Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20068
Sælkeri vikunnar · Katrín Árnadóttir á Ísafirði
Kjúklingasalat og sænskar kjötbollur
Sælkeri vikunnar býður
upp á tvo rétti sem eru í
miklu uppáhaldi hjá henni.
Annars vegar er dýrindis
kjúklingasalat sem borið er
fram með bragðgóðri sósu
og Doristos flögum og hins
vegar sænskar kjötbollur
sem bragðast einstaklega vel
með hrísgrjónum og salati.
Báðir réttirnir eru einfaldir í
matreiðslu og ljúffengir að
borða.
Dýrindis kjúklinga-
salat frá Gunnu Jónu
½ poki furuhnetur
1 pakki kjúklingabringur
1 poki kál að eigin vali
Rauðlaukur
Tómatar- litlir og stórir
Paprika
Blá vínber
1 blá krukka fetaostur í olíu
Ristið hneturnar á pönnu.
Skerið kjúklingabringurnar í
litla bita, steikið á pönnu og
saltið og piprið. Setjið svo
slatta af BBQ sósu yfir ( svona
um 1 dl) þegar kjúklingurinn
er orðinn hvítur og látið malla
í nokkrar mínútur. Látið kólna.
Búið til salat úr kálinu, fullt
af tómötum, papriku, vínberj-
um og fetaostinum. Geymið
olíuna af ostinum.
Sósa
3 msk balsamik edik
3 msk hlynsíróp
Olían af fetaostinum
4 msk BBQ sósa
2 stór pressuð hvítlauksrif
¼ rauðlaukur smátt saxaður
Ristuð sesamfræ (ef fólk
vill)
Berið fram með Doritos
flögum eða þvíumlíku.
Sænskar kjötbollur
500 g hakk
½ pakki ritz kex
1 bréf Toro lauksúpa
1 egg
Hrærið súpuna í smá vatni.
Myljið kexið og látið úti.
Hrærið allt saman. Steikið í
litlum kúlum upp úr mikilli
olíu.
Sósa
60 % rifsberjagel/sulta
40 % 2 msk sojasósa
½ dl appelsínu djúsþykkni
Blandið öllum hráefnunum
saman og berið fram með
hrísgrjónum og salati.
Ég skora á Halldóru
Kristjánsdóttur í Bolungar-
vík til að verða næsti sælkeri
vikunnar.
Skíðasvæði Ísfirðinga
Breytingar
á gjaldskrá
Nokkrar breytingar verða
á gjaldskrá skíðasvæðis Ís-
firðinga ef svo fer fram sem
horfir. Tillögur til nýrrar
gjaldskrá voru lagðar fram
og samþykktar á fundi
íþrótta- og tómstundanefnd-
ar fyrir stuttu. Fela þær með-
al annars í sér að gjald fyrir
dagskort fullorðinna lækkar
úr 1.365 krónum í 1.100
krónur á virkum dögum, en
hækkar þess í stað upp í
1.400 krónur um helgar. Að
sama skapi lækka dagskort
barna úr 525 krónum í 500
krónur á virkum dögum, en
hækka upp í 700 krónur um
helgar.
Þá mun gjald fyrir vetrar-
kort lækka, úr 15.110 í
15.000 fyrir fullorðna og úr
8.140 í 7.500 krónur fyrir
börn. Lagður er til 20% af-
sláttur af gjaldi kortanna,
séu þau keypt áður en 30
dagar eru liðnir frá opnun
svæðisins. Þá er lagt til að
tveggja daga helgarkort
kosti 2.200 krónur fyrir full-
orðna, en 1.100 krónur fyrir
börn. Einnig er lagt til að
boðið verði upp á 7 daga
skíðavikukort sem kosta
5.000 fyrir fullorðna, en
2.500 fyrir börn. Í fyrra kost-
uðu sömu kort 5.775/2.310
krónur. – halfdan@bb.is
Áhöfn Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270
Verðlaunuð fyr-
ir vöruvöndun
Á árlegum markaðsfundi
Icelandic Group þann 28.
desember afhenti Magni Þór
Geirsson framkvæmdastjóri
Icelandic UK áhöfn Júlíusar
Geirmundssonar ÍS 270 sér-
stakan viðurkenningarskjöld
fyrir framúrskarandi vöru-
vöndun á árinu 2005. Þetta
kemur fram á heimasíðu
Hraðfrystihússins – Gunn-
varar sem gerir út Júlíus.
Áhöfn skipsins var sú eina
sem fékk viðurkenningu
þetta árið frá Icelandic UK,
en valið var byggt á gæða-
skoðunum SH-þjónustu á
afurðum skipsins, auk þess
er einnig tekið tillit til um-
sagnar kaupenda á markaðn-
um og hlutfall framleiðslu
fyrir Bretland.
Icelandic UK er sölu- og
markaðsfyrirtæki SH í Bret-
landi sem sér meðal annars
um sölu sjófrystra afurða þar
í landi. Bretland er einn mik-
ilvægasti markaður fyrir sjó-
frystar þorsk- og ýsuafurðir
frá Íslandi og því mikil
hvatning fyrir áhöfn og út-
gerð Júlíusar sem byggir
mikið á þeim tegundum.
Með verðlaununum fylgdi
ferð fyrir tvo áhafnarmeð-
limi á leik í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. Þess
má geta að áhöfnin fékk
samskonar verðlaun árið
2003. – halfdan@bb.is
Júlíus Geirmundsson ÍS.
Samantekt Hagstofunnar fyrir árin 1994 til 2004
Ríflega tvöfalt fleiri fædd-
ust á Vestfjörðum en létust
Á tímabilinu 1994-2004
fæddust 1.426 börn á Vest-
fjörðum, samkvæmt tölum frá
Hagstofu Íslands. 766 fæddust
á Ísafirði, 197 í Vesturbyggð,
157 í Bolungarvík, 81 á Hólma-
vík, 72 á Tálknafirði, 54 í
Súðavík, 38 á Reykhólum, 23
í Kaldrananeshreppi, 22 í Bæj-
arhreppi, 11 í Broddanes-
hreppi og 5 í Árneshreppi.
Árið 1994 var sérstaklega
mikið um fæðingar en þá
fæddust alls 198 börn. Fæstar
voru fæðingar árið 2003, en
þá fæddust 96 börn. 652 manns
létust á Vestfjörðum á árabil-
inu 1994-2004 og létust flestir
árið 1995, eða 98 manns. Ríf-
lega helmingur þeirra sem lét-
ust á þessum tíu árum voru
karlmenn, eða 381 á móti 271
konu. Eins og kunnugt er hefur
verið nokkuð um brottflutning
af Vestfjörðum á þessu tíma-
bili og segja tölur um fæðingar
og andlát því ekki nema lítið
brot af sögunni hvað varðar
þróun íbúafjölda.
Við upphaf þessa tímabils
voru 1.139 manns í Bolungar-
vík, en 935 árið 2004. Í þeim
sveitarfélögum sem síðar sam-
einuðust í Ísafjarðarbæ bjuggu
árið 1994 4.850 manns, en árið
2004 bjuggu 4.133 manns í
Ísafjarðarbæ. Í Reykhóla-
hreppi bjuggu 257 manns árið
1994 en 353 manns árið 2004.
Í Tálknafjarðarhreppi bjuggu
326 manns árið 1994 en 345
manns árið 2004. Í sveitarfé-
lögunum sem síðar samein-
uðust í Súðavíkurhrepp bjuggu
304 árið 1994, en árið 2004
235. Í Vesturbyggð bjuggu
1.390 manns árið 1994 en
1.017 manns árið 2004.
Samkvæmt bráðabirgðatöl-
um frá Fiskistofu var mestum
þorskafla á Vestfjörðum árið
2005 landað í Bolungarvík eða
7.733 tonnum. Á Flateyri var
næst mestum þorskafla landað
eða 5.422 tonnum, 4.580
tonnum á Ísafirði, á Patreks-
firði 3.174 tonnum, á Suður-
eyri 1.872 tonnum, 1.735 tonn-
um á Tálknafirði, 806 tonnum
á Drangsnesi, 609 tonnum á
Þingeyri, 608 tonnum á
Hólmavík og 419 tonnum á
Bíldudal. Mestum ýsuafla var
landað á Ísafirði eða 2.975
tonnum, en næst mestum ýsu-
afla var landað í Bolungarvík,
eða 2.744 tonnum. Þá var
1.412 tonnum af ýsu landað á
Suðureyri, 1.386 tonnum á
Flateyri, 867 tonnum á Patr-
eksfirði, 800 tonnum sléttum
á Drangsnesi, 508 tonnum á
Tálknafirði, 371 tonni á Þing-
eyri, 293 tonnum á Hólmavík
og 249 tonnum á Bíldudal.
Hvergi var landað loðnu
nema í Bolungarvík, 2.533
tonnum. Mestum rækjuafla
var landað í Súðavík eða 615
tonnum, á Bíldudal var landað
319 tonnum af rækju, á Þing-
eyri var landað 121 tonni, á
Ísafirði 111 tonnum, á Hólma-
vík 49 tonnum og 42 tonnum í
Bolungarvík. Mestum stein-
bítsafla var landað á Flateyri,
eða 1.110 tonnum. Á Ísafirði
var landað 1.034 tonnum, á
Patreksfirði 767 tonnum, í
Bolungarvík 734 tonnum, á
Tálknafirði 607 tonnum, á
Suðureyri 595 tonnum, á
Þingeyri 304 tonnum, á Bíldu-
dal 214 tonnum, 30 tonn á
Drangsnesi, 12 tonn á Hólma-
vík og 11 tonn í Súðavík.
Mest landað af þorski
í Bolungarvík árið 2005
Mest var landað af þorski í Bolungarvík árið 2005.
02.PM5 5.4.2017, 10:078