Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2008, Blaðsíða 12
Það gleymir enginn Stereo Total sem einu sinni hefur heyrt og séð
þetta yndislega par á sviði. Þegar þau heimsóttu Hinsegin daga
árið 2002 vissu fæstir hver þau voru, en þegar þau kvöddu voru
þau stjörnur á Íslandi. Skjár 1 gerði þátt um þau sem var sýndur
og endursýndur margsinnis vegna mikillar eftirspurnar, og þau
tróðu upp á lítt undirbúnum tónleikum víða í borginni. Nú ætla þau
aftur að skella sér norður í „sumarfrí“ og fagna tíu ára afmælinu
með okkur.
Françoise Cactus og Brezel Göring skipa Stereo Total og flytja
svo fjölbreytta tónlist að gagnrýnendur hafa löngu gefist upp á
að draga þau í dilk. Sjálf leysa þau þann vanda með því að lýsa
einfaldlega yfir því, alveg purkunarlaust, að Stereo Total sé besta
poppsveit heims. Víst er að þau hafa alltaf farið sínar eigin leiðir.
Françoise Cactus er upprunnin í Frakklandi, en fluttist til Berlínar
snemma á níunda áratugnum og tók þar virkan þátt í skapandi
menningaróreiðu sem kennd er við afburðasnjalla viðvaninga.
Yfir káli og pylsum í kjörbúð einni fór Françoise að daðra við
pilt sem reyndist vera Austur-Þjóðverji að nafni Brezel Göring,
tónlistarmaður sem smíðaði sín eigin hljóðfæri og hélt úti band-
brjálaðri tilraunahljómsveit undir því táknræna nafni Sigmund Freud
Experience. Þau Françoise og Brezel rugluðu saman reytum sínum,
stofnuðu Stereo Total og hafa síðan gefið út ótal plötur í Evrópu,
Japan og Bandaríkjunum. Þau syngja einkum á móðurmálum sínum
frönsku og þýsku, einnig á ensku, en þó heldur minna „því að allar
þýskar hljómsveitir syngja á ensku“. Þau syngja auðvitað líka á
tyrknesku, „því við búum í Berlín, fjölmennustu borg Tyrkja næst
Istanbúl“ og munu að sjálfsögðu taka lagið á íslensku í sumar.
Stereo Total koma fram á útihátíðinni við Arnarhól laugar-
daginn 9. ágúst og síðan á tónleikum á Organ að kvöldi sama
dags. kl. 21.
www.stereototal.de
AnD nOW FOR SOMetHinG COMPletely DiFFeRent
... FROM BeRlin
the eclectic duo that forms Berlin based Stereo total, Françoise
Cactus and Brezel Göring, claim their band to be the best pop
group in the world. Critics say they are impossible to pigeon-
hole but attempts at definitions include that they fuse the dumb
energy of pop culture with the elite salon fizz of high culture;
a bottomless goldmine of clever ideas, populist yet unpreten-
tious; scuzzy, mischievous, exhilarating avante-garde pop,
spliced with punk and garage; a thrash aesthete’s idea of heav-
en; a tri-lingual, multi-disciplined, electronic, shambolic rock’n
roll echo from the future. the bottom line: nobody sounds like
Stereo total. emerging from the Berlin scene of „genius dilet-
tantes“, the clever and funny dual combination has made
a long list of records in europe, Japan and USA.
Stereo total will be performing at Club Organ, Saturday,
9 August at 9 p.m., and at the Open Air Concert at Arnarhóll
earlier that same day.
12
tOtAL
StEREO
A F t u R á S V I ‹ í R E y k j A V í k
Photo by: sim
gil