Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Qupperneq 35
hommar á móti kvenlegum hommum
og draggdrottningum, þá verður
maður að muna að ef það væri ekki
fyrir þennan hóp, þessar „gargandi
drottningar", væru réttindi samkyn-
hneigðra mun lakari en þau eru í
dag," segir Coco og greinarhöfundi
verður óneitanlega hugsað til þess
hvað honum hefur oft þótt sem dragg-
drottningar og yfirdrifið kvenlegír
hommar væru að skekkja skilning
almennings á samkynhneigðum í heild
sinni.
Coco heldur áfram: „Hverjir voru
það sem I upphafi þorðu að fara út á
götur og segja: „Við viljum gifta
okkur! Við viljum að yfirvöld hætti að
ofsækja okkur og mismunal"? Það
eru ekki strákarnir sem fela sig í jakka-
fötum inni á skrifstofu. Það fólk þorir
ekki neinu. Með fullri virðingu fyrir
slíku fólki þá þykir mér hræðilegt
þegar fólk segir í dag hluti eins og
„helvítis hommi, helvítis drottning og
helvítis læti" því ef ekki væri fyrir þessi
læti og þetta áberandi samkyn-
hneigða fólk hefðu „venjulegu" homm-
arnir og lesbíurnar ekki brot af þeim
réttindum sem þau hafa í dag."
Greinarhöfundur drekkur teið sitt og
beinir umræðunni annað, hálfvand-
ræðalegur, þegar þessi snaggaralegi
Suður-Ameríkani flettir burt hverju lag-
inu af öðru af fordómum og rang-
hugmyndum. Ég spyr hann hvort
tengslin milli draggs og samkyn-
hneigðar, milli þess að vera kvenlegur
og fínlegur og að vera hommi, eða að
vera karlmannleg og lesbía, séu ekki
að hverfa:
„Mér finnst skrýtið þegar búið er að
flokka allt sem til er. Búið að flokka
homma í drottningar, karlmenni,
bæjara (tvíkynhneigða) og allt þar á
milli. Af hverju verðum við að flokka
hverja einustu manneskju? Það skapar
fordóma! Sem beturfer hugsa ég ekki
þannig um sjálfan mig. Ég hugsa um
mig sem manneskju - og ekkert
meira. Mín kynhneigð er fyrir mig. Ég
er ekki að flokka mig," segir hann
með hljómþýðum hreim og hugurinn
reikar ósjálfrátt til strákanna í Perú
sem sofa hjá öðrum strákum en líta
ekki á sig sem homma. Ég velti
vöngum andartak yfir því hvers vegna
bæði samkynhneigðir og samfélagið
sjálft virðast vera svo gjörn að nota
kynhneigð sem mælistiku, bæði á sjálfa
sig og aðra.
Með augum barnsins
„Það var á menningarnótt fyrir nokkrum
árum að ég var að þjóna á kaffihúsi og
var í draggi. Lítil stelpa kemur upp að
mér og glápir steinrunnin á mig og
spyr: „Ertu karlmaður?" „Já," segi ég,
„hvað heldurðu?" Og hún segir: „Jú,
þú ert karlmaður!" heldur Coco áfram
og sýnir með óborganlegum leik-
rænum tilbrigðum hvílíka uppgötvun
litla stúlkan var að gera.
„Já, það er rétt, ég er karlmaður!"
„Af hverju ertu f kvenmannsfötum?"
spyr telpan. „Af þvl að það er gaman
- mig langaði að breyta til!"
„Pabbi hennar kom og hún spurði
hann: „Pabbí, af hverju er hann klædd-
ur í kvenmannsföt?" Pabbinn fraus og
þorði ekki að segja neitt. Mig langaði
til að heyra hvað hann hefði að segja:
„Ætlarðu ekki að svara henni, hún er
að spyrja þig?" Og hann svaraði
stelpunni með þjósti: „Ja, honum
finnst þetta bara gaman - við þurfum
að drffa okkur!" Og þar með var hann
þotinn út með stelpuna."
„Við erum öll fædd fordómalaus. Það
eru foreldrarnir og samfélagið sem
kenna börnum fordóma. Þegar ég fer
í dragg," segir Coco til að útskýra
frekar boðskap sögunnar, „er ég ekki
að reyna að meiða eða særa fólk og
ég reyni ekki að þröngva mér upp á
neinn, enda er þetta bara leikur. Þegar
ég fer í dragg er ég ekki heldur að fara
fram á að allir sætti sig við það og
enginn kunni illa við það. En fólk getur
lært það af draggdrottningum að
maður er það sem maður er, og
maður á að gera það sem mann lang-
ar til að gera."
„( fyrstu Gay Pride göngunni hér í
Reykjavík hafði ég búið mér til mjög
skrautlegan draggbúning úr sellófani.
Á meðan við gengum um bæinn
hópuðust krakkar í sffellu að mér og
foreldrar vildu endilega biðja mig um
að stilla mér upp með börnunum
þeirra svo þeir gætu tekið af okkur
mynd. Fólk tók þessu öllu svo vel og
var ekki að pæla „er hann eða er hann
ekki?", heldur hafði það bara gaman
af því sem ég var að gera. Það fannst
mér frábært."
1992
Samkynhneigð og löggjöf
Alþingi samþykkir róttækar breytingar
(nr. 40/1992) á ákvæðum kaflans um
skírlífisbrot í hegningarlögum frá 1940
og nefnist hann nú Kynferðisbrot.
Samræðisaldur miðaðist þar með við 14
ár - kynmök einstaklinga, 14 ára og eldri,
eru með öðrum orðum refsilaus ef þau
eru að vilja beggja. Enginn munur er
lengur gerður á aðilum brots eftir kyni og
öll mismunun gagnvart samkynhneigð-
um varðandi samræðisaldur þar með úr
sögunni.
Homosexuality and the Law
The Althing passed a radical amendment
(no. 40/1992) to the clauses in the sec-
tion on public decency in the penal code
of 1940, now renamed Sexuai Offences.
The age of consent was now set at 14;
sexual intercourse between individuals,
of 14 and above, was in other words
legal as long as both parties consented.
No distinction was now made between
parties according to sex and all discrimin-
ation against homosexuals relating to the
age of consent was thereby eliminated.