Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 9 „Allir gerðu það rétta“ Sigríður Guðjónsdóttir er fimmti Vestfirðing- ur ársins og fyrsta konan til að hampa titlinum. Sigríður er Ísfirðingur í húð og hár. Hún er íþróttafræðingur að mennt og útskrifaðist í vor. Auk þess að þjálfa tvo flokka í körfubolta hjá Ungmennafélagi Bolungarvíkur sinnir hún leikfimi- og sundkennslu í Bolungarvík. Þar fékk hún tækifæri til að sýna hvað í henni býr þegar drengur sem var í sundtíma í sjötta bekk var nærri drukknaður í desember. Eins og kunnugt er fór allt farsællega, þökk sé skjótum viðbrögð- um Sigríðar. Bæjarins besta ræddi við hinn nýkjörna Vestfirðing ársins 2005. – Til hamingju! Hvernig til- finning er það að vera valinn Vestfirðingur ársins 2005 með yfir 22% greiddra atkvæða í kosningu þar sem á fjórða hundrað manns tóku þátt? „Það er mikill heiður en mjög skrítin tilfinning. Ég er ekki alveg búin að átta mig á því ennþá.“ – Í þokkabót ertu fyrsta kon- an sem verður fyrir valinu, hvað finnst þér um það? „Það er auðvitað mjög mik- ill heiður. En mér finnst ég ekkert eiga þennan heiður meira skilið en starfsfólkið í sundlauginni í Bolungarvík sem brást alveg hárrétt við undir þessum kringumstæð- um. Allt gekk eins vel fyrir sig og hægt var og allir gerðu það rétta. Þegar ég hafði náð drengnum upp úr sagði ég hin- um börnunum að ná í starfs- fólkið sem var frammi. Þau gerðu það og allir voru komnir á sinn stað svipstundu seinna.“ – Hvernig varð þér við þegar þér voru færð þau tíðindi að þú hefðir verið kosinn Vest- firðingur ársins af lesendum bb.is? „Það kom mér mjög á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu og ég vil bara þakka þeim sem kusu mig. Ég er eiginlega hálf- feimin við þetta allt saman en mjög þakklát.“ „Kennslan á mjög vel við mig“ – Þú ert nýútskrifaður íþrótt- afræðingur, var það alltaf ætl- unin að feta þessa braut? „Nei, á tímabili vissi ég ekk- ert hvað mig langaði til að gera og tók mér fjögurra ára frí frá námi eftir stúdentspróf. Þá prófaði ég ýmislegt eins og að búa fyrir sunnan og að fara sem au-pair í eitt ár til Brussel í Belgíu, og eftir það var ég komin með útþráarbakteríuna, kom heim, vann í smá tíma og fór svo til Frakklands að vinna á kaffihúsi. Svo fékk ég tækifæri til að kenna leikfimi einn vetur við Grunnskólann á Ísafirði. Þá fann ég strax að það vildi ég gera. Kennslan á mjög vel við mig og mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Svo ég skellti mér í íþróttafræði í Kennarahá- skóla Íslands og var á Laugar- vatni í þrjú ár.“ – Svo komst þú beint heim til Ísafjarðar eftir útskriftina og fórst að kenna í Bolungar- vík. Er ætlunin að vera fyrir vestan til frambúðar? „Ég veit það ekki enn, ætl- unin var að koma vestur í eitt eða tvö ár og sjá svo til. En mér líður mjög vel hérna og ég býst ekki við að fara neitt alveg strax allavega. Mér finnst mjög gaman að kenna í Bolungarvík og keyri daglega á milli staða þar sem ég bý á Ísafirði.“ Allir ættu að læra skyndihjálp – Þú sýndir mikið snarræði við björgun drengsins þegar þú beittir blástursaðferðinni. Var það eitthvað sem þú lærðir í Íþróttaháskólanum á Laugar- vatni? „Já, við þurftum að taka einn áfanga um skyndishjálp og björgun. Mér finnst að allir ættu að læra skyndihjálp. Mað- ur veit aldrei hvenær maður gæti komið að slysi og þá getur það verið spurning um að bjarga mannslífi hvort maður kunni réttu tökin. Í raun ætti að bjóða upp á ókeypis nám- skeið í skyndihjálp sem allir þyrftu að sækja fyrir vissan aldur. En maður þarf svo að fara reglulega aftur á námskeið til að halda þekkingunni við. Í sundlauginni í Bolungar- vík þá hugsaði ég varla út í það og byrjaði strax að blása í drenginn. Það voru eins og ósjálfráð viðbrögð.“ – Varstu ekkert hrædd? „Nei, það var eins og ein- hver ró færðist yfir mig og ég gerði bara það sem þurfti til. Það var eins og eitthvað æðra vekti yfir mér og sæi til þess að ég gerði það sem þurfti að gera. Sjokkið kom ekki fyrr en eftir á þegar sjúkraflutn- ingamennirnir og læknirinn voru farnir með drenginn. Þá kom rosalegt sjokk og maður áttaði sig á hvað hefði í raun og veru gerst. Sem betur fer voru allir starfsmenn með sína hluti á hreinu og gerðu það sem átti að gera,“ segir Sig- ríður Guðjónsdóttir nýkjörinn Vestfirðingur ársins. – thelma@bb.is Magnús Ólafs Hansson hefur verið skipaður fram- kvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar Bolungarvíkur til eins árs í stað Ólafs Kristjáns- sonar. Tveir bæjarfulltrúar í Bolungarvík létu bóka undrun sína á því að staðan skyldi ekki hafa verið auglýst opin- berlega, en það voru þær Soff- ía Vagnsdóttir, fulltrúi Bæjar- málafélagsins, og Ragna Jó- hanna Magnúsdóttir Sjálf- stæðisflokki. „Við lýstum yfir óánægju með að staðan skyldi ekki aug- lýst“, segir Soffía. „Mín gagn- rýni er ekki á Magnús heldur vinnubrögð við ráðningu hans. Það er óásættanlegt að opin- bert starf skuli ekki vera aug- lýst, Heilbrigðisstofnunin er ekki einkastofnun og á að aug- lýsa sín störf. Þá varð ég líka fyrir vonbrigðum með að ein- ungis skyldi skipað til eins árs í stað þess að festa stöðuna í sessi og skipa í hana til lang- frama.“ Magnús Ólafs Hansson er húsgagnasmiður og hefur starfað við matvælafram- leiðslu í Bolungarvík, en hann er ættaður af Ströndum. Heil- brigðisráðherra skipaði í stöð- una fyrir stuttu og hóf Magnús Ólafs störf nú um áramót. Starf framkvæmdastjóra Heilbrigð- isstofnunar er þriggja ára gam- alt og gegndi Ólafur Krist- jánsson því frá því að hann lét af embætti bæjarstjóra í Bol- ungarvík. Þar áður var starfinu sinnt af bæjarskrifstofu. Um 75% stöðu er að ræða. Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur Framkvæmdastjóri skip- aður án auglýsingar Hafnarbúðin Hafnarhúsinu við Suðurgötu · sími 456 3245 Útsalan hefst á morgun, fimmtudaginn 12. janúar 02.PM5 5.4.2017, 10:079

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.