Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Page 19
Álfagallabuxur,
nákvæm eftirmynd samkvæmt lýsingu
konu I Berlin á mjófættum álfi
við leiði Orimmsbræðra.
WOLFGANG MÚLLER Á KVÖLDSKEMMTUN HINSEGIN DAGA
Á SPOTLIGHT FÖSTUDAGINN 9. ÁGÚST KL.21
„List ep sprengja í yjafapahhningu"
Fjöllistamaðurinn Wolfgang Muller kom fyrst til íslands í boði Listahátlðar
vorið 1990 og framdi þá gjörninga hér með félögum sínum úr framúrstefnu-
hljómsveitinni Die Tödliche Doris. Hann festi vægast sagt ást á landinu þvl
undanfarin ár hefur hann dvalið hér lengur og skemur á hverju ári. Hann
hefur skrifað fjölda greina um ísland í þýsk blöð og tímarit og 1997 gaf hann
út allvæna bók, Blue Tit - Þýsk-íslensku blámeisubókina, um íslenska nátt-
úru, sögu og nútímamenningu á íslensku og þýsku. Þar hristir hann aðeins
upp í Islandsímynd Þjóðverja af þöglum víkingum á hestum milli eldfjalla,
fossa og hvera og segir að íslensk transa sé engu síður þáttur í náttúru
landsins en snæugla eða brönugras. Wolfgang hefur einnig haldið ýmsar
uppákomur og listsýningar hér á landi og þáttur hans í samsýningu þýskra
, Goethe-hárkolla úr íslenskri ull.
og íslenskra listamanna í Nýlistasafninu 1998 vakti mikla athygli því þar
opnuðu þau Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona einkarekna Goethe-stofnun á
íslandi eftir að sú opinbera hafði verið lögð niður í sparnaðarskyni. Það hristi
líka upp í fólki. Heima fyrir hefur hann kynnt Þjóðverjum íslenska sýn á ýmis-
legt, meðal annars á tilvist huldufólks sem þriðjungur (slendinga telur
mögulega. Reyndar segir Wolfgang Muller, sem nú er prófessor við
Listaháskólann í Hamborg, að list sé sprengja í gjafapakkningu. Verk hans,
sem birtast í nánast öllum hugsanlegum listformum, eru þó síst af öllu
ofsafengin; öllu heldur þarf maður stundum að setja sig inn í samhengi til
að njóta þeirra en þá er að vísu hætta á að maður springi af hlátri.
19