans heimur var annar en minn. Einu sinni var mér boðið í 300 manna veislu á heimili borgarstjórans. George sagði við mig að ég skyldi endilega taka einhvern með mér. Fyrr um daginn rakst ég af tilviljun á Fred, góðan vin minn af ítölskum ættum, og sagði honum endilega að koma með mér til borgarstjórans. Eftir að veislan var afstaðin tók George mig á eintal og spurði hvernig í ósköpunum mér hefði dottið í hug að taka Fred með mér í boðið. Ég minnti hann á að hann hefði sagt ég mætti taka með mér gest. „Sjáðu til, Thor, þótt við séum góðir kunn- ingjar á börunum, þá býður maður ekki daco heim til sín.“ Allt í einu varð ég ofboðslega sár, spurði hvað þetta daco þýddi og minnti George á að hann hefði kynnt okkur Fred á sínum tíma. Og ekki stóð á svarinu: „Það er í sjálfu sér ekkert að honum Fred, hann er bara Ítali.“ Þetta voru mín fyrstu kynni af rasisma. Og mér finnst gott að geta sagt það að ég hef aldrei gert mun á fólki eftir þjóðerninu eða því hvernig það er á litinn. Það er meira að segja svo merkilegt að útlit og vöxtur skiptir mig engu máli þegar ég finn mér elskhuga, það eru bara augun. Ef mér líkar við augnaráðið þá veit ég hvað ég vil. Í rabarbaragarði num á Blönduós i sumarið 1943. Þórir á nítjánda ári með eftirlætinu, hundinum Hrotta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.