Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2009, Qupperneq 30
Fátt er mönnunum mikilvægara en að
þekkja sögu sína og rætur og fáar þjóðir
leggja jafn mikla rækt við þá þekkingu
og Íslendingar. Sagan er okkur eilífur
efniviður til að skilja og túlka lífið á líðandi
stund. Stöðugt beitum við sögulegum
staðreyndum til þess að réttlæta orð okkar
og gerðir, oft án þess að taka eftir því,
og söguna lesum við bæði sem fyrirmynd
og víti til varnaðar. Það er til dæmis ekki
einleikið hve Sturlunga saga er þjóðinni
ofarlega í huga á þeim örlagaríku tímum
sem hófust haustið 2008.
En heimildir um sögu þjóðarinnar eru
ekki allar jafn sýnilegar, öðru nær. Til
skamms tíma sá kvenna varla nokkurn
stað í þeirri Íslandssögu sem kennd er í
skólum, rétt eins og þær hefðu aldrei
verið til, hvað þá að þær hefðu tekið til
hendinni. Og allt fram undir aldamótin
1900 var fátæk alþýða varla nefnd á nafn
á bókum nema þá helst þegar hún komst í
kast við konungslög og var dæmd til tugt-
húsvistar eða lífláts.
Sama er að segja um það fólk sem lagði
ást og girndarhug á sitt eigið kyn. Það
er helst að glitti í tilveru þess á einstaka
máðu skjali þar sem varað er við dauða-
syndum og losta. Saga okkar hefur verið
falin, bæld og strokuð út, og því er vandi
þeirra mikill sem leita að hinsegin veru-
leika forfeðra sinna og formæðra. Samt
er þessi saga jafngömul mannkyninu, hún
skiptir máli til skilnings á okkar eigin tilveru
og tekur á sig fleiri birtingarmyndir en tölu
verður á komið.
allra laglegasti piltur
Þótt Íslandssagan sé snauð af vitnisburðum
um samkynhneigðar ástir er þar samt að
finna fáeina mola sem segja sitthvað um
tilfinningar og tíðaranda. Lítum á örstutta
vitnisburði um tvo skólapilta frá 19. öld og
hverfum 127 ár aftur í tímann. Vorið 1882
sat piltur norðan úr Hörgárdal með dag-
bókina sína á hnjánum í litlu herbergi við
Austurvöll í Reykjavík og trúði henni
fyrir tilfinningum
sínum. Latínuskólapilturinn Ólafur
Davíðsson var ástfanginn og það á sínum
sérstöku nótum:
„Skelfing þykir mér vænt um Geir. Hann
er líka allra laglegasti piltur og virðist vera
vel viti borinn. Hann er unnustan mín. Ég
kyssi hann og læt dátt að honum, hreint
eins og hann væri ungmey. Hann hefur líka
leitt okkur Gísla saman. Hann er líka unn-
usta Gísla. (Ég þori samt ekki að ábyrgjast
það). Við gengum oft með unnustum vorum,
og með því vér áttum báðir sömu unnustu
þá urðum vér að ganga saman.“
Pilturinn sem þetta ritaði var nýorðinn
tvítugur þegar hér var komið sögu og á
sínum síðasta vetri í efsta bekk Reykjavíkur
lærða skóla sem síðar hét Menntaskólinn í
Reykjavík. Gísli Guðmundsson, sem Ólafur
nefnir, var bekkjarbróðir hans, en Geir
Sæmundsson var þennan vetur fimmtán
ára busi í skóla, prestsonur frá Hraungerði
í Flóa. Í árbók Lærða skólans lýsir hann
sjálfum sér með þessum orðum vorið sem
hann útskrifaðist: „[Geir] var meðalmaður á
hæð og vel á sig kominn, dökkhár og fríður
í andliti og ekki karlmannlegur. Hann hafði
meðalgáfur og meðalkunnáttu í námsgrein-
um skólasveina. Hann var söngmaður ágæt-
ur og hafði forkunnarfagran og þýðan róm,
en Bakkusar vinur var hann.“
Í hálfrökkrinu
Sú venja ríkti í Lærða skólanum, líkt og
löngum hefur tíðkast í heimavistarskólum
Breta, að piltar í efsta bekk veittu busunum
vernd í skóla, en aðrir piltar níddust óspart
á þeim. Leitt hefur verið getum að því að
þannig hafi kynni þeirra Ólafs og Geirs
hafist, að Ólafur hafi verið í hópi verndar-
anna þennan vetur, en jafnframt skal haft í
huga að feður þeirra voru aldavinir og kært
samband milli fjölskyldna þeirra. Þann 28.
mars skrifar Ólafur þetta í dagbók sína:
„Eftir átta gekk ég með Gísla Guð-
mundssyni og Geir og seinast fórum við
inn til Gísla og sátum þar stundarkorn. Vér
kveiktum ekki. Það er annars nógu notalegt
að sitja svona í hálfrökkrinu hjá góðum
kunningjum og tala út um alla heima og
geima. En það er ekki gaman að sjá annan
sitja undir kærustunni og sjá hana láta dátt
að honum með öllu móti, sjá hana kyssa
hann, faðma hann að sér og mæla til hans
30
Loksins varð ég þó skotinn!
E f t i R Þ o R V a l d k R i s t i n s s o n