Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Page 8

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Page 8
PÁLL ÓSKAR MINNIST ÞJÓÐSÖNGVA SA KYNHNEIGÐRA Ég er staddur á diskóteki rmeð vinkonu minni, og allt í einu brestur á mjög dramattskt píanóstef. Drottningarnar hlaupa út á dansgólfið ásamt vinkon- um sínum sem skríkja enn meira en þær, og svo syngja allir með svo undir tekur í húsinu: „First I was afraid, I was petrified..." Vinkona mín, sem er fædd draggdrottning og veit ekki af því, segir: „Þetta lag er hommalegra en óperuhús fullt af nunnum." Pottþétt hinsegin Skífan gefur út safndisk Skífan gefur út safndiskinn Pottþétt hinsegin í tilefni þessarar miklu hátíðar samkynhneigðra sem nú fer í hönd. Hér eru sáman komnir allir helstu þjóðsöngvar homma og lesbía frá öllum tímum, innlendir og erlendir. Flytjendur eru annaðhvort samkyn- hneigðir, velunnarar þeirra eða tónlist- arfólk sem hefur notið sérstakrar hylli meðal homma og lesbía. Hvað er homma- og lesbíutónlist? Hvað eru þessi lög að gera hérna á þessum diski? Eru samkynhneigðir kannski að eigna sér tónverk gjörsam- lega gagnkynhneigðs fólks úti í bæ? Elsta lagið, „Over The Rainbow", er t.d. sungið af Judy Garland. Hún átti alltaf upp á pallborðið hjá homm- unum því að hún var fórnarlamb aðstæðna sinna. Jarðarför hennar er óbein ástæða þess að Stonewall- uppþotin áttu sér stað í New York sumarið 1969. Samkynhneigðir að- dáendur voru að syrgja Judy og voru ekki i stuði til að láta lögregluna stinga sér í steininn að ástæðulausu einu sinni enn. Auðvitað var þetta lag sungið hástöfum, bæði fyrir og eftir óeirðirnar. Fyrsti þjóðsöngur sam- kynhneigðra varð að veruleika.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.