Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Page 32
G>scZu ícai£ma{hi/i?
COCO í VIÐTALI VIÐ ÁSOEIR INGVARSSON
Hann er lágvaxinn, kemur frá Perú og
býður mér tebolla þegar ég heimsæki
hann á heimili hans í gömlu húsi við
Hverfisgötuna. Hann virkar strax við-
kunnanlegur og gestrisnin er mikil. Ég
er hingað kominn til að ræða við
þennan mann um heim sem ég hef
lengi haft ímugust á: Heim dragg-
drottninganna. Strax á fyrstu mínút-
unum geri ég mér grein fyrir að flestar
þær hugmyndir, sem ég hafði gert mér
um draggdrottningar, voru á misskiln-
ingi byggðar.
„Ég kynntist tveimur íslenskum
stelpum sem voru á ferðalagi í Perú. Við
urðum góðir vinir og þær buðu mér í
heimsókn til landsins," segir hann og
skenkir mér mjólk í bollann, en Coco
hefur búið hér með hléum frá 1989
þegar hann kom hingað fyrst.
Upphaflega lagði hann stund á ís-
lenskuném í Háskóla íslands og hefur
starfað sem flugþjónn lengst af.
Stal fötum systur sinnar
Þegar þetta er lesið verður hins vegar
að taka tillit til þess að félagsleg vitund
homma í Perú á þessum tíma var allt
önnur en sú sem ríkt hefur á Vestur-
löndum. „Þá vildi ég vera mun meira
kvenlegur í útliti og leit á mig sem
kvenmann frekar en draggdrottningu.
„Ég var að verða 15 ára," svarar hann
þegar ég spyr hvenær hann fór fyrst í
dragg. „Þá stal ég fötum systur minn-
ar og fór út því að vinur minn, sem
núna er orðinn kona í Perú, vissi um
einhvern stað til að fara að skemmta
sér í draggi. Mig langaði til að prufa
og ég fór."
„Ég vissi frá því ég var lítill
strákur að ég var öðruvísi. Ég ' "
vissi ekki að ég væri hommi -
bara að ég væri öðruvísi,"
segir hann þegar ég spyr hann
nánar. „En þegar ég varð
táningur vissi ég um hvað
málið snerist en varð að fela það
fyrir öllum heima. Það var ekki
mjög vinsælt að eiga homma-
son."
Viðhorfið var þannig í Perú að værir
þú hommi þá áttirðu að vera stelpa."
Það ríkir líka öðruvísi skilningur þar á
kynlífi milli karlmanna: „Ef þú ríður
öðrum manni þá ertu ekki hommi. En
ef þú lætur ríða þér þá ertu orðinn
hommi," segir Coco og snýr skilningi
mínum á kynlífi í heilan hring.
Ég spyr hann nánar út í dragg-
ið: Hvað í ósköpunum
er svona skemmti-
legt við þetta?
„Það veitir mér
spennu. Þetta er
eins og að starfa í leik-
húsi og leika ákveðna per-
sónu. Þegar ég er í draggi tek
ég mér hlutverk einhvers ann-
ars. Ég er ekki ég. Ég er ekki
Coco sjálfur heldur draggdrottning og
hún getur heitið hvað sem er,
Málfríður, Dia-Ria eða Lavatoria. Þetta
leyfir mér að segja og gera ýmislegt
sem ég myndi ekki segja og gera ef ég
væri ekki í kvenmannsfötum."
En er þetta ekki spurning um að
vilja vera kvenmaður? „Þetta snýst
ekki um að vilja vera venjulegur kven-
maður heldur eitthvað aðeins meira -
meira fyndinn, meira öðruvísi. Fyrir tíu
til fimmtán árum var dragg ekki til. Þá
klæddu menn sig í kjóla af því að þeir
vildu vera konur. Að vera klæðskipt-
ingur eða kynskiptingur er allt annað
en að vera draggdrottning. Um leið
minni ég á að þegar ég er að vinna
mína borgaralegu vinnu þá er ég
auðvitað mín eigin persóna og sýni því
starfi fulla virðingu."
Mikilvægast að gleðja aðra
„Fólk spyr mig stundum: „Hvað er
svona gaman við að klæða sig í kven-
mannsföt?" Og ég svara að það er
einmitt ekki gaman að klæða sig í
kvenmannsföt. En það er gaman að
klæðast kvenmannsfötum og ýkja
það, og búa til eitthvað sérstakt - það
ervirkilega skemmtilegt. Égfæekkert
út úr því að setja á mig pils og hár-
kollu og líta út eins og kona á götu. Til
þess eru stelpur - til að vera stelpur.
Ég er ekki ( samkeppni við kvenfólk.
Konan er með brjóst og ég er með
karlmannslíkarma. Ég get ekki verið
kona eins og þær og þær geta ekki
orðið karlmaður eins og ég. En hvað
sem því líður þá eru flestir bestu vinir
mínir kvenkyns."
„Vinir mínir hafa mjög gaman af
þegar ég fer í dragg því að þeir kunna
að meta skopskynið sem ég Ijæ því. Ég
klæði mig ekki upp á bara til þess að