Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Page 4
Arsþing InterPride
haustið 2004
Borgarstjórinn í Reykjavík og heimsforseti interPride
undirrita viljayflrlýsingu í Höföa
Hinsegin dagar hafa sótt um það að
haida ársþing InterPride
samtakanna í Reykjavík í október 2004.
Ef þetta verður að veruleika mun það
styrkja mjög stöðu íslands á hinum
sameiginlega vettvangi þeirra þjóða
sem halda árlegar
Gay Pride hátíðir lesbía
og homma um allan heim.
í byrjun maí heimsótti annar heims-
forseti InterPride Glen Paul Freedman
ísland, en Hinsegin dagar í Reykjavík
hafa sótt um það að fá að halda
ársþing InterPride að tveimur árum
liðnum. Að tilefni heimsóknarinnar
hélt borgarstjórinn í Reykjavík,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forseta
InterPride og aðstandendum Hinsegin
daga boð í Höfða í byrjun maí. Þar
undirritaði borgarstjóri stuðningsyfir-
lýsingu borgaryfirvalda við umsókn
Hinsegin daga í Reykjavík um að halda
ársþing InterPride árið 2004 en
stuðningur borgarinnar og borgarstjóra
við þessa umsókn er mjög mikilvægur.
Einnig hitti Glen Paul Freedman fulltrúa
Flugleiða og fulltrúa Höfuðborgarstofu.
Ákvörðun um það hvaða borg fær
að halda þingið verður síðan tekin á
ársþingi InterPride samtakanna í
San Francisco í október. Ef það rætist
að Reykjavík verði vettvangur þessarar
mikilvægu ráðstefnu mun það styrkja
mjög tengsl okkar við sams konar
hátíðahöld á alþjóðavettvangi.
Tvær aðrar borgir sækja um að halda
ársþingið 2004, St. Louis ( Banda-
ríkjunum og Berlín í Þýskalandi.
4
InterPride eru heimssamtök borga sem
halda Gay Pride hátíðir. Ár hvert sækja