Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Side 38
UPPREISNIN R
Föstudagurinn 27. júní 1969 virtist ætla að verða eins og aðrir föstudagar hásumarsins í New
York. Það var heitt og rakt og hommarnir flykktust þúsundum saman úr borginni til þess að
sleikja sólina yfir helgina úti í Cherry Grove og The Hamptons. Það er að segja hinir efnuðu
og makráðu. Þeir snauðari sátu heima og bjuggu sig undir ævintýri næturinnar.
Fyrir þeim var þetta enginn venjulegur föstudagur. Það var verið að jarða sjálfa Judy
Garland þennan dag, eftirlæti homma um áratugi, allt frá því hún heillaði þá ( hlutverki
Dorothy í Galdrakarlinum í Oz árið 1939. Leiðir dýrkunar og samsömunar geta stundum verið
flóknar, en svo var ekki hér. Þegar Dorothy litla söng um landið handan regnbogans, land
vonarinnar þar sem draumarnir rætast, sló hún strengi í samkynhneigðum hjörtum sem síðan
hafa ómað.
Neðarlega I Greenwich Village á Manhattan, í Christopher Street númer 53, lá vin-
sæll bar, Stonewall Inn, og gestirnir minntust Judy þetta kvöld með því að spila söngvana
hennar. Skyndilega birtist lögreglan á svæðinu eins og svo oft áður, komin til að fremja
reglubundna rassíu. Einir fimmtán lögregluþjónar birtust vopnaðir, handtóku þrjár dragg-
drottningar, tvo barþjóna, einn Kúbana og eina lesbiu. Aðra létu þeir í friði og héldu út í
lögreglubíl með feng sinn það kvöldið. Þá var það sem einhver á götunni hrópaði: „Af hverju
látið þið fara svona með ykkur? Ætliði ekki að svara fyrir ykkur?" Lesbían, sem handtekin
hafði verið, rauk upp og sparkaði í klofið á verði laganna og þá var fjandinn laus. Lögreglan
leitaði skjóls inni á kránni, en fangarnir voru frelsaðir. Fólk þusti að úr nærliggjandi krám og
brátt birtist óeirðalögreglan í Kristófersstræti en réði ekki við neitt. Samkynhneigðir höfðu
uppgötvað samtakamáttinn.
Rassíur voru engin nýlunda í Greenwich Village. Lengi hafði lögregla borgarinnar
iðkað þá íþrótt að mæta á skemmtistaði samkynhneigðra, handtaka fimm til tíu manns og
sekta þá fyrir „kynvillu" - og það þótti svo sem ekkert tiltökumál. Á þeim tíma var
samkynhneigð glæpur í öllum fylkjum Bandaríkjanna. En kunnugir vissu að rassíurnar voru
líka drjúg búbót fyrir illa launaða lögregluþjóna því að borgarlögreglan átti svo sem ekkert sæld-
arlíf, ekki frekar en þeir sem hún reyndi að berja á.
Tíðar rassiur voru ógnun við vinsældir skemmti-
staðanna og fældu frá gesti. Þess vegna voru eigendur
veitinga- og skemmtistaða vanir að kaupa sér frið
fyrir „heimsóknum" lögreglunnar, en staðarhald-
arinn á Stonewall Inn mun hafa svikist um að afhenda
henni tekjutrygginguna íjúnímánuði.
Átökin stóðu alla helgina og talið er að nær
fjögur þúsund manns hafi tekið þátt í þeim. Þegar
baðstrandarhommarnir sneru heim sólbrúnir og
sællegir í helgarlok, fengu þeir loksins fréttirnar.
New York-búar fréttu síðan af óeirðunum mið-
vikudaginn 2. júlí þegar Village Volce kom út og
veifaði slagorðinu „Forces of Faggotry". Reyndar
var það gamall frasi og hafði áður verið notaður í
háði um þá sem menn héldu að kynnu ekki að berjast,