Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 28.05.2003, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 7Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Nýi vegurinn yfir Ósinn í Bolungarvík Verklok væntanlega á undan áætlun Vinna við lagningu nýja vegarins yfir Ósinn í Bolung- arvík er hafin á ný eftir vetr- arfrí. Hólsvélar ehf. í Bol- ungarvík annast verkið og segir Örnólfur Guðmunds- son framkvæmdastjóri að líklega verði verklok á undan áætlun. „Ég á að skila verkinu af mér 15. september en mér sýn- ist að það verði eitthvað fyrr. Þetta hefur gengið nokkuð vel, alveg stórslysalaust. Næst á dagskrá er að færa ljósastaura og ráðast í ýmiskonar frágang, ganga frá fyllingum í veginn og leggja neðra og efra burðar- lag. Þá geri ég ráð fyrir því að slitlag verði sett á veginn í júlí. Hvenær vegurinn verður opnaður veit ég ekki enda er það Vegagerðarinnar að ákveða það.“ Frá framkvæmdum við nýja veginn. Stærsti verksamningur hjá Póls hf. á þessu ári Annast smíði og uppsetningu tækja- búnaðar í Júlíus Geirmundsson ÍS Vestfirsku fyrirtækin Póls hf. og Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. hafa gert samning um smíði á nýju flokkunarkerfi og snyrtilínu í frystitogarann Júlíus Geirmundsson ÍS 270. Samningurinn er sá stærsti sem Póls hf. hefur gert á þessu ári. Hörður Ingólfsson hjá Póls hf. segir það fagnaðarefni að H-G skuli hafa valið fyrirtækið til að annast þetta verkefni. „Það er gaman að upplifa það að allt sem til þarf, alla þekkingu, sé hægt að fá hér á svæðinu. Við vinnum þetta verkefni í samstarfi við nokkra undirverktaka hér á Ísafirði, meðal annars 3X- Stál sem hefur náð góðum árangri í smíði á snyrti- línum“, segir Hörður. Auk þess sem samningur- inn felur í sér smíði og uppsetningu á nýju flokk- unarkerfi og nýrri snyrtilínu verður flutningskerfi endurskipulagt og endur- nýjað að stórum hluta. „Smíði í togarann er þegar hafin. Allt er forsmíðað áður og verður sett upp þegar skipið fer í slipp um eða upp úr miðjum júlí“, sagði Hörður Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Póls í samtali við blaðið.Júlíus Geirmundsson ÍS 270. 21.PM5 18.4.2017, 11:067

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.