Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 44

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 44
FRÆÐSLA • MANNVERND • SÝNILEIKI 2000 Samkynhneigð og löggjöf Alþingi samþykkir breytingar á lögum um staðfesta samvist nr. 87/1996. Með þeim er rýmkaður réttur útlendinga sem eru búsettir á Islandi til að staðfesta samvist sína og kveðið á um gagnkvæmt gildi þessa löggernings í þeim ríkjum sem búa við samsvarandi lög. Með þeim er einnig heimiluð ættleiðing stjúpbarna í þessari fjölskyldugerð að því gefnu að samvistar- aðilar hafi áður farið með sameiginlega forsjá barnanna. Enn standa þau ákvæði laganna frá 1996 sem meina konum í staðfestri samvist rétt til tæknifrjóvgunar; einnig stendur enn það ákvæði sem meinar pari ( staðfestri samvist að ætt- leiða barn sem er báðum óskylt (frumætt- leiðing). Þá getur einungis borgaralegur vígslumaður, en ekki kirkjulegur, staðfest samvist fólks af sama kyni. Gliman við þessar takmarkanír og margt annað bíður baráttu næstu framtíðar. Homosexuality and the Law The Althing passed an amendment to the law on registered partnerships, no. 87/1996. According to this, the rights of foreign nationals living in lceland were extended to allow them to register their partnerships here, and recognition was made of the reciprocal validity of this legal act in those countries that have comparable laws. The amendment also permitted step-adoptions by this type of family, with the proviso that the partners have previously had joint custody of the children. However, the legal provision denying women in registered partner- ships the right to in vitro fertilisation is still in force; so too is the provision deny- íng a couple in a registered partnership the right to adopt a child which ís not related to either of them. In addition, the partnership between same-sex couples can only be regístered in a civil ceremo- ny, not in church. The struggle against these restrictions and many more re- mains to be fought in the near future. Ráðgjöf og stuðningur á vegum Samtakanna 78 Á vettvangi Samtakanna '78 býður ráðgjafi upp á einkaviðtöl. Þau eru einkum ætluð lesbíum og hommum sem þarfnast aðstoðar til að ráða fram úr málum sínum, hvort sem þau eru tilfinningalegs og félagslegs eðlis. Auk þess hafa félagsráðgjafar, námsráðgjafar og sálfræðingar samband við ráðgjafann til þess að fræðast um félagslega stöðu og tilfinningar lesbía og homma þegar slíkir skjólstæðingar leita þeirra. Anni G. Haugen félagsráðgjafi sinnir þessu starfi á vegum félagsins. Ýmsir leita til ráðgjafans um það bil sem þeir játa kynhneigð sína fyrir sjálfum sér og heiminum. Hvað bíður mín þegar ég hef tekið þetta skref? Hvernig á ég að segja mínum nánustu fréttirnar? í hvaða röð á ég að nálg- ast þá sem ég segi þetta? Hvernig tek ég á höfnun? Get ég búið mig undir það sem í vændum er með því að lesa mér til eða læra af öðrum? Oft leiða viðtölin til þess að aðstandendur óska eftir að ræða við félagsráðgjafann því að þeir eru oft og tíðum óviðbúnir tiðindunum og þurfa líka stuðning. Hægt er að panta við- tal hjá ráðgjafanum með því að hringja á skrifstofu félagsins alla virka daga milli kl. 14-16, sími 552 7878. sTof^að^3 **"**=?-r' Geirssc. Framkvœmdastíóri: Gurmarsson. RltSt’m': Aðstoiarritsti^. Stepheuseu. Fréttaritsöon- „^yBlondal, Ota ___________________— 44

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.