Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Page 13

Bæjarins besta - 11.01.2006, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 13 meðvitaðra um hversu miklir gimsteinar gömlu húsin eru. Við heyrum það nefnilega svo vel í gegnum vinnu okkar við dagatölin, þar sem við málum myndir af fallegum húsum, hve ofboðslega stoltir bæjar- búar eru af Ísafirði. Fólk er ekkert að liggja á skoðunum sínum og lætur okkur óspart vita hversu flott þeim finnst þetta vera hjá okkur og stund- um fáum við sögu húsanna líka. Næstum því öll eldri hús- in heita eitthvað. Fólk er bæði af huga og sál í þessum húsa- málum sínum og því greinilegt að bæjarmyndin skiptir það gríðarlega miklu máli.“ Nina: „Ég held að það sé ábyggilegt að ef fólkið yrði spurt að því hvernig hús það vildi að myndi rísa upp fyrir framan Pollinn að það myndi ekki segja að því væri sama. Það hefði örugglega sterkar skoðanir á því.“ Smári: „Það virðist vera þannig að um leið og einn kraftur rís upp í samfélaginu þá rís upp annar á móti jafnvel enn sterkari.“ – Eruð þið komin til að vera á Ísafirði? Nina: „Það tekur alltaf tíma að finna út hvað það er sem maður vill. Við vissum alltaf að okkur langaði til að eiga okkar eigið hús sem við gætum unnið í án þess að trufla mann- eskjurnar í kring. Við viljum vera sjálfstæð þótt maður fari aðeins út á vinnumarkaðinn af og til. Fyrsti hlutinn tókst á Ísafirði; við erum komin með okkar rými og hér viljum við vera áfram.“ Smári: „Við getum sagt með nokkurri bjartsýni að þetta gæti blessast á Ísafirði því Vestfirðingar hafa tekið okkur opnum örmum. Sérstaklega eftir að dagatölin komu á markað hefur verið töluvert um að fólk sé að biðja okkur um að mála sín hús. Útlit er því fyrir að það verði nóg af verkefnum í nánustu framtíð.“ Nina: „Við ætlum að vera með ný dagatöl á hverju ári og fara ætíð lengri hring og til nágrannabæjanna í kring eftir myndefni.“ Smári: „Við ætlum að halda áfram með Bolungarvík en menningarsjóður þeirra styrkti okkur svo það er um að gera að gera vel við þá. Svo ætlum við líka á Þingeyri og víðar.“ Nina: „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við daga- tölunum og það ríkir svo skemmtilegur andi fyrir vest- an. Við vorum með dagatöl með hálendismyndum áður en þau vöktu ekki nærri því eins mikla athygli. Sunnlendingum fannst ekki mikið til þess koma en Vestfirðingar hafa mikinn áhuga. Og það virðist engu máli skipta hvort um er að ræða ungt eða eldra fólk. Það gefur mér mikla framtíðarvon að sjá sjötugt fólk sprækt eins og unglinga.“ Erum fyrst og fremst manneskjur – Nina og Smári taka þátt í verkefni um Gísla sögu Súrs- sonar sem verið er að vinna að á Þingeyri. Nina: „Það er þrælsniðugt verkefni. Um er að ræða þró- unarverkefni fyrir Þingeyri sem tengist Gíslasögu og ferðamennsku á staðnum. Við vorum fengin sem listamenn til að gera upplýsingaskilti og að hanna heimasíðu verkefn- isins.“ Smári:„Þeir eru að gera stóra og góða hluti á Þingeyri sem við komum ekki að. Þar má nefna uppbygginguna á há- tíðasvæðinu sem er alveg stór- glæsilegt fyrirbæri. Einnig eru í gangi námskeið og vinnu- staðir þar sem gerð eru föt og vopn eins og gerð voru á vík- ingatímanum. Eina sem má sjá eftir okkur á staðnum sjálf- um er merki sem við hönnuð- um sem trónir yfir sviðinu á hátíðarsvæðinu. Það er merki Víkinga á Vestfjörðum sem er félag sem stendur að verk- efninu. Fyrir þá sem eru annars staðar í heiminum og vilja kynna sér verkefnið þá er hægt að fara inn á vefsíðuna west- vikings.info. Hana hannaði Nina sem er sjálfmenntuð í heimasíðugerð í Æðey. Í vor skal það takast að koma upp söguskiltum með mynd- skreyttum upplýsingum á söguslóðum Gísla Súrssonar. Skiltunum verður þá komið upp á þeim stöð sem viðburð- irnir áttu að eiga sér stað. Við hönnuðum skiltin og teiknuð- um myndirnar en aðrir sáu um textann. Ég held að þetta muni vekja aðeins upp þessa merku sögu.“ Nina: „Hugmyndin er sú að fólk geti ferðast frá skilti til skiltis og þannig fylgt eftir sögunni. Á skiltunum á einnig að koma fram hvar finna megi önnur skilti. Það sem mér finnst vera svo gott við þessi skilti er að Smári teiknaði svo fallegar myndir sem falla inn í umhverfið. Því skera skiltin sig ekki úr fallegri náttúrunni.“ Smári: „Þau verða líka svo flott þegar búið verður að hlaða undir skiltin. Hleðslu- meistarinn, Guðjón Kristins- son frá Dröngum, mun sjá um það ásamt fleirum og þá verða þau meira í víkingastíl.“ Nina: „Verkefnið er hluti af fjölþjóðlega Norðurslóðaverk- efninu og mér finnst það svo skemmtilegt að í staðinn fyrir að vera með þjóðrembu taka löndin sig saman og reyna að finna hvað þjóðirnar eiga sam- eiginlegt. Því við eigum ekki eins ólíkan bakgrunn og marg- ir halda. Ég vissi ekki mikið um vík- inga áður en ég kom að verk- efninu og hélt að þeir hefðu bara verið kallar sem þvældust út um allt og rændu og rupluðu. En það er miklu meira í söguna spunnið en það.“ Smári: „Enda nær verkefnið til svo margra landa. Ekki ein- ungis Skandinavía er þátttak- andi heldur teygist þetta yfir á Bretlandseyjar og Kanada líka.“ Nina: „Svona verkefni gerir okkur grein fyrir því að við erum manneskjur fyrst og fremst.“ því hvað það er sem gerir mig rússneska og hvað gerir hitt fólkið íslenskt. Mér finnst svo forvitnilegt að bera þjóðirnar saman. Eins og það að Íslend- ingar borða allt. Af hverju leggja þeir sér hákarl til munns? Er það töffaraskapur eða finnst þeim það í alvörunni gott? Er þetta bara gott af því það er þjóðlegt? Þannig gæti maður endalaust pælt. Einnig finnst mér mjög skondið þetta Liverpool – Manchester æði sem ríkir á Íslandi. Í Moskvu halda fót- boltabullurnar bara með rúss- nesku liðunum.“ Smári: „Ég get vel skilið að Rússarnir haldi með sínum eigin liðum en þegar fólk á Íslandi leggur líf og sál í söl- urnar fyrir lið í borgum í Eng- landi eða Þýskalandi sem þeir þekkja ekki og hafa ef til vill aldrei komið til finnst mér mjög furðulegt. Jafnvel leik- mennirnir í liðunum eru ekki frá borgum liðanna.“ Nina: „Þetta er einmitt það sem mér finnst svo skemmti- legt að pæla í. Það er fátt skemmtilegra en að fylgjast með fólki og reyna að skilja það. Ísafjörður er alveg sérstak- lega góður staður til rannsaka mannlegt eðli því hér er svo náið og skemmtilegt samfélag. Hér er líka allt til alls.“ Smári: „Við vorum búin að komast að þeirri niðurstöðu að allt væri til staðar á Ísafirði sem væri í stórborg nema skó- smiður og fornbókaverslun, sem ég furða mig reyndar á þar sem þetta er mikið bók- menntasamfélag.“ Að lokum, eru það ekki mik- il viðbrigði að koma frá Æðey til Ísafjarðar? Smári: „Jú þetta eru við- brigði en hefur þó verið ein sæluvíma. Veðráttan hefur að- eins hjálpað okkur og við hald- ið okkur að mestu inni fyrir og unnið að því að koma okkur fyrir. Fólk hefur tekið eftir því að við sjáumst ekki mikið á mannamótum enn sem komið er. Nina: „Það var kominn tími á að setjast niður og búa sér til sitt hreiður.” Þau skötuhjúin una sér vel á Ísafirði eftir friðsæla og rólega vetur í Æðey. Áköf að takast á við verkefnin og full af hug- myndum. Vestfirðingar eiga eflaust eftir að sjá mikið til þessara fjölhæfu listamanna í framtíðinni. – thelma@bb.is Saman- burður á þjóðum – Eru það ekki mikil við- brigði að koma frá Rússlandi og setjast að á Íslandi Nina? Ninu: „Jú , ég býst við því. Ég er alin upp í stórborginni Moskvu. Það er rosalega gott að vera í stórborg á meðan maður er í námi. Á þeim árum er maður að safna upplýsing- um og svo þarf maður að setj- ast niður og vinna úr þeim. Næsta skref er svo að gera eitthvað við þessar upplýsing- ar. Þegar ég kom fyrst til Ís- lands fór ég að velta því fyrir mér hvað það væri sem gerði mig að Rússa. Það er mjög sérstök upplifun að flytja til annars lands á meðal ólíkra manneskja og byrja að pæla í 02.PM5 5.4.2017, 10:0713

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.