Bæjarins besta - 11.01.2006, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20062
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi
Gestur Ingvi Kristinsson
Torfnesi, Hlíf 1, Ísafirði
áður Hlíðarvegi 4, Suðureyri
lést fimmtudaginn 5. janúar sl. Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 14. janúar kl. 11:00. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á að láta Krabbameinsfélagið Sigurvon njóta þess.
Sólveig Hulda Kristjánsdóttir
Þuríður Kristín Heiðarsdóttir Páll Ólafsson
Kristinn Gestsson Jóhanna Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir
Óðinn Gestsson Pálína Pálsdóttir
Gunnhildur Gestsdóttir Albert Högnason
Jón Arnar Gestsson
Sveinbjörn Yngvi Gestsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Lögreglumenn á Ísafirði
sinntu alls 4.179 verkefnum á
nýliðnu ári og er um talsverða
fækkun skráðra verkefna frá
árinu 2004 að ræða, þegar
verkefnin voru 5.290. Að sögn
Önundar Jónssonar yfirlög-
regluþjóns skýrist þessi fækk-
un af nýju skráningarfyrir-
komulagi sem hefur það í för
með sér að lögreglumenn skrá
ekki lengur inn hvert einasta
viðvik. Kærumálum fækkar
örlítið milli áranna 2004 og
2005, voru 819 á síðasta ári en
836 áður.
Hraðakstur stendur í stað og
voru alls 163 teknir í umdæm-
inu hvort árið. Líkamsárásum
fjölgar úr 24 árið 2004 í 38 í
fyrra og segir Önundur að
margar þeirra hafi verið framd-
ar af sömu aðilum. Þá voru
framin fimm innbrot í fyrra en
sjö ári áður og þjófnaðarkær-
um fjölgaði úr 26 í 36. Minna
var um ölvunarakstur í fyrra
en árið 2004 þegar 28 voru
gripnir akandi undir áhrifum,
en 21 var tekinn á síðasta ári.
Tveir stútanna höfðu tekið bíl
ófrjálsri hendi.
Fimmtán sinnum stungu
ökumenn af eftir umferðar-
óhapp á síðasta ári, en átta
sinnum árið 2004. Þá höfðu
lögreglumenn sextán sinnum
afskipti af áfengisneyslu ung-
menna undir tvítugu árið 2004,
en átján sinnum í fyrra. Ön-
undur vill meina að ósamræmi
sé í áfengislöggjöf hvað varðar
aldurstakmark á vínveitinga-
stöðum. „Það er út í hött að
hleypa átján ára fólki inn á
vínveitingastaði á meðan
áfengiskaupaaldurinn er tutt-
ugu ár. Þarna er öll ábyrgðin
sett á veitingamanninn, sem
þarf að biðja fólk um skilríki í
hvert sinn sem það verslar
áfengi. Ég hef líkt þessu við
að hleypa fjórtán ára unglingi
inn á mynd sem er bönnuð
innan sextán ára, með því skil-
yrði að hann haldi fyrir vinstra
augað. Þessi regla er algerlega
óvirk og mikil brotalöm í ís-
lenskri áfengislöggjöf“, segir
Önundur.
Fíkniefnamálum sem komu
til kasta lögreglu fækkaði gíf-
urlega á milli ára. Árið 2004
voru fimmtán teknir með efni
ætluð til eigin nota, en ein-
ungis þrír í fyrra. Þá voru fimm
meintir sölumenn fíkniefna
teknir árið 2004, en fjórir í
fyrra. Tveir voru teknir fyrir
framleiðslu fíkniefna árið
2004 en einn í fyrra og önnur
fíkniefnamál sem komu til
kasta lögreglu voru fjögur
talsins árið 2004, en ekkert á
síðasta ári. Rétt er að geta þess
að þar sem um mjög lágar tölur
er að ræða, þarf augljóslega
ekki mörg mál til að fíkni-
efnamálum fjölgi eða fækki
hlutfallslega mjög mikið.
– halfdan@bb.is
Ísfirskir lögreglumenn sinntu rúm-
lega fjögur þúsund verkefnum í fyrra
Fjölmenni var á nýársfagnaðinum sem tókst vel.
Kiwanisklúbburinn Básar
á Ísafirði hélt árlegan nýárs-
fagnað eldri borgara á Hlíf,
íbúðum aldraðra á sunnudag.
„Þetta gekk mjög vel og við
fengum um hundrað manns
til okkar í veislu sem stóð til
kl. rúmlega fimm“, sagði
kiwanismaðurinn Kristján
Sigurðsson.
„Við fengum fjóra krakka
út tónlistarskólanum til að
spila fyrir okkur nokkur lög,
og síðan spiluðu menn úr
Harmonikkufélagi Vest-
fjarða fyrir dansi í restina.
Klúbburinn hefur haldið
áramótafagnaðinn lengur en
elstu menn muna. Hann
nýtur mikilla vinsælda og á
eftir að vera eitt af okkar
verkefnum til frambúðar.“
Nýársfagnaður
eldri borgara
Hulduverur dönsuðu í kringum brennu.
Þrettándanum fagnað á Ísafirði
Ísfirðingar fylgdust með álfadansi
á þrettándagleði á Eyrartúni á
sunnudag „Þetta gekk vel og mér
skilst á fólki að það hafi verið ánægt
með þrettándagleðina. Hátt í áttatíu
manns koma að gleðinni og ég vil
koma þökkum til allra þátttakend-
anna því það væri ekki hægt að
framkvæma þetta ef fólk væri ekki
svona jákvætt og tilbúið að taka
þátt“, segir Anna Karen Kristjáns-
dóttir, skipuleggjandi þrettánda-
gleðinnar. Blysför hulduvera undir
stjórn álfakonungs og álfadrottn-
ingar fór frá skátaheimilinu að
Eyrartúni þar sem dansað var í
kringum brennu. Að því loknu var
haldinn stórfengleg flugeldasýning
við aðdáun bæjarbúa. Það er kven-
félagið Hlíf sem hefur stjórn álfa-
dansins með höndum og nýtur til
þess aðstoðar félaga úr Skátahreyf-
ingunni, ýmsum kórum, Harmo-
nikkufélaginu, Litla leikklúbbnum
og Björgunarfélaginu. Álfakóngur og drottning fylgdust með dansinum.
02.PM5 5.4.2017, 10:072