Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Side 33
vera sæt stelpa og príma-
donna. Til að vera góð dragg-
drottning verður maður að
fara og tala við fólk, láta það
taka þátt - skemmta fólki.
Mér finnst gaman þegar fólk
fer að hlæja og skemmtir sér
vel. Það finnst mér það mikil-
vægasta við dragg: Hæfileikinn til að
gleðja aðra."
„Þegar ég hugsa til þeirra dragg-
sýninga sem ég hef séð," segir hann
þegar ég spyr hvers vegna fólk hafi
svona gaman af að fylgjast með draggi,
„þá er svo mikil list á ferð. List sem
maður sér ekki á neinu safni eða f
leikhúsi. Góð draggdrottning verður
að skapa sitt eigið útlit, hafa ómælda
sköpunargáfu og hafa lag á að virkja
hugmyndaflug áhorf-
endanna. Dragg er svo
fyndið. Fólk er að
fara út að skemmta
sér til að hlæja og
hefur meira gaman af
óvenjulegum hlutum, en
alvöru draggdrottningar eru
auðvitað allt annað en hvers-
dagslegar."
Maður verður að hafa klassa
Hvað með fordómana? „Nei," segir
hann og hlær, „ég hef ekki fundið
fyrir neinum fordómum. Ég er búinn
að stunda dragg á Spáni, hér á fslandi
og í Ameríku og hef aldrei fundið fyrir
fordómum. En sem draggdrottning
verður maður að þekkja sín eigin tak-
mörk og athuga í hvaða kringum-
stæðum maður er. Það eru ekki allir
eins og ekki hægt að segja sömu hlut-
ina við alla eða hegða sér eins í öllum
félagsskap. Þú verður að athuga hvar
þú ert og með hverjum svo þú vitir
hvernig þú átt að hegða þér þannig að
allir hafi gaman af."
„Einu sinni var ég beðinn að
skemmta með draggi ( steggjateiti. Ég
tók það ekki í mál, leist ekki vel á það
að gera þetta í hópi drukkinna karl-
manna. Kannski geta einhverjar aðrar
draggdrottningar unnið vel úr þeim
aðstæðum en ég treysti mér ekki til
þess." Þegar ég spyr hann hvort það
geti ekki verið að mörgum karlmönn-
um stafi ógn af drottningum svarar
Coco: „Þegar maður er í draggi og
stríðir karlmönnum þá verður maður
að hafa klassa - hafa stíl. Maður
verður að gera þetta á siðfágaðan hátt
en vera ekki of ýkt, ekki vera of grodda-
leg drottning. Til þess að vera góð
draggdrottning þarftu að vera glæsi-
7 legur, „glamorous". Vera tilbúinn
til að vinna tímunum saman að því
að skapa týpuna, og þar sem
mér finnst yfirleitt ekkert nógu
flott þá enda ég á því að búa
þetta allt til sjálfur. Það gengur
ekki að vera tussuleg dragg-
drottning. Þú verður að vera
jákvæður, öruggur um sjálfan
þig, en umfram allt vera þú sjálf-
ur," segir Coco og hlær þegar
hann bætir við í spaugi: „Ekki
þykjast vera Madonna á meðan þú
lítur út eins og Shirley Bassey!"
Hommar eru hommum verstir
Talið berst að viðhorfi annarra sam-
kynhneigðra til draggs og greinar-
höfundi svelgist óneitanlega á eigin
fordómum: „Margir hommar hafa
fordóma fyrir draggi. Maður heyrir út
undan sér um upphrópanir eins og
„andskotans drottning". Ég hef ekki
orðið var við þessa fordóma sjálfur en
frétt af þeim. En eins og það eru margir
1992
Samkynhneigð og löggjöf
Þingsályktunartillaga um afnám misréttis
gagnvart samkynhneigðu fólki borin fram
á Alþingi. I tillögunni var lagt til að skipuð
yrði nefnd til að kanna stöðu lesbía og
homma á íslandi og gera tillögur um
úrbætur. Tillagan var samhljóða þeirri frá
1985 og samþykkt á Alþingi vorið 1992. Á
grundvellí þessarar samþykktar skipaði
forsætisráðherra nefnd árið 1993 til að
kanna stöðu samkynhneigðra á íslandi.
Nefndin lauk störfum haustið 1994 með
því að senda frá sér ítarlega skýrslu sem
síðan myndaði grundvöll þeirrar löggjafar-
vinnu sem varðaði samkynhneigða á
næstu árum.
Homosexuality and the Law
A proposed parliamentary resolution on
the abolition of discrimination against
homosexuals was placed before the
Althing. The resolution proposed that a
committee should be set up to investigate
the status of lesbians and gay men in
lceland and make recommendations for
reform of the law. The proposal was iden-
tical to that of 1985 and was passed by
the Althing in the spring of 1992. On the
basis of parliament's approval, the prime
minister appointed a committee in the
spring of 1993 to investigate the status of
homosexuals in lceland. The committee
completed its task in the autumn of 1994
by producing an in-depth report which
provided the basis for subsequent legisla-
tion relating to homosexuals.