Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Side 7

Vinnan - 01.03.1943, Side 7
1. tölublað 1. árgangur Reykjavík Marz 1943 VI N N A N ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Ritstjóri: Friðrik Halldórsson Ritnefnd Sœmundur Olafsson Stefán Ogmundsson Fylgt úr hlaði Eflir að skipulagi Alþýðusambands Islands var breytt á þingi þess árið 1940, á þann hátt, að það var aðskil- ið frá Alþýðuflokknum, hefir það ekki haft umráð yfir neinu sérstöku málgagni. Á alþýðusambandsþinginu síðastliðið haust samein- uðust svo að segja öll verkalýðsfélög landsins í Alþýðu- sambandinu, og þykir stjórn þess því ekki vansalaust, að svo fjölmennt félagasamband, sem Alþýðusamband- ið er nú orðið, hafi ekki málgagn, sem það rœður yfir. Sambandsstjórnin samþykkti því fyrir nokkru síðan að hefja útgáfu á mánaðarriti. Þetta mánaðarrit hefur nú götigu sína, og er það von sambandsstjórnarinnar, að félögum innan sam- bandsins sé Ijós nauðsyn þess að ráðizt hefir verið í útgáfu þess, og sýni þann skilning sinn í verki, með því að taka blaðinu vel og stuðla að útbreiðslu þess eftir megni, og með því jafnframt að senda efni til birt- itigar í blaðinu, bœði um dœgurbaráttuna almennt og aðra þœtti úr sögu samtakanna á liðnum árum. Viljum við sérstaklega hvetja þá, sem einhvern fróðleik eiga í fórum sínum um samtökin og sögu þeirra, að halda öllu slíku til haga og senda það blaðinu, og einnig, ef um er að rœða, myndir af merkum viðburðum og braut- ryðjendum innan verkalýðssamtakanna. Verkalýðsfélögin eru dreifð um landið allt. Þau eru afar misjöfn að styrkleika, sem eðlilegt er; sum eru orðin gróin í sessi, fjölmenn og skilningsgóð á gildi og nauðsyn samtakanna, önnur eru ung og fámenn og fé- lagar þeirra lítt þjálfaðir í þeim átökum, sem óhjá- kvœmilega eiga sér stað öðru hverju, ef verkalýðsfélög eru annað og meira en nafnið tómt. Með stofnun og starfi Alþýðusambands íslands er œtlazt til þess, að það sé tengiliður milli allra þessara misjafnlega styrlcu félaga og hlutizt til um, að þau veiti hvert öðru styrk og aðstoð, eftir því sem þörfin krefur og við verður komið. Sambandsstjórnin œtlazt til þess, að þetta nýja blað verkalýðsins verði tœki, sem komið geti að miklum notum í viðleitni hennar til þess að framkvœma það hlutverk, sem henni var falið af sambandsþinginu, er það kaus hana, en það hlutverk var, meðal annars, að varðveita þá einingu innan verkalýðssamtakanna al- mennt, sem allir sannir verkalýðssinnar hafa þráð á undanförnum árum. Þessi viðleitni til samstarfs var eitt aðal verkefni síðasta Alþýðusambandsþings, og vilji þess í þeim efnum var innsiglaður með kosningu sam- bandsstjórnarinnar, en hún var, eins og kunnugt er, kosin samkvæmt samkomulagi í einu hljóði. Stjórnmál verða að sjálfsögðu ekki rœdd í blaðinu, en að öðru leyti er það öllum opið til umrœðna um mál- efni samtakanna, almennan fróðleik og skemmtiefni, eft- ir því sem rúm leyfir. Ritstjórn blaðsins hefir leitað aðstoðar hjá ýtnsum þekktum íslenzkum rithöfundum og hafa nokkrir þeirra lofað að senda því efni til birtingar öðru hvoru. Engar hömlur munu verða lagðar á efnisval þeirra, sem slíkri aðstoð hafa lofað, enda er œtlazt til þess af liálju sambandsstjórnar, að í blaðinu ríki skoðanafrelsi á víðtœkum grundvelli. Ber því að sjálfsögðu að líta á málflutning hinna ýmsu höfunda sem persónulegar skoðanir þeirra sjálfra á málefnunum, án þess að birt- ing á greinum þeirra feli í sér nokkra afstöðu til mál- anna af hendi útgefenda og ritstjórnar. Sambandsstjórnin vœntir þess, að blaðinu verði vel tekið, svo að samtökunum megi verða sú stoð að því, sem til er œtlazt af hennar hálfu. Með félagskveðju Guðgeir Jónsson Stefán Ogmundsson Björn Bjarnason Sœmundur Olafsson Þorvaldur Brynjólfsson Þórarinn Guðmundsson Hermann Guðmundsson VINNAN 5

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.