Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2009, Síða 32
að kortleggja, skrá og hemja mannlífið á
19. öld færðust læknavísindi og refsiréttur
í aukana og sáu það meðal annars sem
tilgang sinn að verja heiminn gegn öllu því
sem vék frá hinni góðu gagnkynhneigð.
Þeir sem framfylgdu lögum og rétti gengu
hraustlega til verka, og nærtækt er að
minnast réttarhaldanna yfir Oscar Wilde í
Lundúnum árið 1895 eða lögregluaðgerða
gegn hommum í höfuðborg Íslendinga,
Kaupmannahöfn, undir lok 19. aldar eftir
að refsilöggjöfin hafði verið hert. Þessar
aðgerðir miðuðu fyrst og fremst að því að
hræða karlmenn frá því að stofna til náins
samneytis og ásta hver við annan.
Trúlega þekkti Ólafur Davíðsson blaða-
fréttir af slíkum aðgerðum á árum sínum
í Kaupmannahöfn rétt eins og aðrir íbúar
borgarinnar þótt engum vitnisburðum
um það sé til að dreifa, en í Höfn dvaldi
hann við nám og störf frá 1882 og allt
til ársins 1897 þegar hann sneri heim til
Íslands. Ekkert er vitað um ástarlíf hans
eftir lokaveturinn í Lærða skólanum, og
þótt hann kallsi stundum um girnd sína til
kvenna og láti lítið eitt fjúka um þær úr
penna sínum, fer engum sögum af ástum
hans með konum – né heldur körlum. Eitt
og annað mun þó hafa verið hvíslað um
hneigðir hans til karla í sveitum norðan-
lands. Ólafur kvæntist aldrei og eignaðist
enga afkomendur, en eftir að hann sneri
heim frá Kaupmannahöfn vann hann að
fræðilegum hugðarefnum sínum heima í
Hörgárdal og sinnti annað slagið kennslu
við Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum. Um
aldamótin 1900 varð Geir Sæmundsson
prestur á Akureyri, þá kvæntur maður og
faðir tveggja barna, en ekki er vitað um
samskipti þeirra Ólafs þau fáu ár sem þeir
voru samtíða í Eyjafirði.
Endalok Ólafs Davíðssonar urðu svipleg
og ýmsum nokkur ráðgáta. Hann drukknaði í
Hörgá, einn á ferð á hesti sínum, aðfaranótt
6. september 1903, 41 árs að aldri.
Meðal heimilda:
Bjarki Bjarnason (ritstj.). (2006). Sveinaástir í
Lærða skólanum. Ísland í aldanna rás 1800–1899.
Reykjavík: JPV útgáfa
Steindór Steindórsson. (1967). Ólafur Davíðsson
Viltu vera með atriði
í gleðigöngunni?
Atriðum í gleðigöngunni hefur fjölgað ár frá ári
og mörg hver hafa verið einstaklega glæsileg.
Til þess að setja upp gott atriði er mikilvægt
að hugsa málin með fyrirvara. Góð atriði þurfa
ekki að kosta mikla peninga. Gott ímyndunarafl
og liðsstyrkur vina og vandamanna dugar oftast
nær. Þátttakendur sem ætla að vera með form-
leg atriði í gleðigöngunni verða að sækja um
það til Hinsegin daga eigi síðar en 3. ágúst.
Nauðsynlegt er að skrá atriði með því að fylla
út eyðublað sem finna má á www.gaypride.
is. Nánari upplýsingar veita Katrín göngustjóri,
kaos@simnet.is, eða Heimir Már framkvæmda-
stjóri, heimirmp@internet.is Einnig má hafa
samband við Katrínu í síma 867 2399 eða
Heimi Má í síma 862 2868. Hægt er að sækja
um styrki til einstakra gönguatriða en Hinsegin
dagar áskilja sér rétt til að samþykkja eða hafna
öllum beiðnum um styrki í samræmi við fjárhag
hátíðarinnar.
Byrjað verður að raða göngunni upp við
lögreglustöðina á Hlemmi kl. 12:00,
laugardaginn 8. ágúst og þeir þátttakendur sem
eru með atriði verða skilyrðislaust að mæta
á þeim tíma. Gangan leggur stundvíslega af
stað kl. 14 og bíður ekki eftir neinum. Hinsegin
dagar hvetja einnig fólk til að að fara ekki niður
Laugaveg í göngunni á stærri ökutækjum en
svo að þau komist með góðu móti leiðar sinnar.
Hafa verður í huga öryggi vegfarenda í þeirri
fræðimaður. Merkir Íslendingar VI. Reykjavík:
Bókfellsútgáfan.
Þorsteinn Antonsson. (1990). Sveinaást Ólafs
Davíðssonar. Vaxandi vængir: Aftur í aldir um
ótroðnar slóðir. Reykjavík: Fróði.
s c H o o l B o y s i n l o V E
Ólafur davíðsson (1862–1903) was one
of iceland’s most brilliant folklorists in
the 19th century. in this essay, Þorvaldur
kristinsson discusses entries from the
diary he wrote as a twenty year old
school-boy in Reykjavík. in them, Ólafur
describes his love and affection for
another young friend during the spring of
1882. these diary entries are remarkable
for several reasons, primarily for being
the clearest documented expression of
homosexual love during the period, long
before the icelandic people even thought
of a name for such tendencies. not less
interesting is the fact that these particu-
lar entries were completely censored
when Ólafur davíðsson’s diary was
printed in 1955. they were first published
in 1990.
do you want a float or
space in the parade?
People who wish to perform a number in the
parade must register before 3 August. You can
register on the website www.gaypride.is, from
the link “Parade Application” on the English ver-
sion of the website, or send an e-mail to Katrín,
kaos@simnet.is or Heimir, heimirmp@internet.
is. Please inform us how many people will be
participating in your number and whether it will
involve a float or a car. We will also need the
name, address and phone number of the contact
person in charge. Participants please meet at
12 noon on Saturday, 8 August, by the Police
Station at Hlemmur Square. The parade starts
at 2 p.m. sharp.
mannþröng sem er í miðborginni þennan dag
og velja vagna í nánu samráði við göngustjóra
hátíðarinnar.
32