Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2004, Page 16

Bæjarins besta - 03.03.2004, Page 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk www.bb.is – daglegar fréttir á netinu Norðurljós yfir Ósvör í Bolungvarvík. Myndir: Eric Chrétien. Ósvör í Bolungarvík prýði neðanjarðarlestirnar í París Myndir af norðurljósagliti yfir Ósvör í Bolungarvík munu prýða neðanjarðarlestarstöðv- ar í París í vor og sumar að sögn Geirs Guðmundssonar, safnvarðar í Ósvör. „Frakkinn Eric Chrétien frá ljósmynda- stofunni Gamma í París er höf- undur myndanna en hann kom í Ósvör í sumar til að kynna sér aðstæður. Honum leist vel á og kom hingað aftur í haust til að taka myndirnar. Allt í allt dvaldi hann tvo mánuði hér fyrir vestan“,segir Geir. Myndirnar verða settar á plak- öt sem verða til sýnis á lestar- stöðvunum og verða gefnar út á póstkorti. Að auki munu þær birtast í ljósmyndabók um náttúrufyrirbæri. Geir á von á að myndirnar hafi mikið auglýsingagildi fyr- ir Ósvör og Vestfirði alla. „Þetta er sett upp sem ljós- myndasýning en er um leið ferðakynning fyrir okkur. Það fer ekkert á milli mála hvar myndirnar voru teknar enda birtast þær með áletruninni Norðurljós, Ósvör, Bolungar- vík, Ísland.“ Aðspurður um hvort hann telji að safnið eigi eftir að fá heimsóknir sérstaklega út af myndunum segist Geir ekki vera í vafa. Hann fái iðulega til sín gesti sem hafi séð mynd- ir af Ósvör í tímaritum eða sjónvarpi og heillast af. „Hingað kemur alltaf mikið af Frökkum enda er safnið mjög þekkt þar, t.d. kom það fyrir í kvikmynd sem var sýnd þar í landi fyrir nokkrum árum. Hingað koma oft ferðamenn sem benda og segjast hafa séð mig áður.“ Geir segist viss um að er- lendir sé Ósvör hvað þekktast af íslenskum söfnum. „Myndir frá Ósvör eru mikið notaðar þegar verið er að kynna Ísland og það skilar sér fyrir ferða- mennskum á Vestfjörðum öll- um enda kemur yfirleitt fram í hvaða landshluta safnið er. Í einni grein um Ísland voru t.d. tvær línur um Björk en heil opna um Ósvör“, sagði Geir. Stúlkur í meirihluta Stúlkur eru nú í meirihluta meðal nemenda grunn- skóla á Vestfjörðum sem er töluverð breyting frá árinu 1997. Í dag eru stúlkur 50.6% af nemendum grunnskóla á Vestfjörðum en voru 49.1% árið 1997. Hæst er hlutfall stúlkna í 7.bekk eða 61,5 % en lægst í 10.bekk 45.1%. Þetta er nokkuð önnur þróun en annarsstaðar á landinu því árið 1997 voru stúlkur 48.5% af nemendum og í dag er hlutfall þeirra nán- ast það sama. –hj@bb.is Lárus Mikael Knudsen Daníelsson. Lárus sigraði Lárus Mikael Knudsen Daníelsson frá Ísafirði sigraði Tómas Guðmunds- son frá Grindavík í viður- eign þeirra á fyrsta hnefa- leikamóti ársins sem haldið var í húsi hnefaleikafélags Reykjavíkur fyrir stuttu. Lárus fór suður við annan mann, Högna Marsellíus Þórðarson, sem tapaði fyr- ir Gunnari Óla Guðjóns- syni frá Reykjavík. Mótið þótti takast vel og var sótt af um 200 áhorfendum. Einna mesta athygli vakti bardagi Lárusar og Tóm- asar. Lárus sigraði allar þrjár loturnar og þótti gríðarlega höggþungur. Lárus segist mjög ánægður með árangurinn og er þeg- ar farinn á fullt að undir- búa næsta mót sem verður í Keflavík. – kristinn@bb.is Ísklifrari með Skutulsfjörð í baksýn. Ísklifurfestival Íslenska alpaklúbbsins á Ísafirði Ánægðir ísklifrarar Ísklifurfestival Íslenska alpaklúbbsins sem haldið var á Ísafirði fyrir stuttu tókst með ágætum og létu menn vel af aðstæðum að sögn Rúnars Óla Karlssonar, ísklifursáhuga- manns. Til stóð að halda festi- valið í Öræfasveit en vegna klakaskorts var það flutt vest- ur. „Menn voru mjög ánægðir með hvernig til tókst og vilja stoppa lengur næst. Nokkrir í hópnum höfðu aldrei komið til Vestfjarða áður og sáu að um er að ræða ókannað lands- svæði fyrir ísklifur og margt fleira“, segir Rúnar Óli. Klifrararnir reyndu fyrir sér í Naustahvilt, á Seljalandsdal í Skutulsfirði og á Óshlíð. Því þurfti ekki að fara langar leiðir frá Ísafirði sem þótti afar hent- ugt. Annar ísfirskur ísklifur- áhugamaður, Eiríkur Gíslason, segir frá ísklifurfestivalinu í máli og myndum á heimasíðu klúbbsins. – kristinn@bb.is Hörður Sævar Harðarson og Rúnar Óli Karlsson klífa í Naustahvilft. Myndir: Eiríkur Gíslason. Skriða lokaði Óshlíðarvegi Vegurinn um Óshlíð lokað- ist á sunnudagskvöld þegar skriða féll á hann við Hvanngjá ytri. Jón Baldvin Jóhannesson, hjá Vega- gerðinni á Ísafirði, segir að tilkynning hafi borist um ellefuleytið um kvöldið og strax hafi verið farið til að ryðja veginn. Hann segir að ekki hafi verið um aur- skriðu að ræða heldur hafi grjót hrunið úr hlíðinni og þau stærstu vegið á bilinu 18-20 tonn. Aðspurður seg- ist Jón Baldvin ekki telja að sérstök hætta sé á skriðu- föllum nú. – kristinn@bb.is 09.PM5 12.4.2017, 09:3316

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.