Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2004, Side 1

Bæjarins besta - 03.03.2004, Side 1
Leitaði vitneskju um síðustu daga föður síns – sjá viðtal í miðopnu við Guðjón Bjarnason rafvirkja á Ísafirði Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 3. mars 2004 · 9. tbl. · 21. árg. Ísfirsk einingarhús frá Ágústi og Flosa ehf. á Ísafirði Viðbrögð í Reykjavík lofa góðu Björgmundur Guðmunds- son, byggingartæknifræðingur og einn eigenda verktakafyr- irtækisins Ágústar og Flosa á Ísafirði, segir viðbrögð við fyr- irhuguðum tvíbýlisraðhúsum fyrirtækisins við Lækjarvað í Reykjavík lofa góðu. Húsin verða byggð úr einingum frá verksmiðju Ágústar og Flosa á Ísafirði og er kynning á þeim nýhafin hjá fasteignasölunni Fasteignakaupum í Reykjavík. Alls verða byggð 14 hús við Lækjarvað, í hinu nýja hverfi Norðlingaholti, með samtals 28 íbúðum. „Við ætlum að byrja að steypa grunnana í þessari viku og stefnum á að setja upp fyrstu húsin, úr þeim einingum sem við eigum klárar, í mars. Markmiðið er að geta afhent fyrstu íbúðina 1. maí“, segir Björgmundur. Steypuvinnan er unnin af undirverktaka í Reykjavík en starfsmenn Ágústar og Flosa munu sjá um uppsetningu eininganna. Starfsmönnun mælingar- deildar borgarverkfræðings var heldur brugðið þegar þeir á mættu á byggingarsvæðið og fundu u.þ.b 100 fermetra hesthús á lóðinni. Björgmund- ur segir húsið autt en ekki sé vitað hver eigi það. „Það er verið að grafast fyrir um málið innan borgarkerfisins. Þetta mun ekki trufla okkur því hús- ið er alveg úti á endimörkum lóðarinnar en við vorum að gantast með að það gæti þótt flott að búa í raðhúsalengju með hesthúsi á endanum“, sagði Björgmundur. Hönnun húsanna var í hönd- um Hallvarðar Aspelund, arki- tekts hjá Tækniþjónustu Vest- fjarða. – kristinn@bb.is Tölvuteikning af fyrirhuguðum tvíbýlisraðhúsum við Lækj- arvað. Margir at- vinnulausir Félag lögfræðinga á Vest- fjörðum hefur áhyggjur af niðurskurði fjárveitinga til Héraðsdóms Vestfjarða og segir að muni auka álag á dómara og koma til með að tefja afgreiðslu mála. Í ályktun sem samþykkt var í síðustu viku segja lög- fræðingarnir að vegna niðurskurðarins verði að leggja niður stöðu aðstoð- armanns héraðsdómara eða starf annars af tveimur löglærðum starfsmönnum dómsins. Í bréfi til dóms- málaráðherra skora lög- fræðingarnir á stjórnvöld að beita sér fyrir nægjan- legum fjárveitingum til að tryggja trausta og greiða meðferð mála við dóminn. Atvinnuleysi á Vestfjörð- um í janúar var það mesta frá því í janúar 1997. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Vinnumálastofn- unar um atvinnuleysi í jan- úar mánuði. Þar kemur fram að 3,2 % vinnuafls á Vestfjörðum hafi verið án atvinnu. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í janúar mán- uði undanfarinna ára þarf að fara aftur til 1997 til þess að finna sambærilegt atvinnuleysi. Þá var 3,5 % vinnuafls á Vestfjörðum án atvinnu. Í tölum Vinnu- málastofnunar kemur einnig fram að mun meira atvinnuleysi er meðal kvenna en karla. Um 4,8 % kvenna eru án atvinnu í janúar og þarf að fara aft- ur til ársins 1995 til þess að finna sambærilegt atvinnu- leysi. Um 2,1% karla voru án atvinnu í janúar en í janúar í fyrra voru 2,2% karla án atvinnu. – hj@bb.is Hafa áhyggjur af niðurskurði 09.PM5 12.4.2017, 09:331

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.